Lítil dæmisaga Davíð Gíslason skrifar 28. september 2018 07:00 Af ákveðnu tilefni hafa gömul atvik komið upp í huga minn, frá því ég var ungur drengur vestur í Dýrafirði. Ég er yngstur níu systkina og á heimili mínu var afar gestkvæmt. Móðir mín hafði því í mörg horn að líta. Þrátt fyrir það var hún beðin að taka að sér miðaldra, þroskaheftan mann frá Þingeyri, sem orðið hafði fyrir einelti af unglingum og einstaka fullorðnum í þorpinu. Okkur systkinunum brá illa í brún þegar hann birtist eitt kvöldið með móður minni. Þetta breyttist þó fljótt og brátt var þessi nýi heimilismaður öllum hugljúfi og gleðigjafi. Hann gekk alltaf undir gælunafninu Dúddi. Hann var á óræðum aldri, hávaxinn og afar feitlaginn. Hann talaði tungumál, sem enginn annar talaði, og sem við vorum nokkrar vikur að tileinka okkur. Öll æðri tölfræði var honum ókunn og hann kunni skil á aðeins tveimur tölum. Því var hann að eigin sögn níu ára gamall og fimm pund að þyngd. Dúddi varð eins konar lukkutröll á bænum, sem allir sveitungarnir þekktu og umgengust eins og vin og félaga. Einn góður fjölskylduvinur, sem Dúddi hafði miklar mætur á, gerði það eitt sinn að gamni sínu að leggja á borðið fyrir framan hann tveggja krónu pening og fimm hundruð króna seðil og láta Dúdda velja hvort hann vildi heldur. Dúddi var fljótur að velja og hann tók túkallinn. Nokkru seinna, þegar nokkuð margmennt var á heimilinu, lagði sami maður tveggja krónu pening og fimm hundruð krónu seðil á borðið fyrir Dúdda og sagði að hann mætti eiga hvort tveggja. En svo dró hann stóran brjóstsykurspoka upp úr vasa sínum og sagði að Dúddi gæti fengið hann með því að borga hann, annaðhvort með peningnum eða seðlinum. Dúddi var skjótur til og rétti fram seðilinn og tók til sín sælgætispokann og peninginn og ljómaði af gleði, en viðstaddir hlógu hjartanlega, allir nema móðir mín, sem sagði að það væri ljótt að spila með aumingjann. Þetta tiltölulega lítilvæga atvik kom upp í huga minn eftir 65 ár, þegar ég las um þá ákvörðun heilbrigðisráðherra að senda sjúklinga með ónýta mjaðmaliði til útlanda í aðgerðir, þrátt fyrir þær þjáningar, sem það hlýtur að valda þeim, nýkomnum úr erfiðum aðgerðum, að þurfa að ferðast með flugvélum milli landa. Þetta gerir ráðherrann þótt kostnaður við aðgerðirnar sé þrisvar sinnum meiri erlendis, en ef þær væru gerðar á Íslandi, og ríkissjóður verður af skatttekjum, sem myndi svara til þriðjungs kostnaðarins væru aðgerðirnar gerðar hér heima. Þegar ráðherrann var spurður um þetta háttalag í Kastljósi útvarpsins þann 5. september síðastliðinn svaraði hann þáttarstjórnandanum: „Þú talar eins og ég sé með rassvasann fullan af peningum.“ Þarna virðist ráðherrann bera svipað skynbragð á peninga og Dúddi sem lagði ekkert verðgildi á þá peninga, sem honum áskotnuðust, en fannst túkallinn fallegri og fara betur í hendi. Þeir sem hafa vondan málstað að verja reyna oft að breiða yfir það með mælgi. Dúddi höndlaði með eigin peninga, en ráðherrann er að sólunda skattfé okkar borgaranna. Þar í liggur munurinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Skoðun Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Stefnum á að veita 1000 börnum innblástur fyrir framtíðina Dr. Bryony Mathew skrifar Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð skrifar Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson skrifar Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson skrifar Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Ég er íslensk – en samt séð sem eitthvað annað Sóley Lóa Smáradóttir skrifar Skoðun Hin yndislega aðlögun Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Sjá meira
Af ákveðnu tilefni hafa gömul atvik komið upp í huga minn, frá því ég var ungur drengur vestur í Dýrafirði. Ég er yngstur níu systkina og á heimili mínu var afar gestkvæmt. Móðir mín hafði því í mörg horn að líta. Þrátt fyrir það var hún beðin að taka að sér miðaldra, þroskaheftan mann frá Þingeyri, sem orðið hafði fyrir einelti af unglingum og einstaka fullorðnum í þorpinu. Okkur systkinunum brá illa í brún þegar hann birtist eitt kvöldið með móður minni. Þetta breyttist þó fljótt og brátt var þessi nýi heimilismaður öllum hugljúfi og gleðigjafi. Hann gekk alltaf undir gælunafninu Dúddi. Hann var á óræðum aldri, hávaxinn og afar feitlaginn. Hann talaði tungumál, sem enginn annar talaði, og sem við vorum nokkrar vikur að tileinka okkur. Öll æðri tölfræði var honum ókunn og hann kunni skil á aðeins tveimur tölum. Því var hann að eigin sögn níu ára gamall og fimm pund að þyngd. Dúddi varð eins konar lukkutröll á bænum, sem allir sveitungarnir þekktu og umgengust eins og vin og félaga. Einn góður fjölskylduvinur, sem Dúddi hafði miklar mætur á, gerði það eitt sinn að gamni sínu að leggja á borðið fyrir framan hann tveggja krónu pening og fimm hundruð króna seðil og láta Dúdda velja hvort hann vildi heldur. Dúddi var fljótur að velja og hann tók túkallinn. Nokkru seinna, þegar nokkuð margmennt var á heimilinu, lagði sami maður tveggja krónu pening og fimm hundruð krónu seðil á borðið fyrir Dúdda og sagði að hann mætti eiga hvort tveggja. En svo dró hann stóran brjóstsykurspoka upp úr vasa sínum og sagði að Dúddi gæti fengið hann með því að borga hann, annaðhvort með peningnum eða seðlinum. Dúddi var skjótur til og rétti fram seðilinn og tók til sín sælgætispokann og peninginn og ljómaði af gleði, en viðstaddir hlógu hjartanlega, allir nema móðir mín, sem sagði að það væri ljótt að spila með aumingjann. Þetta tiltölulega lítilvæga atvik kom upp í huga minn eftir 65 ár, þegar ég las um þá ákvörðun heilbrigðisráðherra að senda sjúklinga með ónýta mjaðmaliði til útlanda í aðgerðir, þrátt fyrir þær þjáningar, sem það hlýtur að valda þeim, nýkomnum úr erfiðum aðgerðum, að þurfa að ferðast með flugvélum milli landa. Þetta gerir ráðherrann þótt kostnaður við aðgerðirnar sé þrisvar sinnum meiri erlendis, en ef þær væru gerðar á Íslandi, og ríkissjóður verður af skatttekjum, sem myndi svara til þriðjungs kostnaðarins væru aðgerðirnar gerðar hér heima. Þegar ráðherrann var spurður um þetta háttalag í Kastljósi útvarpsins þann 5. september síðastliðinn svaraði hann þáttarstjórnandanum: „Þú talar eins og ég sé með rassvasann fullan af peningum.“ Þarna virðist ráðherrann bera svipað skynbragð á peninga og Dúddi sem lagði ekkert verðgildi á þá peninga, sem honum áskotnuðust, en fannst túkallinn fallegri og fara betur í hendi. Þeir sem hafa vondan málstað að verja reyna oft að breiða yfir það með mælgi. Dúddi höndlaði með eigin peninga, en ráðherrann er að sólunda skattfé okkar borgaranna. Þar í liggur munurinn.
Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun
Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar
Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun
Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun