Innlent

Fangelsi fyrir nauðgun á Írskum dögum staðfest í Landsrétti

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Landsréttur hefur staðfest áframhaldandi gæsluvarðhald yfir manni sem grunaður er um gróf kynferðisbrot á börnum.
Landsréttur hefur staðfest áframhaldandi gæsluvarðhald yfir manni sem grunaður er um gróf kynferðisbrot á börnum. Vísir/ernir
Landsréttur staðfesti í dag tveggja og hálfs árs fangelsisdóm Héraðsdóms Vesturlands yfir karlmanni á fertugsaldri, Eldin Soko, fyrir að nauðga konu á Akranesi í júlí í fyrra. Þá var Soko gert að greiða þolandanum 1,5 milljónir króna í miskabætur.

Soko, sem er makedónskur ríkisborgari, nauðgaði konunni á Írskum dögum á Akranesi, aðfararnótt 1. júlí 2017. Var honum gefið að sök að hafa samræði og önnur kynferðismök við konuna gegn hennar vilja og að hafa nýtt sér yfirburðastöðu sína gagnvart henni, sem ekki gat veitt honum mótspyrnu vegna ölvunarástands.

Í dómi héraðsdóms segir jafnframt að Soko hafi fundið konuna ælandi og liggjandi á innkeyrslu við heimili hans og tekið hana inn í húsið. Hann hafi klætt stúlkuna úr öllum fötunum og nauðgað henni.

Soko hefur sætt farbanni á meðan málið var til meðferðar. Hann krafðist sýknu fyrir Landsrétti auk þess sem hann krafðist þess að einkaréttarkröfu verði vísað frá.

Eins og áður sagði var dómur héraðsdóms yfir Soko staðfestur. Honum var einnig gert að greiða tæpar þrjár milljónir króna í málskostnað.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×