Körfubolti

Síðasti dansinn hjá Wade verður í Miami

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Ferill Wade hefur verið glæsilegur.
Ferill Wade hefur verið glæsilegur. vísir/getty
Hinn magnaði Dwyane Wade hefur ákveðið að taka eitt tímabil í viðbót í NBA-deildinni og það með sínum mönnum í Miami Heat.

Þetta verður sextánda tímabil hins 36 ára gamla Wade í deildinni. Margir bjuggust við því að hann myndi leggja skóna á hilluna en Wade var ekki klár í það strax.

„Mér finnst rétt að bjóða ykkur upp í einn lokadans. Eitt tímabil í viðbót. Ég hef gefið þessari íþrótt allt sem ég á og ég mun skilja allt eftir á parketinu á þessu lokatímabili,“ sagði Wade en hann hefur þrisvar orðið NBA-meistari.





Wade er auðvitað goðsögn hjá Heat enda stigahæsti, stoðsendingahæsti og leikjahæsti leikmaður félagsins frá upphafi.

Hann var hjá Chicago leiktíðina 2016-17 en hann er frá borginni. Í fyrra var hann svo með LeBron James í Cleveland. Hann var svo sendur yfir til Miami í febrúar.

Það vantaði ekki dramatíkina hjá Wade er hann tilkynnti um ákvörðun sína enda hlaðið í tíu mínútna myndband sem má sjá hér að neðan. Það má ekki minna vera.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×