Deilur um þriggja metra skjólveggi sendar aftur í hérað Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 18. september 2018 11:15 Nágrannadeilurnar hafa varið fram og til baka í dómskerfinu. Fréttablaðið/ernir Landsréttur hefur sent deilur á milli nágranna um skjólveggi á sameiginlegri lóð í Furugerði í Reykjavík aftur til héraðsdóms. Málinu var vísað frá í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrr á árinu þar sem húsfélagi fjöleignarhússins þar sem deiluaðilar búa var ekki gefinn kostur á því að gæta hagsmunna sinna í málinu. Á lóðinni má finna tvo 2,75 metra langa skjólveggi sem girða af stóran hluta lóðarinnar en rekja má málið til þess að stefnendur keyptu íbúð í húsinu árið 2015. Í þinglystri eignaskiptayfirlýsingu hússins kemur fram að húsinu sé skipt í þrjár íbúðir og að lóð hússins sé í óskiptri sameign allra eigna. Vildu þau sem keyptu íbúð í húsinu árið 2015 fá skýringar á því af hverju skjólveggir hafi verið reistir á sameiginlegri lóð hússins í ljósi þess að lóðin væri í óskiptri sameign allra eigenda. Töldu þau ljóst að ekki hafi legið heimild fyrir því að reisa veggina. Stefndu þau því nágrönnum sínum fyrir dómstólum. Gerðu þau kröfu um að skjólveggirnir yrðu fjarlægðir þar sem að sameign húsfélags verði ekki ráðstafað af húsfélagi með samningi nema allir eigendur séu því samþykkir. Þá sé samkvæmt lögum óheimilt að nota sameiginlegt húsrými eða lóð til annars en það ætlað og auk þess sem að eiganda sé ekki heimilt á eigin spýtur að gera nokkrar breytingar á sameign eða helga sér til einkanota tiltekna hluta hennar. Óþarfi að stefna húsfélaginu að mati Landsréttar Nágrannirnir svöruðu með því að óska eftir því að málinu yrði vísað frá dómi þar sem húsfélagi hússins hafi ekki verið gefinn kostur á því að gæta hagsmunna sinna. Komst héraðsdómur að þeirri niðurstöðu að nauðsynlegt væri að gefa húsfélaginu kost á að grípa til varna og því var málinu vísað frá fyrr á árinu. Þessum úrskurði héraðsdómstóls var áfrýjað til Landsréttar sem komst að niðurstöðu fyrr í mánuðinum. Í niðurstöðu Landsréttar segir að þar sem málið varði alla sameigendur hússins og að þeir hafi allir ýmist sótt málið eða gripið til varna hafi verið óþarfi að húsfélagið yrði aðili að málinu. Segir í niðurstöðu Landsréttar að ekki verði annað séð en að með dómi megi leiða ágreining í málinu til lykta að fullu og var því lagt fyrir héraðsdóm að taka málið til efnismeðferðar. Dómsmál Nágrannadeilur Reykjavík Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Fleiri fréttir Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Sjá meira
Landsréttur hefur sent deilur á milli nágranna um skjólveggi á sameiginlegri lóð í Furugerði í Reykjavík aftur til héraðsdóms. Málinu var vísað frá í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrr á árinu þar sem húsfélagi fjöleignarhússins þar sem deiluaðilar búa var ekki gefinn kostur á því að gæta hagsmunna sinna í málinu. Á lóðinni má finna tvo 2,75 metra langa skjólveggi sem girða af stóran hluta lóðarinnar en rekja má málið til þess að stefnendur keyptu íbúð í húsinu árið 2015. Í þinglystri eignaskiptayfirlýsingu hússins kemur fram að húsinu sé skipt í þrjár íbúðir og að lóð hússins sé í óskiptri sameign allra eigna. Vildu þau sem keyptu íbúð í húsinu árið 2015 fá skýringar á því af hverju skjólveggir hafi verið reistir á sameiginlegri lóð hússins í ljósi þess að lóðin væri í óskiptri sameign allra eigenda. Töldu þau ljóst að ekki hafi legið heimild fyrir því að reisa veggina. Stefndu þau því nágrönnum sínum fyrir dómstólum. Gerðu þau kröfu um að skjólveggirnir yrðu fjarlægðir þar sem að sameign húsfélags verði ekki ráðstafað af húsfélagi með samningi nema allir eigendur séu því samþykkir. Þá sé samkvæmt lögum óheimilt að nota sameiginlegt húsrými eða lóð til annars en það ætlað og auk þess sem að eiganda sé ekki heimilt á eigin spýtur að gera nokkrar breytingar á sameign eða helga sér til einkanota tiltekna hluta hennar. Óþarfi að stefna húsfélaginu að mati Landsréttar Nágrannirnir svöruðu með því að óska eftir því að málinu yrði vísað frá dómi þar sem húsfélagi hússins hafi ekki verið gefinn kostur á því að gæta hagsmunna sinna. Komst héraðsdómur að þeirri niðurstöðu að nauðsynlegt væri að gefa húsfélaginu kost á að grípa til varna og því var málinu vísað frá fyrr á árinu. Þessum úrskurði héraðsdómstóls var áfrýjað til Landsréttar sem komst að niðurstöðu fyrr í mánuðinum. Í niðurstöðu Landsréttar segir að þar sem málið varði alla sameigendur hússins og að þeir hafi allir ýmist sótt málið eða gripið til varna hafi verið óþarfi að húsfélagið yrði aðili að málinu. Segir í niðurstöðu Landsréttar að ekki verði annað séð en að með dómi megi leiða ágreining í málinu til lykta að fullu og var því lagt fyrir héraðsdóm að taka málið til efnismeðferðar.
Dómsmál Nágrannadeilur Reykjavík Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Fleiri fréttir Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Sjá meira