Michael orðinn þriðja stigs fellibylur og gengur „tröllaukinn“ á land á morgun Kristín Ólafsdóttir skrifar 9. október 2018 23:15 Hér sést Michael á ferð sinni yfir Mexíkóflóa í dag. Vísir/AP Fellibyljamiðstöð Bandaríkjanna, NHC, hefur nú skilgreint fellibylinn Michael sem þriðja stigs fellibyl. Gert er ráð fyrir að Michael gangi á land á morgun við Panama City Beach á hinu svokallaða Pönnuskafti (e. Panhandle) í Flórída. Rick Scott, ríkisstjóri Flórída, varaði íbúa ríkisins við Michael á blaðamannafundi í dag og sagði hann „tröllaukinn“. Hann hvatti íbúa til að hlusta á viðvaranir yfirvalda og hika ekki við að flýja heimili sín þegar Mikael sækir í sig veðrið næstu klukkustundirnar. „Þetta er upp á líf og dauða,“ sagði Scott. „Þessi stormur getur grandað ykkur.“ Ávarp Scott má hlusta á í spilaranum hér að neðan.Viðvaranir vegna Michaels ná nú til yfir 20 milljóna manna í fimm ríkjum Bandaríkjanna, Flórída, Alabama, Georgíu, Mississippi og Suður-Karólínu. Þá hefur neyðarástandi verið lýst yfir í nær öllum sýslum Flórída, Alabama og Georgíu. 120 þúsund manns hefur jafnframt verið gert að flýja heimili sín við strendur Flórída. Vindhraði í Michael hefur mælst allt að 53 km/s og þá er búist við því að bylnum fylgi gríðarleg rigning. Áhrifa Michaels mun gæta í Karólínuríkjunum, þar sem fellibylurinn Flórens gekk nýlega á land og olli mikilli eyðileggingu. Eins og áður sagði gera spár ráð fyrir því að Michael gangi á land í grennd við Panama City Beach á Pönnuskaftinu og fikri sig svo hratt upp austurströnd Bandaríkjanna.Heavy rainfall from #Michael could produce life-threatening flashflooding from the Florida Panhandle and Big Bend region intoportions of Georgia, the Carolinas, and southeast Virginia. See the latest @NWSWPC forecast for more details. pic.twitter.com/Gj38izMHaI— National Hurricane Center (@NHC_Atlantic) October 9, 2018 Þegar hefur verið tilkynnt um þrettán dauðsföll af völdum Michaels í Mið-Ameríku yfir helgina. Sex létust í Hondúras, fjórir í Níkaragúa og þrír í El Salvador. Samkvæmt samantekt CNN er Mikael umfangsmesti fellibylurinn sem gengur á land á áðurnefndu pönnuskafti síðan fellibylurinn Dennis skall þar á árið 2005.FLORIDA - It is imperative that you heed the directions of your State and Local Officials. Please be prepared, be careful and be SAFE! #HurricaneMichael https://t.co/VP6PBXfzm9 pic.twitter.com/aKmaDNgZve— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 9, 2018 Bandaríkin Veður Tengdar fréttir Neyðarástand vegna fellibyls Fellibylurinn Michael stefnir á Flórída. Spár gera ráð fyrir því að hann gangi á land sem annars stigs fellibylur á morgun. Neyðarástandi lýst yfir og varað við hvassviðri, mikilli úrkomu, hækkandi sjávarborði og flóðum. 9. október 2018 07:00 Flórens nú flokkuð sem hitabeltisstormur Að minnsta kosti fjórir eru látnir eftir að fellibylurinn Flórens gekk yfir austurströnd Bandaríkjanna fyrr í dag. Yfir 600.000 heimili eru án rafmagns og byggingar hafa hrunið til grunna. 14. september 2018 23:46 Móðir og barn fyrstu fórnarlömb Flórens Samtals hafa nú fjórir látist vegna fellibylsins Flórens sem gengur nú yfir austurströnd Bandaríkjanna. 14. september 2018 19:51 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Fleiri fréttir Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Sjá meira
Fellibyljamiðstöð Bandaríkjanna, NHC, hefur nú skilgreint fellibylinn Michael sem þriðja stigs fellibyl. Gert er ráð fyrir að Michael gangi á land á morgun við Panama City Beach á hinu svokallaða Pönnuskafti (e. Panhandle) í Flórída. Rick Scott, ríkisstjóri Flórída, varaði íbúa ríkisins við Michael á blaðamannafundi í dag og sagði hann „tröllaukinn“. Hann hvatti íbúa til að hlusta á viðvaranir yfirvalda og hika ekki við að flýja heimili sín þegar Mikael sækir í sig veðrið næstu klukkustundirnar. „Þetta er upp á líf og dauða,“ sagði Scott. „Þessi stormur getur grandað ykkur.“ Ávarp Scott má hlusta á í spilaranum hér að neðan.Viðvaranir vegna Michaels ná nú til yfir 20 milljóna manna í fimm ríkjum Bandaríkjanna, Flórída, Alabama, Georgíu, Mississippi og Suður-Karólínu. Þá hefur neyðarástandi verið lýst yfir í nær öllum sýslum Flórída, Alabama og Georgíu. 120 þúsund manns hefur jafnframt verið gert að flýja heimili sín við strendur Flórída. Vindhraði í Michael hefur mælst allt að 53 km/s og þá er búist við því að bylnum fylgi gríðarleg rigning. Áhrifa Michaels mun gæta í Karólínuríkjunum, þar sem fellibylurinn Flórens gekk nýlega á land og olli mikilli eyðileggingu. Eins og áður sagði gera spár ráð fyrir því að Michael gangi á land í grennd við Panama City Beach á Pönnuskaftinu og fikri sig svo hratt upp austurströnd Bandaríkjanna.Heavy rainfall from #Michael could produce life-threatening flashflooding from the Florida Panhandle and Big Bend region intoportions of Georgia, the Carolinas, and southeast Virginia. See the latest @NWSWPC forecast for more details. pic.twitter.com/Gj38izMHaI— National Hurricane Center (@NHC_Atlantic) October 9, 2018 Þegar hefur verið tilkynnt um þrettán dauðsföll af völdum Michaels í Mið-Ameríku yfir helgina. Sex létust í Hondúras, fjórir í Níkaragúa og þrír í El Salvador. Samkvæmt samantekt CNN er Mikael umfangsmesti fellibylurinn sem gengur á land á áðurnefndu pönnuskafti síðan fellibylurinn Dennis skall þar á árið 2005.FLORIDA - It is imperative that you heed the directions of your State and Local Officials. Please be prepared, be careful and be SAFE! #HurricaneMichael https://t.co/VP6PBXfzm9 pic.twitter.com/aKmaDNgZve— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 9, 2018
Bandaríkin Veður Tengdar fréttir Neyðarástand vegna fellibyls Fellibylurinn Michael stefnir á Flórída. Spár gera ráð fyrir því að hann gangi á land sem annars stigs fellibylur á morgun. Neyðarástandi lýst yfir og varað við hvassviðri, mikilli úrkomu, hækkandi sjávarborði og flóðum. 9. október 2018 07:00 Flórens nú flokkuð sem hitabeltisstormur Að minnsta kosti fjórir eru látnir eftir að fellibylurinn Flórens gekk yfir austurströnd Bandaríkjanna fyrr í dag. Yfir 600.000 heimili eru án rafmagns og byggingar hafa hrunið til grunna. 14. september 2018 23:46 Móðir og barn fyrstu fórnarlömb Flórens Samtals hafa nú fjórir látist vegna fellibylsins Flórens sem gengur nú yfir austurströnd Bandaríkjanna. 14. september 2018 19:51 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Fleiri fréttir Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Sjá meira
Neyðarástand vegna fellibyls Fellibylurinn Michael stefnir á Flórída. Spár gera ráð fyrir því að hann gangi á land sem annars stigs fellibylur á morgun. Neyðarástandi lýst yfir og varað við hvassviðri, mikilli úrkomu, hækkandi sjávarborði og flóðum. 9. október 2018 07:00
Flórens nú flokkuð sem hitabeltisstormur Að minnsta kosti fjórir eru látnir eftir að fellibylurinn Flórens gekk yfir austurströnd Bandaríkjanna fyrr í dag. Yfir 600.000 heimili eru án rafmagns og byggingar hafa hrunið til grunna. 14. september 2018 23:46
Móðir og barn fyrstu fórnarlömb Flórens Samtals hafa nú fjórir látist vegna fellibylsins Flórens sem gengur nú yfir austurströnd Bandaríkjanna. 14. september 2018 19:51