Körfubolti

Michael Jordan gefur 220 milljónir vegna Flórens fellibylsins

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Michael Jordan er að margra mati besti körfuboltamaður allra tíma. Hann hefur þénað mikið á ferlinum og hefur haldið því áfram eftir að skórnir fóru upp á hillu.
Michael Jordan er að margra mati besti körfuboltamaður allra tíma. Hann hefur þénað mikið á ferlinum og hefur haldið því áfram eftir að skórnir fóru upp á hillu. Vísir/Getty
Körfuboltagoðsögnin Michael Jordan lætur til sín taka í að hjálpa bandarísku þjóðinni að ná sér eftir Flórens fellibylinn sem gekk á austurströnd Bandaríkjanna á dögunum.

Neyðarástand ríkir í Norður Karólínuríki vegna fellibylsins en Michael Jordan er eigandi NBA-liðsins Charlotte Hornets sem hefur aðsetur í stærstu borg Norður Karólínuríkis.

Michael Jordan er fæddur í Brooklyn í New York en flutti til Wilmington í Norður Karólínu þegar hann var smábarn. Jordan spilaði síðan með Emsley A. Laney menntaskólanum í Wilmington í Norður Karólínu og fór síðan í Norður Karólínu háskólann á Chapel Hill.

Jordan spilaði nær allan körfuboltaferil sinn með liði Chicago Bulls fyrir utan tvö ár með washington Wizards í kringum fertugsaldurinn. Hann eignaðist síðan Charlotte Hornets fyrir átta árum síðan.





Michael Jordan sendir eina milljón dollara á tvo staði. Rauði krossionn í Bandaríkjunum fær aðra milljónina og neyðarsjóður vegna Flórens fellibylsins fær hina milljónina. 110 milljónir íslenskra króna koma því frá Jordan á báða staði.  CNN segir frá.

Gríðarmikil flóð vegna fellibylsins Flórens varð meðal annars til þess að allir vegir til og frá Wilmington í Norður-Karólínu urðu ófærir. Yfirvöld í ríkinu þurfti því að koma matvælum og hreinu vatni til 120 þúsund íbúa borgarinnar flugleiðina.

Wilmington er einmitt borgin þar sem Michael Jordan eyddi nær öllum fyrstu átján árum ævinnar.

Að minnsta kosti fimmtán manns hafa látið lífið vegna Flórens í Norður- og Suður-Karólínu frá því að fellibylurinn gekk á land síðastliðinn fimmtudag. Það mun taka langan tíma og mikla peninga að endurbyggja þá staði sem verst urðu úti og kemur þetta rausnarlega framlag Michael Jordan sér því mjög vel.







NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×