Dæmdur fyrir hótanir: „Stúta þessum læknabeljum“ Birgir Olgeirsson skrifar 26. september 2018 11:31 Héraðsdómur Reykjavíkur vísir/hanna Karlmaður hefur verið dæmdur í 60 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa hótað starfsfólki dýralækningastöðvar á höfuðborgarsvæðinu. Dómur í málinu féll í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær en maðurinn kenndi starfsmönnum um veikindi hunds síns og taldi það hafa brugðist skyldum sínum. Birti hann hótanir sínar gegn starfsfólkinu á Facebook-síðu sinni. Sagðist maðurinn í stöðuuppfærslum, sem hann ritaði árið 2016, ætla meðal annars að „stúta þessum læknabeljum“ og senda „5 sprautusjúklinga til að kveikja í þessar dýraníðsholu til að bjarga hinum dýrunum“. Maðurinn sagði að honum væri svo heitt í hamsi að hann sæi „JAIL TIME FRAMUNDAN, DREP ÞETTA HELVÍTIS PAKK OG ÞAÐ Í FYRRAMÁLIГ. Maðurinn sagðist jafnframt vera brotinn á líkama og sál og væri með „massiver“ hefndaraðgerðir í huga. „Ég er að fara kýla þessar kellingherfur og dýranyðinga í klessu og þetta er loforð, eg er brjalaður,“ skrifaði maðurinn einnig. Hann sagðist jafnframt vera undir áhrifum kókaíns og bætti við að hann ef einhver læknir myndi gera hundi hans mein þá myndi hann „kála“ honum á morgun. Við aðalmeðferð málsins sagðist maðurinn gera sér grein fyrir því að ummæli hans á Facebook hefðu getað valdið ótta hjá þeim sem þau lásu en hann hefði ekki áttað sig á því þegar hann setti þau fram á Facebook á sínum tíma. Sagðist hann ekki hafa verið undir áhrifum fíkniefna þegar hann ritaði ummælin og sagðist iðrast gjörða sinna. Auk fangelsisvistar þá var maðurinn dæmdur til að sæta upptöku á sjö ampúlum af lyfinu HCG-M 5000, sem er anabólískur steri óþekktrar tegundar, skammbyssu af gerðinni Zorak Mod 918, einu stykki riffli, einu stykki magasíni ætluðu fyrir riffil, einu stykki piparúða af gerðinni Manergy pepper spray og sjö pökkum af skotfærum. Dómsmál Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Innlent Fleiri fréttir Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Sjá meira
Karlmaður hefur verið dæmdur í 60 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa hótað starfsfólki dýralækningastöðvar á höfuðborgarsvæðinu. Dómur í málinu féll í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær en maðurinn kenndi starfsmönnum um veikindi hunds síns og taldi það hafa brugðist skyldum sínum. Birti hann hótanir sínar gegn starfsfólkinu á Facebook-síðu sinni. Sagðist maðurinn í stöðuuppfærslum, sem hann ritaði árið 2016, ætla meðal annars að „stúta þessum læknabeljum“ og senda „5 sprautusjúklinga til að kveikja í þessar dýraníðsholu til að bjarga hinum dýrunum“. Maðurinn sagði að honum væri svo heitt í hamsi að hann sæi „JAIL TIME FRAMUNDAN, DREP ÞETTA HELVÍTIS PAKK OG ÞAÐ Í FYRRAMÁLIГ. Maðurinn sagðist jafnframt vera brotinn á líkama og sál og væri með „massiver“ hefndaraðgerðir í huga. „Ég er að fara kýla þessar kellingherfur og dýranyðinga í klessu og þetta er loforð, eg er brjalaður,“ skrifaði maðurinn einnig. Hann sagðist jafnframt vera undir áhrifum kókaíns og bætti við að hann ef einhver læknir myndi gera hundi hans mein þá myndi hann „kála“ honum á morgun. Við aðalmeðferð málsins sagðist maðurinn gera sér grein fyrir því að ummæli hans á Facebook hefðu getað valdið ótta hjá þeim sem þau lásu en hann hefði ekki áttað sig á því þegar hann setti þau fram á Facebook á sínum tíma. Sagðist hann ekki hafa verið undir áhrifum fíkniefna þegar hann ritaði ummælin og sagðist iðrast gjörða sinna. Auk fangelsisvistar þá var maðurinn dæmdur til að sæta upptöku á sjö ampúlum af lyfinu HCG-M 5000, sem er anabólískur steri óþekktrar tegundar, skammbyssu af gerðinni Zorak Mod 918, einu stykki riffli, einu stykki magasíni ætluðu fyrir riffil, einu stykki piparúða af gerðinni Manergy pepper spray og sjö pökkum af skotfærum.
Dómsmál Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Innlent Fleiri fréttir Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Sjá meira