Dæmdur til öryggisgæslu á viðeigandi stofnun vegna tuga brota Jóhann Óli Eiðsson skrifar 24. september 2018 06:45 Frá réttargeðdeildinni á Kleppi. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Ungur karlmaður var í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir rúmri viku sakfelldur fyrir ríflega 20 brot. Þar á meðal voru þjófnaðir, líkamsárásir, umferðar-, vopna- og fíkniefnalagabrot. Maðurinn var sýknaður af refsikröfu ákæruvaldsins en dæmdur til að sæta öryggisgæslu á viðeigandi stofnun. Maðurinn var ákærður fyrir 24 brot og sakfelldur í öllum liðum nema einum. Sá sneri að óspektum á almannafæri en honum var gert að sök að hafa sökum ölvunar áreitt vegfarendur á Hverfisgötu. Einn slíkur gerði lögreglu viðvart og sagði manninn meðal annars hafa sparkað í hjólreiðamann. Vitnisburður þess nægði ekki til sakfellingar gegn neitun hans. Meðal þess sem hann var sakfelldur fyrir var líkamsárás á strætóbílstjóra í Borgarnesi í maí 2018, líkamsárás gegn ókunnugum manni fyrir utan Ölver í sama mánuði og líkamsárás fyrir utan Ölsmiðjuna í ágúst 2017. Að auki var hann sakfelldur fyrir tvær líkamsárásir, aðra á Subway á Laugavegi og hina fyrir utan skemmtistað. Geðlæknir var fenginn til að meta ástand mannsins. Í mati hans kom fram að maðurinn hefði reglulega legið inni á geðdeild undanfarin ár þar sem hann hafði meðal annars veist að starfsfólki og öðrum sjúklingum. Hann hefði miklar aðsóknarranghugmyndir. Óvíst væri hvort þær stöfuðu af langvarandi neyslu eða hvort um undirliggjandi geðrofssjúkdóm væri að ræða. Að mati dómsins var maðurinn alls ófær um að stjórna gerðum sínum á þeim tíma sem brotin voru framin og var hann því sýknaður af refsikröfu. Maðurinn var dæmdur til að greiða fórnarlömbum sínum alls rúmlega 1,6 milljónir í skaða- og miskabætur. Allur sakarkostnaður málsins, tæpar 3,8 milljónir, greiðist úr ríkissjóði. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Fleiri fréttir Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Sjá meira
Ungur karlmaður var í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir rúmri viku sakfelldur fyrir ríflega 20 brot. Þar á meðal voru þjófnaðir, líkamsárásir, umferðar-, vopna- og fíkniefnalagabrot. Maðurinn var sýknaður af refsikröfu ákæruvaldsins en dæmdur til að sæta öryggisgæslu á viðeigandi stofnun. Maðurinn var ákærður fyrir 24 brot og sakfelldur í öllum liðum nema einum. Sá sneri að óspektum á almannafæri en honum var gert að sök að hafa sökum ölvunar áreitt vegfarendur á Hverfisgötu. Einn slíkur gerði lögreglu viðvart og sagði manninn meðal annars hafa sparkað í hjólreiðamann. Vitnisburður þess nægði ekki til sakfellingar gegn neitun hans. Meðal þess sem hann var sakfelldur fyrir var líkamsárás á strætóbílstjóra í Borgarnesi í maí 2018, líkamsárás gegn ókunnugum manni fyrir utan Ölver í sama mánuði og líkamsárás fyrir utan Ölsmiðjuna í ágúst 2017. Að auki var hann sakfelldur fyrir tvær líkamsárásir, aðra á Subway á Laugavegi og hina fyrir utan skemmtistað. Geðlæknir var fenginn til að meta ástand mannsins. Í mati hans kom fram að maðurinn hefði reglulega legið inni á geðdeild undanfarin ár þar sem hann hafði meðal annars veist að starfsfólki og öðrum sjúklingum. Hann hefði miklar aðsóknarranghugmyndir. Óvíst væri hvort þær stöfuðu af langvarandi neyslu eða hvort um undirliggjandi geðrofssjúkdóm væri að ræða. Að mati dómsins var maðurinn alls ófær um að stjórna gerðum sínum á þeim tíma sem brotin voru framin og var hann því sýknaður af refsikröfu. Maðurinn var dæmdur til að greiða fórnarlömbum sínum alls rúmlega 1,6 milljónir í skaða- og miskabætur. Allur sakarkostnaður málsins, tæpar 3,8 milljónir, greiðist úr ríkissjóði.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Fleiri fréttir Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Sjá meira