Að bíða eða borga í tvöföldu heilbrigðiskerfi Þórarinn Guðnason skrifar 12. september 2018 07:00 Í viðtali við Kastljós í síðustu viku varð heilbrigðisráðherra tíðrætt um nauðsyn þess að efla „opinbera heilbrigðiskerfið“ með því að færa þjónustu sjálfstætt starfandi sérfræðilækna með handafli inn á ríkisreknar stofnanir. Um leið festir hún enn frekar í sessi það tvöfalda heilbrigðiskerfi sem ekkert okkar vill en er engu að síður að skjóta hér rótum. Ofurtrú á einokandi ríkisrekstri er ekki einungis afturhvarf til fortíðar heldur um leið ávísun á hærri kostnað, lengri biðlista, atgervisflótta úr landinu og lakari þjónustu. Ráðherrann er augljóslega á rangri leið. Hún trúir því varla einu sinni sjálf að sérfræðilæknar á samningi við Sjúkratryggingar Íslands séu ekki hluti af opinbera heilbrigðiskerfinu. Hið rétta er að einungis þeir sérfræðilæknar sem ráðherra heldur með járnhanska utan samningsins eru um leið utan hins opinbera kerfis. En það er ákvörðun ráðherra og einskis annars að halda þeim þar og sjúklingum þeirra utan sjúkratrygginga. Í heilbrigðiskerfi sem talið er vera í allra fremstu röð í heiminum. Kerfi sem ráðherranum finnst lífsnauðsynlegt að stokka upp og ríkisvæða sem mest hann má. Sjúklingar á Íslandi, skjólstæðingar íslensku heilbrigðisþjónustunnar, borga úr eigin vasa stærri hluta af lækniskostnaði en sjúklingar í nágrannalöndunum. Nýtt greiðsluþátttökukerfi mismunar sjúklingum í þá átt sem síst skyldi því öryrkjar, ellilífeyrisþegar og barnafjölskyldur borga nú meira en áður fyrir læknisþjónustu þó að aðrir hópar og fjársterkari borgi nú minna. Ýmsir vara við ástandinu en stjórnvöld hlusta ekki heldur skella við skollaeyrum og afneita staðreyndum. Þetta er grunnur tvöfalds heilbrigðiskerfis. Sjúklingar með Parkinson-sjúkdóm fá ekki þjónustu í tíma. Biðtími er hálft ár og sjúklingar þjást. Ungur taugalæknir fær samt ekki samning við SÍ. Hún hefur nú opnað stofu án samnings við Sjúkratryggingar. Þrátt fyrir skýrslu landlæknis um æpandi þörf fyrir þjónustu taugalækna neitar ráðherrann henni um aðgang að samningi sérfræðilækna og Sjúkratrygginga Íslands. Fráfarandi forstjóri SÍ telur að jafnvel sé um lögbrot hjá ráðherranum að ræða. Þeir sem hafa á því efni borga sjálfir reikninginn að fullu og komast fram fyrir raðirnar. Hinir efnaminni mega bíða áfram í 6 mánuði. Það er tvöfalt heilbrigðiskerfi. Hjartasjúklingar bíða mánuðum saman eftir tíma, enda hafa fjórir hjartalæknar hætt nýverið á stofu. Ungur hjartalæknir fær ekki samning en opnar samt stofu og hefur í bráðum ár sinnt þeim sem geta borgað allt sjálfir. Hjartasjúklingar sem ekki hafa efni á því bíða áfram. Þetta er tvöfalt heilbrigðiskerfi. Biðtími gigtarsjúklinga er allt að eitt ár og gigtarlæknir hefur á sama hátt opnað stofu án aðkomu SÍ. Viðskiptavinir hans greiða þjónustuna fullu verði. Þeir sem ekki hafa ráð á því sitja hjá. Að bíða eða borga – það er tvöfalt heilbrigðiskerfi. Vegna langs biðtíma í ríkisrekna kerfinu hafa sextíu sjúklingar keypt liðskiptaaðgerð á klínik hér innanlands fyrir eina milljón króna án aðstoðar frá sjúkratryggingum landsmanna. Lögum samkvæmt skapast réttur hjá sjúklingum til einkarekinna úrræða á kostnað ríkisins ef biðtími eftir aðgerð er lengri en þrír mánuðir. En sú trygging gildir bara ef aðgerðin er framkvæmd erlendis. Ríkið tekur á sig a.m.k. tvöfaldan kostnað miðað við aðgerðir innanlands og óþægindi sjúklingsins vegna langra ferðalaga og fjarveru eru að auki veruleg. Þeir sem ekki eiga milljón kveljast á biðlista eins og þeir sem ekki komast utan af ýmsum ástæðum. Þeir upplifa sársauka tvöfalda heilbrigðiskerfisins. Nýtt íþyngjandi tilvísanakerfi fyrir börn skiptir hina efnameiri litlu máli. Foreldrarnir kaupa þjónustu sérfræðilækna án þess að sækja tilvísun og borga fullt verð. Hinir fara í biðröð eftir tilvísun og fá þjónustu seinna, þegar kerfinu hentar. Mismunun barna svíður mest af öllu. Svona er hið tvöfalda heilbrigðiskerfi. Rammasamningur SÍ við sérfræðilækna rennur út eftir fjóra mánuði. Enginn veit hvað tekur við. Sérfræðilæknar verða þá allir að veita þjónustuna utan samnings eins og taugalæknirinn, hjartalæknirinn og gigtarlæknirinn. Þeir efnameiri greiða þá fullt verð. Heimsóknirnar á ári eru 500 þúsund. Þá fullkomnast tvöfalda heilbrigðiskerfið. Í stað þess að sérfræðiþjónustan haldi áfram að vera hluti opinbera kerfisins eins og hingað til, verða hinir efnaminni að leita ásjár hjá fjölskyldu, góðgerðarsamtökum, sjúkrasjóðum eða öðrum. Slíkt bakland hafa þeir verst settu ekki endilega, öryrkjar, aldraðir og fátækir. Þeir verða áfram út undan. Út undan í tvöfalda heilbrigðiskerfinu. Heilbrigðisráðherrar hafa staldrað stutt við undanfarið og með hverjum skiptum hafa komið breytt viðhorf, jafnvel kollsteypur. Enginn friður hefur verið og það staðið framförum fyrir þrifum. Heilbrigðiskerfið er okkar fjöregg og þarf ekki á slíku að halda heldur samhljómi og langtímastefnu sem flestir geta sameinast um. Við hvorki viljum né þurfum tvöfalt heilbrigðiskerfi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Mest lesið Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen Skoðun Af töppum Einar Bárðarson Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir Skoðun Áslaug Arna - minn formaður Katrín Atladóttir Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – II – ákvörðun launa Pétur Henry Petersen Skoðun VR og við sem erum miðaldra Halla Gunnarsdóttir Skoðun Samræmd próf jafna stöðuna Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson skrifar Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um akademískt frelsi Björn Þorsteinsson skrifar Skoðun Samræmd próf jafna stöðuna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun VR og við sem erum miðaldra Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna - minn formaður Katrín Atladóttir skrifar Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – II – ákvörðun launa Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Djarfar áherslur – sterkara VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Af töppum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Sjá meira
Í viðtali við Kastljós í síðustu viku varð heilbrigðisráðherra tíðrætt um nauðsyn þess að efla „opinbera heilbrigðiskerfið“ með því að færa þjónustu sjálfstætt starfandi sérfræðilækna með handafli inn á ríkisreknar stofnanir. Um leið festir hún enn frekar í sessi það tvöfalda heilbrigðiskerfi sem ekkert okkar vill en er engu að síður að skjóta hér rótum. Ofurtrú á einokandi ríkisrekstri er ekki einungis afturhvarf til fortíðar heldur um leið ávísun á hærri kostnað, lengri biðlista, atgervisflótta úr landinu og lakari þjónustu. Ráðherrann er augljóslega á rangri leið. Hún trúir því varla einu sinni sjálf að sérfræðilæknar á samningi við Sjúkratryggingar Íslands séu ekki hluti af opinbera heilbrigðiskerfinu. Hið rétta er að einungis þeir sérfræðilæknar sem ráðherra heldur með járnhanska utan samningsins eru um leið utan hins opinbera kerfis. En það er ákvörðun ráðherra og einskis annars að halda þeim þar og sjúklingum þeirra utan sjúkratrygginga. Í heilbrigðiskerfi sem talið er vera í allra fremstu röð í heiminum. Kerfi sem ráðherranum finnst lífsnauðsynlegt að stokka upp og ríkisvæða sem mest hann má. Sjúklingar á Íslandi, skjólstæðingar íslensku heilbrigðisþjónustunnar, borga úr eigin vasa stærri hluta af lækniskostnaði en sjúklingar í nágrannalöndunum. Nýtt greiðsluþátttökukerfi mismunar sjúklingum í þá átt sem síst skyldi því öryrkjar, ellilífeyrisþegar og barnafjölskyldur borga nú meira en áður fyrir læknisþjónustu þó að aðrir hópar og fjársterkari borgi nú minna. Ýmsir vara við ástandinu en stjórnvöld hlusta ekki heldur skella við skollaeyrum og afneita staðreyndum. Þetta er grunnur tvöfalds heilbrigðiskerfis. Sjúklingar með Parkinson-sjúkdóm fá ekki þjónustu í tíma. Biðtími er hálft ár og sjúklingar þjást. Ungur taugalæknir fær samt ekki samning við SÍ. Hún hefur nú opnað stofu án samnings við Sjúkratryggingar. Þrátt fyrir skýrslu landlæknis um æpandi þörf fyrir þjónustu taugalækna neitar ráðherrann henni um aðgang að samningi sérfræðilækna og Sjúkratrygginga Íslands. Fráfarandi forstjóri SÍ telur að jafnvel sé um lögbrot hjá ráðherranum að ræða. Þeir sem hafa á því efni borga sjálfir reikninginn að fullu og komast fram fyrir raðirnar. Hinir efnaminni mega bíða áfram í 6 mánuði. Það er tvöfalt heilbrigðiskerfi. Hjartasjúklingar bíða mánuðum saman eftir tíma, enda hafa fjórir hjartalæknar hætt nýverið á stofu. Ungur hjartalæknir fær ekki samning en opnar samt stofu og hefur í bráðum ár sinnt þeim sem geta borgað allt sjálfir. Hjartasjúklingar sem ekki hafa efni á því bíða áfram. Þetta er tvöfalt heilbrigðiskerfi. Biðtími gigtarsjúklinga er allt að eitt ár og gigtarlæknir hefur á sama hátt opnað stofu án aðkomu SÍ. Viðskiptavinir hans greiða þjónustuna fullu verði. Þeir sem ekki hafa ráð á því sitja hjá. Að bíða eða borga – það er tvöfalt heilbrigðiskerfi. Vegna langs biðtíma í ríkisrekna kerfinu hafa sextíu sjúklingar keypt liðskiptaaðgerð á klínik hér innanlands fyrir eina milljón króna án aðstoðar frá sjúkratryggingum landsmanna. Lögum samkvæmt skapast réttur hjá sjúklingum til einkarekinna úrræða á kostnað ríkisins ef biðtími eftir aðgerð er lengri en þrír mánuðir. En sú trygging gildir bara ef aðgerðin er framkvæmd erlendis. Ríkið tekur á sig a.m.k. tvöfaldan kostnað miðað við aðgerðir innanlands og óþægindi sjúklingsins vegna langra ferðalaga og fjarveru eru að auki veruleg. Þeir sem ekki eiga milljón kveljast á biðlista eins og þeir sem ekki komast utan af ýmsum ástæðum. Þeir upplifa sársauka tvöfalda heilbrigðiskerfisins. Nýtt íþyngjandi tilvísanakerfi fyrir börn skiptir hina efnameiri litlu máli. Foreldrarnir kaupa þjónustu sérfræðilækna án þess að sækja tilvísun og borga fullt verð. Hinir fara í biðröð eftir tilvísun og fá þjónustu seinna, þegar kerfinu hentar. Mismunun barna svíður mest af öllu. Svona er hið tvöfalda heilbrigðiskerfi. Rammasamningur SÍ við sérfræðilækna rennur út eftir fjóra mánuði. Enginn veit hvað tekur við. Sérfræðilæknar verða þá allir að veita þjónustuna utan samnings eins og taugalæknirinn, hjartalæknirinn og gigtarlæknirinn. Þeir efnameiri greiða þá fullt verð. Heimsóknirnar á ári eru 500 þúsund. Þá fullkomnast tvöfalda heilbrigðiskerfið. Í stað þess að sérfræðiþjónustan haldi áfram að vera hluti opinbera kerfisins eins og hingað til, verða hinir efnaminni að leita ásjár hjá fjölskyldu, góðgerðarsamtökum, sjúkrasjóðum eða öðrum. Slíkt bakland hafa þeir verst settu ekki endilega, öryrkjar, aldraðir og fátækir. Þeir verða áfram út undan. Út undan í tvöfalda heilbrigðiskerfinu. Heilbrigðisráðherrar hafa staldrað stutt við undanfarið og með hverjum skiptum hafa komið breytt viðhorf, jafnvel kollsteypur. Enginn friður hefur verið og það staðið framförum fyrir þrifum. Heilbrigðiskerfið er okkar fjöregg og þarf ekki á slíku að halda heldur samhljómi og langtímastefnu sem flestir geta sameinast um. Við hvorki viljum né þurfum tvöfalt heilbrigðiskerfi.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson Skoðun