Krakkafréttir Þórarinn Þórarinsson skrifar 28. september 2018 07:00 Margt skrýtið býr í hausum fólksins sem heldur til í ysta hægra horni tilverunnar. Hnattræn hlýnun er blekking, Donald Trump er æði, Ísraelar eru ætíð í rétti með öll sín fólskuverk í Palestínu og borgarlínan er hraðbraut til helvítis. Af því bara. Þessir handhafar sannleikans fóru á háa c-ið nýlega í sameiginlegu móðursýkiskasti yfir Krakkafréttum RÚV. Þar er hvert tækifæri nýtt til þess að eitra huga barnanna okkar; innræta þeim gyðingahatur og ljúga að þeim að Trump sé skrýtinn kjáni. Hvað nákvæmlega er að því að fréttir eru gerðar börnum aðgengilegar? Í versta falli kennir þessi sakleysislegi dagskrárliður börnum að fylgjast með veröldinni í kringum sig. Velta hlutum fyrir sér, hugsa og spyrja. Sennilega hatar þetta fólk bara gagnrýna hugsun meira en allt annað. Krakkar eru engin fífl eins og foreldrar Ara, hvers spurningum var erfitt að svara, geta staðfest. Getur verið að krakkafréttahatararnir nenni einfaldlega ekki að ræða við börnin sín? Ég og vinir mínir máttum gera okkur „fullorðinsfréttir“ að góðu. Nutum þess samt að foreldrar okkar og kennarar töluðu við okkur og það fyrsta sem okkur var kennt var að trúa aldrei öllu í fréttunum. Fréttagláp getur tæplega skaðað nokkurt barn. Og þó. Ég var á barnsaldri þegar ég sagði alltaf „Nixon gerði það“ þegar ég var staðinn að skammarstrikum. Kannski tókst vondum vinstri mönnum að heilaþvo mig strax í bernsku? Svona í ljósi þess að Richard Nixon er samkvæmt þeim sem allt vita næstbesti forseti Bandaríkjanna á eftir Donald Trump. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þórarinn Þórarinsson Mest lesið Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Að henda bókum í börn Hildur Ýr Ísberg Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Aðferðarfræði til að auka áfallaþol þjóða Böðvar Tómasson Skoðun Þögnin í háskólanum Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Hafnarfjörður er leiðandi í jafnréttismálum Valdimar Víðisson Skoðun Hvernig borgarfulltrúar verðmeta tímann þinn Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir Skoðun Kartöflurnar eru of dýrar til að kasta í veiðiþjófa Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ljósið – samtök úti í bæ Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er heilbrigðisráðherra? Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun VR-félagar, ykkar er valið! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Laufey og brúin milli kynslóðanna Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Árangur skólanna, hvað veist þú um hann? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Kartöflurnar eru of dýrar til að kasta í veiðiþjófa Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Þögnin í háskólanum Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Neyðarkall frá Gaza: Svona getur þú hjálpað skrifar Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvíti stafur menningarinnar Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er leiðandi í jafnréttismálum Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Aðferðarfræði til að auka áfallaþol þjóða Böðvar Tómasson skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Hvernig borgarfulltrúar verðmeta tímann þinn Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Að henda bókum í börn Hildur Ýr Ísberg skrifar Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Ömmur án landamæra Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson skrifar Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks skrifar Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Sjá meira
Margt skrýtið býr í hausum fólksins sem heldur til í ysta hægra horni tilverunnar. Hnattræn hlýnun er blekking, Donald Trump er æði, Ísraelar eru ætíð í rétti með öll sín fólskuverk í Palestínu og borgarlínan er hraðbraut til helvítis. Af því bara. Þessir handhafar sannleikans fóru á háa c-ið nýlega í sameiginlegu móðursýkiskasti yfir Krakkafréttum RÚV. Þar er hvert tækifæri nýtt til þess að eitra huga barnanna okkar; innræta þeim gyðingahatur og ljúga að þeim að Trump sé skrýtinn kjáni. Hvað nákvæmlega er að því að fréttir eru gerðar börnum aðgengilegar? Í versta falli kennir þessi sakleysislegi dagskrárliður börnum að fylgjast með veröldinni í kringum sig. Velta hlutum fyrir sér, hugsa og spyrja. Sennilega hatar þetta fólk bara gagnrýna hugsun meira en allt annað. Krakkar eru engin fífl eins og foreldrar Ara, hvers spurningum var erfitt að svara, geta staðfest. Getur verið að krakkafréttahatararnir nenni einfaldlega ekki að ræða við börnin sín? Ég og vinir mínir máttum gera okkur „fullorðinsfréttir“ að góðu. Nutum þess samt að foreldrar okkar og kennarar töluðu við okkur og það fyrsta sem okkur var kennt var að trúa aldrei öllu í fréttunum. Fréttagláp getur tæplega skaðað nokkurt barn. Og þó. Ég var á barnsaldri þegar ég sagði alltaf „Nixon gerði það“ þegar ég var staðinn að skammarstrikum. Kannski tókst vondum vinstri mönnum að heilaþvo mig strax í bernsku? Svona í ljósi þess að Richard Nixon er samkvæmt þeim sem allt vita næstbesti forseti Bandaríkjanna á eftir Donald Trump.
Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar
Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar
Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun