Innlent

Burðardýr í fangelsi fyrir innflutning á amfetamínbasa

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Dómurinn féll í Héraðsdómi Reykjaness.
Dómurinn féll í Héraðsdómi Reykjaness. Fréttablaðið/GVA
Pólskur ríkisborgari hefur verið dæmdur í fimmtán mánaða fangelsi fyrir innflutning á tæpum lítra af amfetamínbasa fyrr á árinu. Maðurinn kom hvorki að skipulagningu né fjármögnun innflutningsins.

Var hann handtekinn við komuna til landsins í maí er hann flaug hingað til lands frá Varsjá í Póllandi. Tollverður fundu amfetamínbasann falinn í flösku í farangri mannsins.

Við rannsókn á efninu kom í ljós að um 920 millilítra af amfetamínbasa var að ræða en samkvæmt matsgerð rannsóknastofu í lyfja- og eiturefnafræði, sem rannsakaði efnin, væri hægt að framleiða um tvö kíló af amfetamínu úr basanum.

Maðurinn játaði brot sit við þingfestingu málsins. Við ákvörðun refsingar leit dómari til þess auk þess sem að maðurinn kom einungis að flutningi á efninu, en ekki skipulagningu né fjármögnun. Var maðurinn dæmdur í fimmtán mánaða fangelsi en frá því dregst gæsluvarðhald sem maðurinn hefur setið í frá 19. maí síðastliðnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×