Fagmennska og gæði í ferðaþjónustu Halldóra Gyða Matthíasdóttir Proppé skrifar 12. september 2018 07:00 Íslensk ferðaþjónusta hefur vaxið og dafnað á alla vegu undanfarin ár. Ekki bara þegar kemur að fjölda ferðamanna og gjaldeyristekjum. Ferðaþjónusta sem atvinnugrein hefur líka eflst þegar kemur að þjónustu við okkar góðu gesti sem sækja Ísland heim. Um land allt starfa metnaðarfull fyrirtæki sem daglega taka á móti ferðamönnum hvort heldur sem er í afþreyingu, í skipulagðar ferðir, í mat eða gistingu. Upplifun ferðamanna er enda mjög góð, en hún er síður en svo sjálfsögð. Í nýjum Ferðamannapúlsi sem Gallup heldur úti í samstarfi við Isavia og Ferðamálastofu og birtur var fyrr í sumar mældist heildarupplifun ferðamanna 83,4%, eða tæpum 2% meiri en á sama tíma í fyrra. Ferðamannapúlsinn byggir á spurningum sem snúa að heildaránægju ferðamanna, hvort ferðin var peninganna virði, uppfyllti væntingar, líkur á meðmælum og gestrisni okkar heimamanna. Íslendingar hafa alla tíð verið góðir gestgjafar og hafa gestrisni og jákvæðni einkennt viðhorf okkar til ferðamanna. Það er því ánægjulegt að sjá að í nýrri könnun MMR sem framkvæmd var fyrir Ferðamálastofu og birt var á dögunum kom fram að 68% landsmanna eru jákvæðir gagnvart erlendum ferðamönnum, samanborið við 64% í fyrra. Við sem störfum í ferðaþjónustu verðum að halda áfram að vanda okkur á öllum stigum, bæði gagnvart okkar góðu gestum og ekki síður heimamönnum. Ferðaþjónusta á Íslandi er ekki eins og síldarævintýri. Hún er komin til að vera sem stöndug heilsársatvinnugrein. Við verðum að hafa fagmennsku og gæði að leiðarljósi í uppbyggingu ferðaþjónustunnar til framtíðar. Þá hefur verið frábært að fylgjast með uppbyggingu í ferðaþjónustu á undanförnum árum sem nýtist bæði ferðamönnum og ekki síður heimamönnum. Mikið nýsköpunarstarf á sér stað og er nú hægt að ganga inn í jökla, síga niður í eldfjöll, borða mat á heimsmælikvarða, baða sig í náttúrulegum heilsulindum og fara í skipulagðar ferðir um land allt þar sem virðing er borin fyrir náttúru og sögu. Hér er þó alls ekki um tæmandi upptalningu að ræða. Ferðaþjónustan hefur þannig eflt byggðarlög um allt land ásamt því að styðja við aðrar atvinnugreinar. Svo er hún líka bara svo skemmtileg. Ef við höfum fagmennsku og gæði ávallt að leiðarljósi þá er framtíð ferðaþjónustunnar björt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Leysum heimatilbúin vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson Skoðun Við þurfum að tala sama Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúin vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala sama Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Mjóddin og pólitík pírata Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir skrifar Sjá meira
Íslensk ferðaþjónusta hefur vaxið og dafnað á alla vegu undanfarin ár. Ekki bara þegar kemur að fjölda ferðamanna og gjaldeyristekjum. Ferðaþjónusta sem atvinnugrein hefur líka eflst þegar kemur að þjónustu við okkar góðu gesti sem sækja Ísland heim. Um land allt starfa metnaðarfull fyrirtæki sem daglega taka á móti ferðamönnum hvort heldur sem er í afþreyingu, í skipulagðar ferðir, í mat eða gistingu. Upplifun ferðamanna er enda mjög góð, en hún er síður en svo sjálfsögð. Í nýjum Ferðamannapúlsi sem Gallup heldur úti í samstarfi við Isavia og Ferðamálastofu og birtur var fyrr í sumar mældist heildarupplifun ferðamanna 83,4%, eða tæpum 2% meiri en á sama tíma í fyrra. Ferðamannapúlsinn byggir á spurningum sem snúa að heildaránægju ferðamanna, hvort ferðin var peninganna virði, uppfyllti væntingar, líkur á meðmælum og gestrisni okkar heimamanna. Íslendingar hafa alla tíð verið góðir gestgjafar og hafa gestrisni og jákvæðni einkennt viðhorf okkar til ferðamanna. Það er því ánægjulegt að sjá að í nýrri könnun MMR sem framkvæmd var fyrir Ferðamálastofu og birt var á dögunum kom fram að 68% landsmanna eru jákvæðir gagnvart erlendum ferðamönnum, samanborið við 64% í fyrra. Við sem störfum í ferðaþjónustu verðum að halda áfram að vanda okkur á öllum stigum, bæði gagnvart okkar góðu gestum og ekki síður heimamönnum. Ferðaþjónusta á Íslandi er ekki eins og síldarævintýri. Hún er komin til að vera sem stöndug heilsársatvinnugrein. Við verðum að hafa fagmennsku og gæði að leiðarljósi í uppbyggingu ferðaþjónustunnar til framtíðar. Þá hefur verið frábært að fylgjast með uppbyggingu í ferðaþjónustu á undanförnum árum sem nýtist bæði ferðamönnum og ekki síður heimamönnum. Mikið nýsköpunarstarf á sér stað og er nú hægt að ganga inn í jökla, síga niður í eldfjöll, borða mat á heimsmælikvarða, baða sig í náttúrulegum heilsulindum og fara í skipulagðar ferðir um land allt þar sem virðing er borin fyrir náttúru og sögu. Hér er þó alls ekki um tæmandi upptalningu að ræða. Ferðaþjónustan hefur þannig eflt byggðarlög um allt land ásamt því að styðja við aðrar atvinnugreinar. Svo er hún líka bara svo skemmtileg. Ef við höfum fagmennsku og gæði ávallt að leiðarljósi þá er framtíð ferðaþjónustunnar björt.
Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson Skoðun
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar
Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar
Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson Skoðun
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun