Segir stjórnmálamenn of hrædda við að taka umdeildar ákvarðanir Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 30. september 2018 13:00 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Vísir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir stjórnmálin skorta þor. Stjórnmálamenn séu of hræddir við að taka umdeildar ákvarðanir og taka afleiðingum að lítið er um tillögur að lausnum. Þá segir hann að marga stjórnmálamenn hafa séð tækifæri í hruninu til að þrýsta á inngöngu í ESB. Sigmundur Davíð var gestur Kristjáns Kristjánssonar í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Þar sagði hann að árið 2008 hafi stjórnkerfið og pólitíkin ekki verið í þeirri hagsmunagæslu fyrir landið sem hann hefði viljað sjá. „Ég held að það hafi að mestu leyti stafað að tvennu, annars vegar voru margir sem sáu þetta bankahrun sem pólitískt tækifæri. Að þetta væri tækifæri til að gera byltingu og umbreyta samfélaginu eftir sínu höfðu. Hitt var að Ísland sótti um aðild að Evrópusambandinu þarna fljótlega eftir á og þá fór allt að snúast um það,“ Sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Hann segir að margir stjórnmálamenn hafi á sínum tíma ekki viljað sjá lausnir en sáu þess í stað tækifæri í hruninu. „Sumir hverjir, það var allavegana tilfinning mín á þessum tíma og er enn, vildu hafa vandamálið til þess að þrýsta á um að Ísland færi inn í ESB og þegar þangað yrði komið , þá yrðu málin leyst.“ Hann segir stjórnmálamenn of umhugað um passa sína stöðu og gera ekkert sem líkur eru á að verði gagnrýnt. Hann segir það hlutverk stjórnmálamanna að leggja fram lausnir, leggja sjálfan sig undir og taka afleiðingum ef þær ganga ekki upp. „Þetta vantar mjög í pólitíkina nú til dags finnst mér og hefur verið að ágerast. Það er svo lítil pólitík eftir í pólitíkinni. Stjórnmálamenn eru farnir að hugsa of mikið um að gera ekkert umdeild. Fyrst og fremst að komast i gegnum daginn án þess að segja eða gera eitthvað sem einhver gæti haft út á að setja í stað þess að þora að leggja fram lausnir eða hugmyndir sem að verandi nýjar verða alltaf umdeildar og geta farið vel eða illa en að vera þá tilbúin að taka afleiðingum,“ Sagði Sigmundur Davíð. Stj.mál Mest lesið Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Innlent Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Innlent Áreitið hafði mikil áhrif Innlent Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Erlent 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Innlent Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma Erlent Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Fleiri fréttir Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir stjórnmálin skorta þor. Stjórnmálamenn séu of hræddir við að taka umdeildar ákvarðanir og taka afleiðingum að lítið er um tillögur að lausnum. Þá segir hann að marga stjórnmálamenn hafa séð tækifæri í hruninu til að þrýsta á inngöngu í ESB. Sigmundur Davíð var gestur Kristjáns Kristjánssonar í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Þar sagði hann að árið 2008 hafi stjórnkerfið og pólitíkin ekki verið í þeirri hagsmunagæslu fyrir landið sem hann hefði viljað sjá. „Ég held að það hafi að mestu leyti stafað að tvennu, annars vegar voru margir sem sáu þetta bankahrun sem pólitískt tækifæri. Að þetta væri tækifæri til að gera byltingu og umbreyta samfélaginu eftir sínu höfðu. Hitt var að Ísland sótti um aðild að Evrópusambandinu þarna fljótlega eftir á og þá fór allt að snúast um það,“ Sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Hann segir að margir stjórnmálamenn hafi á sínum tíma ekki viljað sjá lausnir en sáu þess í stað tækifæri í hruninu. „Sumir hverjir, það var allavegana tilfinning mín á þessum tíma og er enn, vildu hafa vandamálið til þess að þrýsta á um að Ísland færi inn í ESB og þegar þangað yrði komið , þá yrðu málin leyst.“ Hann segir stjórnmálamenn of umhugað um passa sína stöðu og gera ekkert sem líkur eru á að verði gagnrýnt. Hann segir það hlutverk stjórnmálamanna að leggja fram lausnir, leggja sjálfan sig undir og taka afleiðingum ef þær ganga ekki upp. „Þetta vantar mjög í pólitíkina nú til dags finnst mér og hefur verið að ágerast. Það er svo lítil pólitík eftir í pólitíkinni. Stjórnmálamenn eru farnir að hugsa of mikið um að gera ekkert umdeild. Fyrst og fremst að komast i gegnum daginn án þess að segja eða gera eitthvað sem einhver gæti haft út á að setja í stað þess að þora að leggja fram lausnir eða hugmyndir sem að verandi nýjar verða alltaf umdeildar og geta farið vel eða illa en að vera þá tilbúin að taka afleiðingum,“ Sagði Sigmundur Davíð.
Stj.mál Mest lesið Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Innlent Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Innlent Áreitið hafði mikil áhrif Innlent Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Erlent 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Innlent Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma Erlent Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Fleiri fréttir Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Sjá meira