Gular viðvaranir í gildi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 3. október 2018 07:27 Eins og sést á þessari vindaspá Veðurstofunnar verður ansi hvasst sunnan- og suðaustanlands í kvöld. veðurstofa íslands Gular viðvaranir eru í gildi vegna vinds á Suður- og Suðausturlandi í dag. Þá eru gular viðvaranir einnig í gildi fyrir Vestfirði, Strandir og Norðurland vestra frá miðnætti og fram á morgundaginn vegna hríðarveðurs. Í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar segir að viðvaranirnar eigi einkum við undir Eyjafjöllum og í Öræfum þar sem hviður geta farið yfir 35 metra á sekúndu. Núna með morgninum nálgast lægð úr suðri og mun hún valda því að það hvessir sunnanlands upp úr hádegi með rigningu. „Þegar líður á daginn hvessir einnig annars staðar og fer að rigna þó að áhrifin af þessari lægð munu verða mest með suðurströndinni í dag. Í kvöld snýst vindurinn til norðlægrar áttar og bætir í hann um landið norðanvert, fyrst á Vestfjörðum þar sem útlit er fyrir norðaustan storm með snjókomu í nótt og fram eftir degi á morgun. Gul viðvörun fyrir hríð er í gildi á þeim slóðum,“ segir meðal annars í hugleiðingum veðurfræðings.Veðurhorfur í dag og næstu daga:Vaxandi austlæg átt með morgninum, austan og norðaustan 13-23 m/s eftir hádegi með rigningu eða slyddu, fyrst syðst. Hvassast með S-ströndinni.Norðlægari í kvöld og bætir í vind um landið N-vert. Norðaustan hvassviðri eða stormur N- og NV-til í nótt og á morgun með snjókomu. Lengst af hægari vindur A-lands með rigningu og styttir upp sunnan heiða. Allhvöss norðanátt um allt land annað kvöld og áfram úrkoma fyrir norðan.Hiti 1 til 9 stig, mildast syðst.Á fimmtudag:Norðan hvassviðri eða stormur N- og NV-til með slyddu eða snjókomu, lengst af mun hægari vindur um landið A-vert og rigning, en styttir upp S-lands þegar líður á daginn. Hiti frá frostmarki í innsveitum fyrir norðan, upp í 8 stig syðst. Hægari um kvöldið.Á föstudag:Minnkandi norðanátt og léttir víða til, en él NA-til. Kalt í veðri.Á laugardag:Gengur í hvassa suðaustanátt með rigningu eða slyddu S- og V-lands, annars úrkomulítið. Hægari V-til um kvöldið. Hlýnar í veðri. Veður Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Fleiri fréttir Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Sjá meira
Gular viðvaranir eru í gildi vegna vinds á Suður- og Suðausturlandi í dag. Þá eru gular viðvaranir einnig í gildi fyrir Vestfirði, Strandir og Norðurland vestra frá miðnætti og fram á morgundaginn vegna hríðarveðurs. Í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar segir að viðvaranirnar eigi einkum við undir Eyjafjöllum og í Öræfum þar sem hviður geta farið yfir 35 metra á sekúndu. Núna með morgninum nálgast lægð úr suðri og mun hún valda því að það hvessir sunnanlands upp úr hádegi með rigningu. „Þegar líður á daginn hvessir einnig annars staðar og fer að rigna þó að áhrifin af þessari lægð munu verða mest með suðurströndinni í dag. Í kvöld snýst vindurinn til norðlægrar áttar og bætir í hann um landið norðanvert, fyrst á Vestfjörðum þar sem útlit er fyrir norðaustan storm með snjókomu í nótt og fram eftir degi á morgun. Gul viðvörun fyrir hríð er í gildi á þeim slóðum,“ segir meðal annars í hugleiðingum veðurfræðings.Veðurhorfur í dag og næstu daga:Vaxandi austlæg átt með morgninum, austan og norðaustan 13-23 m/s eftir hádegi með rigningu eða slyddu, fyrst syðst. Hvassast með S-ströndinni.Norðlægari í kvöld og bætir í vind um landið N-vert. Norðaustan hvassviðri eða stormur N- og NV-til í nótt og á morgun með snjókomu. Lengst af hægari vindur A-lands með rigningu og styttir upp sunnan heiða. Allhvöss norðanátt um allt land annað kvöld og áfram úrkoma fyrir norðan.Hiti 1 til 9 stig, mildast syðst.Á fimmtudag:Norðan hvassviðri eða stormur N- og NV-til með slyddu eða snjókomu, lengst af mun hægari vindur um landið A-vert og rigning, en styttir upp S-lands þegar líður á daginn. Hiti frá frostmarki í innsveitum fyrir norðan, upp í 8 stig syðst. Hægari um kvöldið.Á föstudag:Minnkandi norðanátt og léttir víða til, en él NA-til. Kalt í veðri.Á laugardag:Gengur í hvassa suðaustanátt með rigningu eða slyddu S- og V-lands, annars úrkomulítið. Hægari V-til um kvöldið. Hlýnar í veðri.
Veður Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Fleiri fréttir Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Sjá meira