Gerum kröfu um biðlistalaust aðgengi barna að sálfræðingum borgarinnar Kolbrún Baldursdóttir og sálfræðingur og borgarfulltrúi Flokks fólksins skrifa 15. september 2018 16:37 Víða eru langir biðlistar til sálfræðinga bæði til sálfræðinga skóla og heilsugæslu, enda þótt það sé eitthvað misjafnt eftir hverfum. Eins og staðan er í dag er aðgengi að skólasálfræðingum slakt í flestum hverfum eftir því sem næst er komist. Biðlistar eftir viðtölum og greiningum sem sýnt þykir að þurfi að framkvæma eru allt frá nokkrum vikum upp í marga mánuði. Vandinn er tvenns konar, annars vegar sá að aðsetur sálfræðinga er ekki í skólunum sjálfum heldur á þjónustumiðstöðvunum og hins vegar að skólasálfræðingar eru of fáir. Slakt aðgengi og biðlistar eru því ekki skólasálfræðingunum að kenna. Nýlega voru birtar niðurstöður skýrslu Embættis landlæknis um sjálfsvígshugsanir og sjálfsvígstilraunir meðal íslenskra ungmenna. Fram kemur að sjálfsskaði stúlkna hefur aukist og tengsl milli sjálfskaða og sjálfsvígshugsana og sjálfsvígs eru óyggjandi. Rúmlega 9% ungmenna á Íslandi hafa gert tilraun til sjálfsvígs. Í dag eru fleiri stúlkur en drengir sem segjast hafa hugleitt sjálfsvíg og er aukning frá árinu 2010. Fleiri drengir en stúlkur eru á skrá yfir dauðsföll vegna sjálfsvíga á aldrinum 16-20 ára. Hlutfall drengja sem gera tilraun til sjálfsvígs er stöðugt á meðan hlutfall stúlkna hefur aukist úr 9% árið 2000 í 12% árið 2016 eins og fram kemur í ofannefndri skýrslu. Þetta er kjaftshögg fyrir okkur öll. Í ljósi þessara upplýsinga er ljóst að staða margra barna er ekki góð hvað varðar andlega líðan. Orsakir geta verið fjölmargar og margslungnar og verða ekki reifaðar hér. Til að ná utan um svo viðamikið vandamál þarf ríki og borg að vinna saman. En á vettvangi borgarinnar er hægt að gera betur bæði á sviði forvarna og aðgengi barna að sálfræðingum þarf að vera miklu betra. Við eigum að geta gert kröfu um að börn hafi biðlistalaust aðgengi að sálfræðingum á vegum borgarinnar. Enda þótt sálfræðingar séu hluti af þverfaglegu teymi skólaþjónustunnar ættu þeir engu að síður að geta haft aðsetur í skólunum. Hlutverk þjónustumiðstöðva er mikilvægt t.d. til að tryggja jafnræði ýmissa verkefna milli hverfa. Milliganga þeirra milli skóla og skólasálfræðinga hefur hins vegar gert það að verkum að aðgengi að sálfræðingunum er lakara og líkur á að biðlistar myndist þar af leiðandi meiri. Fyrir börnin og foreldrana skiptir sýnileiki sálfræðinga og aðgengi að þeim mestu máli. Börnin og foreldrar þeirra þurfa að þekkja skólasálfræðinginn, vita hvar hann er að finna og vita að þau geti leitað til hans með skömmum fyrirvara og jafnvel fyrirvaralaust. Með því að sálfræðingar hafi aðsetur í skólunum geta þeir unnið þéttar með námsráðgjafa og skólahjúkrunarfræðingi. Saman geta þessir fagaðilar myndað öflugt teymi sem sinnir forvarnarstarfi og verið til taks fyrir börnin, starfsfólkið og foreldrana allt eftir atvikum og þörfum. Barn sem þarf að bíða lengi eftir þjónustu fagaðila eða fær ekki aðstoð við hæfi er í mun meiri áhættu með að grípa til örþrifaráða eins og sjálfskaða og jafnvel sjálfsvígstilraunar. Slakt aðgengi að fagþjónustu getur kostað líf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Of sein til að ættleiða Silja Dögg Gunnarsdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Halldór 15.11.2025 Halldór Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Víða eru langir biðlistar til sálfræðinga bæði til sálfræðinga skóla og heilsugæslu, enda þótt það sé eitthvað misjafnt eftir hverfum. Eins og staðan er í dag er aðgengi að skólasálfræðingum slakt í flestum hverfum eftir því sem næst er komist. Biðlistar eftir viðtölum og greiningum sem sýnt þykir að þurfi að framkvæma eru allt frá nokkrum vikum upp í marga mánuði. Vandinn er tvenns konar, annars vegar sá að aðsetur sálfræðinga er ekki í skólunum sjálfum heldur á þjónustumiðstöðvunum og hins vegar að skólasálfræðingar eru of fáir. Slakt aðgengi og biðlistar eru því ekki skólasálfræðingunum að kenna. Nýlega voru birtar niðurstöður skýrslu Embættis landlæknis um sjálfsvígshugsanir og sjálfsvígstilraunir meðal íslenskra ungmenna. Fram kemur að sjálfsskaði stúlkna hefur aukist og tengsl milli sjálfskaða og sjálfsvígshugsana og sjálfsvígs eru óyggjandi. Rúmlega 9% ungmenna á Íslandi hafa gert tilraun til sjálfsvígs. Í dag eru fleiri stúlkur en drengir sem segjast hafa hugleitt sjálfsvíg og er aukning frá árinu 2010. Fleiri drengir en stúlkur eru á skrá yfir dauðsföll vegna sjálfsvíga á aldrinum 16-20 ára. Hlutfall drengja sem gera tilraun til sjálfsvígs er stöðugt á meðan hlutfall stúlkna hefur aukist úr 9% árið 2000 í 12% árið 2016 eins og fram kemur í ofannefndri skýrslu. Þetta er kjaftshögg fyrir okkur öll. Í ljósi þessara upplýsinga er ljóst að staða margra barna er ekki góð hvað varðar andlega líðan. Orsakir geta verið fjölmargar og margslungnar og verða ekki reifaðar hér. Til að ná utan um svo viðamikið vandamál þarf ríki og borg að vinna saman. En á vettvangi borgarinnar er hægt að gera betur bæði á sviði forvarna og aðgengi barna að sálfræðingum þarf að vera miklu betra. Við eigum að geta gert kröfu um að börn hafi biðlistalaust aðgengi að sálfræðingum á vegum borgarinnar. Enda þótt sálfræðingar séu hluti af þverfaglegu teymi skólaþjónustunnar ættu þeir engu að síður að geta haft aðsetur í skólunum. Hlutverk þjónustumiðstöðva er mikilvægt t.d. til að tryggja jafnræði ýmissa verkefna milli hverfa. Milliganga þeirra milli skóla og skólasálfræðinga hefur hins vegar gert það að verkum að aðgengi að sálfræðingunum er lakara og líkur á að biðlistar myndist þar af leiðandi meiri. Fyrir börnin og foreldrana skiptir sýnileiki sálfræðinga og aðgengi að þeim mestu máli. Börnin og foreldrar þeirra þurfa að þekkja skólasálfræðinginn, vita hvar hann er að finna og vita að þau geti leitað til hans með skömmum fyrirvara og jafnvel fyrirvaralaust. Með því að sálfræðingar hafi aðsetur í skólunum geta þeir unnið þéttar með námsráðgjafa og skólahjúkrunarfræðingi. Saman geta þessir fagaðilar myndað öflugt teymi sem sinnir forvarnarstarfi og verið til taks fyrir börnin, starfsfólkið og foreldrana allt eftir atvikum og þörfum. Barn sem þarf að bíða lengi eftir þjónustu fagaðila eða fær ekki aðstoð við hæfi er í mun meiri áhættu með að grípa til örþrifaráða eins og sjálfskaða og jafnvel sjálfsvígstilraunar. Slakt aðgengi að fagþjónustu getur kostað líf.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar