Vildi þyngja fiskinn en endaði með dragúldið dýrafóður Sigurður Mikael Jónsson skrifar 19. september 2018 07:00 Hinn illþefjandi fiskur endaði að mestu í dýrafóðri. Fréttablaðið/GVA Héraðsdómur Reykjavíkur vísaði í síðustu viku frá dómi máli fiskvinnslufyrirtækisins Tor ehf. á hendur Kötlu matvælaiðju ehf. Forsvarsmenn Tors stefndu Kötlu til greiðslu ríflega 14 milljóna króna í bætur vegna tjóns sem fiskvinnslan hefði orðið fyrir vegna „hjálparefnis“ sem keypt var hjá Kötlu árið 2014. Hjálparefni þessu, N242, var ætlað að þyngja fiskinn sem Tor hugðist selja kaupendum erlendis. Framkvæmdastjóri Tors fullyrti fyrir dómi að slíkt væri gert í samráði við kaupendur. Fyrsta framleiðsla Tors með efninu frá Kötlu var send til Englands í nóvember 2014 en kaupandinn, Seafood Holdings, neitaði að taka við vörunni þar sem hún væri óhæf til neyslu. Kvartaði kaupandinn yfir megnri ammoníakslykt af fiskinum. Tjónið hafi numið milljónum og Seafood Holdings dregið verulega úr viðskiptum sínum við Tor í kjölfarið. Tor taldi ljóst að efnið sem Katla seldi þeim til að þyngja fiskinn hefði verið gallað. Forsvarsmenn Kötlu bentu á að fráleitt væri að kenna þeim um tjónið og veltu fyrir sér hvort aðrar skýringar væru á: „Stefnanda [Tor, innsk. blm.] hafi auðvitað verið vandkvæðalaust að skýra hinum erlenda viðskiptaaðila, sem hann kveðst hafa átt í viðskiptum við í um tvö ár, frá því að stefnandi hefði þarna notað hjálparefni frá öðrum birgi en áður og að eftirleiðis yrði notað sama hjálparefni og fyrr hefði verið notað, nema ef vera skyldi að stefnandi hafi haldið því leyndu fyrir hinum erlenda viðskiptaaðila að hann væri að nota slíkt hjálparefni í fiskinn og hinn erlendi aðili brugðist ókvæða við er upplýst hafi verið um það.“ Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Sjávarútvegur Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur vísaði í síðustu viku frá dómi máli fiskvinnslufyrirtækisins Tor ehf. á hendur Kötlu matvælaiðju ehf. Forsvarsmenn Tors stefndu Kötlu til greiðslu ríflega 14 milljóna króna í bætur vegna tjóns sem fiskvinnslan hefði orðið fyrir vegna „hjálparefnis“ sem keypt var hjá Kötlu árið 2014. Hjálparefni þessu, N242, var ætlað að þyngja fiskinn sem Tor hugðist selja kaupendum erlendis. Framkvæmdastjóri Tors fullyrti fyrir dómi að slíkt væri gert í samráði við kaupendur. Fyrsta framleiðsla Tors með efninu frá Kötlu var send til Englands í nóvember 2014 en kaupandinn, Seafood Holdings, neitaði að taka við vörunni þar sem hún væri óhæf til neyslu. Kvartaði kaupandinn yfir megnri ammoníakslykt af fiskinum. Tjónið hafi numið milljónum og Seafood Holdings dregið verulega úr viðskiptum sínum við Tor í kjölfarið. Tor taldi ljóst að efnið sem Katla seldi þeim til að þyngja fiskinn hefði verið gallað. Forsvarsmenn Kötlu bentu á að fráleitt væri að kenna þeim um tjónið og veltu fyrir sér hvort aðrar skýringar væru á: „Stefnanda [Tor, innsk. blm.] hafi auðvitað verið vandkvæðalaust að skýra hinum erlenda viðskiptaaðila, sem hann kveðst hafa átt í viðskiptum við í um tvö ár, frá því að stefnandi hefði þarna notað hjálparefni frá öðrum birgi en áður og að eftirleiðis yrði notað sama hjálparefni og fyrr hefði verið notað, nema ef vera skyldi að stefnandi hafi haldið því leyndu fyrir hinum erlenda viðskiptaaðila að hann væri að nota slíkt hjálparefni í fiskinn og hinn erlendi aðili brugðist ókvæða við er upplýst hafi verið um það.“
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Sjávarútvegur Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira