Þráttað um vernd lögaðila gegn endurtekinni málsmeðferð Jóhann Óli Eiðsson skrifar 15. september 2018 07:45 Málflutningur fór fram í Hæstarétti á þriðjudag og mun dómur liggja fyrir á næstu vikum. Vísir/Eyþór Deilt var um það í málflutningi í Hæstarétti í vikunni hvort lögaðilar njóti verndar ákvæðis mannréttindasáttmála Evrópu (MSE) sem kveður á um bann við endurtekinni málsmeðferð. Lengi hefur það tíðkast í íslenskum rétti að refsing við skattalagabrotum sé tvöföld, það er annars vegar sekt eða álag sem mönnum er gert að greiða hjá skattayfirvöldum og hins vegar rekstur sakamáls fyrir dómstólum. Með tveimur dómum Mannréttindadómstóls Evrópu (MDE), í fyrsta lagi í máli gegn Noregi árið 2016 og öðru lagi í máli Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Tryggva Jónssonar, var því slegið föstu að ákvæði MSE útilokaði ekki að fjallað væri um brot í tveimur aðskildum málum að ákveðnum skilyrðum fullnægðum. Síðasta haust kvað Hæstiréttur upp dóm þar sem kveðið var á um hvaða skilyrði þyrftu að vera uppfyllt til að slíkt væri heimilt. Síðan þá hafa verið kveðnir upp dómar og frávísunarúrskurðir í héraði og Landsrétti á grundvelli þess dóms. Málið sem flutt var í Hæstarétti í vikunni er slíkt mál. Í Landsrétti í maí var kveðinn upp dómur í máli ákæruvaldsins gegn fjórum félögum og framkvæmdastjóra þeirra en virðisaukaskattskýrslum fyrir árið 2011 var ekki skilað af þeirra hálfu. Niðurstaða Landsréttar var sú að þætti félaganna fjögurra var vísað frá dómi vegna endurtekinnar málsmeðferðar í andstöðu við MSE. Framkvæmdastjórinn var dæmdur í átta mánaða fangelsi og til greiðslu 16,4 milljóna sektar þar sem þáttur hans hafði ekki verið til skoðunar á stjórnsýslustigi.Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari.Ríkissaksóknari sótti um kæruleyfi til Hæstaréttar til að fá frávísunina endurskoðaða. Er sú krafa byggð á tvenns konar rökum. Annars vegar á því að í þessu máli sé um virðisaukaskatt að ræða en ekki tekjuskatt líkt og í dómi Hæstaréttar frá síðasta hausti. Í lögum um tekjuskatt sé veitt heimild til að leggja álag á skattstofn sé ekki talið fram innan tilskilins frests eða ef annmarkar eru á skattframtali. Framkvæmdin í virðisaukaskattsmálum sé allt öðruvísi. Þar leggist eitt prósent álag á fyrir hvern dag sem skil dragast, þó að hámarki tíu prósent. „Það álag er lagt sjálfkrafa á af tölvu og því kemur í raun ekki til ákvörðunar þar um,“ sagði Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari í málflutningsræðu sinni. Álag samkvæmt virðisaukaskattslögum beri því einkenni dráttarvaxta en ekki refsiákvörðunar. Hin rök ákæruvaldsins snúa að því að ekki sé ljóst hvort lögaðilar njóti þeirrar verndar sem kveðið er á um í umræddu ákvæði MSE. Málið hafi verið kært til Hæstaréttar til að fá úr því skorið. „MSE er að stórum hluta þögull um lögaðila og mörg réttindi sáttmálans eru þess eðlis að lögaðilar geti notið þeirra,“ sagði Helgi. „Félög geta illa látið sér líða illa yfir því hvort þau hafi fengið tvöfalda málsmeðferð eður ei.“ Björgvin Þorsteinsson, verjandi félaganna fjögurra, vísaði á móti í Ne bis im idem, rit Róberts Spanó dómara við MDE, þar sem segir að óumdeilt sé að lögaðilar njóti þessarar verndar. Einnig gerði hann að umræðuefni ójafnvægi sem hann telur felast í því að ákæruvaldið hafi fengið samþykkt kæruleyfi vegna frávísunarinnar en ekki hafi verið fallist á áfrýjunarleyfi vegna efnisdómsins. Skjólstæðingi hans sé líklega sá kostur nauðugur að leita til MDE vegna þessa. Dómur Hæstaréttar er væntanlegur á næstu vikum. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Fleiri fréttir Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum Sjá meira
Deilt var um það í málflutningi í Hæstarétti í vikunni hvort lögaðilar njóti verndar ákvæðis mannréttindasáttmála Evrópu (MSE) sem kveður á um bann við endurtekinni málsmeðferð. Lengi hefur það tíðkast í íslenskum rétti að refsing við skattalagabrotum sé tvöföld, það er annars vegar sekt eða álag sem mönnum er gert að greiða hjá skattayfirvöldum og hins vegar rekstur sakamáls fyrir dómstólum. Með tveimur dómum Mannréttindadómstóls Evrópu (MDE), í fyrsta lagi í máli gegn Noregi árið 2016 og öðru lagi í máli Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Tryggva Jónssonar, var því slegið föstu að ákvæði MSE útilokaði ekki að fjallað væri um brot í tveimur aðskildum málum að ákveðnum skilyrðum fullnægðum. Síðasta haust kvað Hæstiréttur upp dóm þar sem kveðið var á um hvaða skilyrði þyrftu að vera uppfyllt til að slíkt væri heimilt. Síðan þá hafa verið kveðnir upp dómar og frávísunarúrskurðir í héraði og Landsrétti á grundvelli þess dóms. Málið sem flutt var í Hæstarétti í vikunni er slíkt mál. Í Landsrétti í maí var kveðinn upp dómur í máli ákæruvaldsins gegn fjórum félögum og framkvæmdastjóra þeirra en virðisaukaskattskýrslum fyrir árið 2011 var ekki skilað af þeirra hálfu. Niðurstaða Landsréttar var sú að þætti félaganna fjögurra var vísað frá dómi vegna endurtekinnar málsmeðferðar í andstöðu við MSE. Framkvæmdastjórinn var dæmdur í átta mánaða fangelsi og til greiðslu 16,4 milljóna sektar þar sem þáttur hans hafði ekki verið til skoðunar á stjórnsýslustigi.Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari.Ríkissaksóknari sótti um kæruleyfi til Hæstaréttar til að fá frávísunina endurskoðaða. Er sú krafa byggð á tvenns konar rökum. Annars vegar á því að í þessu máli sé um virðisaukaskatt að ræða en ekki tekjuskatt líkt og í dómi Hæstaréttar frá síðasta hausti. Í lögum um tekjuskatt sé veitt heimild til að leggja álag á skattstofn sé ekki talið fram innan tilskilins frests eða ef annmarkar eru á skattframtali. Framkvæmdin í virðisaukaskattsmálum sé allt öðruvísi. Þar leggist eitt prósent álag á fyrir hvern dag sem skil dragast, þó að hámarki tíu prósent. „Það álag er lagt sjálfkrafa á af tölvu og því kemur í raun ekki til ákvörðunar þar um,“ sagði Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari í málflutningsræðu sinni. Álag samkvæmt virðisaukaskattslögum beri því einkenni dráttarvaxta en ekki refsiákvörðunar. Hin rök ákæruvaldsins snúa að því að ekki sé ljóst hvort lögaðilar njóti þeirrar verndar sem kveðið er á um í umræddu ákvæði MSE. Málið hafi verið kært til Hæstaréttar til að fá úr því skorið. „MSE er að stórum hluta þögull um lögaðila og mörg réttindi sáttmálans eru þess eðlis að lögaðilar geti notið þeirra,“ sagði Helgi. „Félög geta illa látið sér líða illa yfir því hvort þau hafi fengið tvöfalda málsmeðferð eður ei.“ Björgvin Þorsteinsson, verjandi félaganna fjögurra, vísaði á móti í Ne bis im idem, rit Róberts Spanó dómara við MDE, þar sem segir að óumdeilt sé að lögaðilar njóti þessarar verndar. Einnig gerði hann að umræðuefni ójafnvægi sem hann telur felast í því að ákæruvaldið hafi fengið samþykkt kæruleyfi vegna frávísunarinnar en ekki hafi verið fallist á áfrýjunarleyfi vegna efnisdómsins. Skjólstæðingi hans sé líklega sá kostur nauðugur að leita til MDE vegna þessa. Dómur Hæstaréttar er væntanlegur á næstu vikum.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Fleiri fréttir Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels