Eiga lög ekki að gilda af því þau henta mér ekki? Bubbi Morthens skrifar 2. október 2018 07:00 „Vestfirðingar gagnrýna ósvífna hagsmunabaráttu auðmanna,“ segir Fréttablaðið í fyrirsögn í helgarblaði sínu 29. september 2018. Hvers konar málflutningur er það? Eigendur fyrirtækjanna sem hafa óbeint tekið Vestfirðina um borð í blekkingarskútu sína eru auðmenn af stærðargráðu sem er svo rosaleg að erfitt er að skilja eða ná utan um gróða þeirra. Stærsti eigandi Fjarðarlax hf. (og Arnarlax hf.) er norska risaeldisfyrirtækið SalMar ASA og helmingseigandi Arctic Sea Farm ehf. er risaeldisfyrirtækið Norway Royal Salmon ASA. Og svona koma þeir málum sínum áfram: Þeir eru með menn á launum sem þeir hafa keypt til að tala sínu máli. Og það sýnir tuddaskapinn í málflutningnum hvernig málpípur þeirra stíga fram í fjölmiðlum. Menn heimta í fúlustu alvöru breytingar á lögum til þess að fá sitt fram. Er það þannig sem við viljum hafa hlutina? Að ef það hentar mér ekki þá beitum við fyrrverandi forseta Alþingis fyrir okkur, hann hefur beinan aðgang að öllu batteríinu og alþingismönnum í flokknum til þess að ryðjast í gegnum lagalegar hindranir. Menn kalla það áfellisdóm yfir Alþingi og eftirlitsstofnunum bara af því þeim tókst ekki að fá það sem þeir vonuðust eftir að fá. Til hvers erum við að hafa lög og reglur ef menn neita að hlíta úrskurðum? Laxeldi er fínt mál ef það er í lokuðum kvíum eða þá uppi á landi. Við sem erum mótfallin laxeldi í sjókvíum erum hlynnt laxeldi á landi. En það er ömurlegt að sjá hvernig milljarðafyrirtæki rekur hníf á milli manna og elur á sundrungu bara til þess að geta matað krókinn sinn. Eigendum þeirra er drullusama um Vestfirði eða firði í Noregi eða annars staðar þar sem þeir hafa haslað sér völl, lagt lífríkið í rúst og farið með arðinn úr landi. Þeir kaupa sér málsmetandi fólk í hverju samfélagi fyrir sig, beita því fyrir plóginn og borga vel fyrir. Við sem erum að tala máli íslenskrar náttúru erum fæst auðmenn. Við erum alls konar fólk með misjafnar tekjur en eigum það sameiginlegt að vilja vernda lífríkið og íslenska náttúru. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Bubbi Morthens Mest lesið Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir, leiðtogi með sterka framtíðarsýn Jón Ólafur Halldórsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, seinni grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar Skoðun Ísland á tímamótum – Við skulum leiða gervigreindaröldina! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hvað eru Innri þróunarmarkmið? Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun Áskoranir næstu áratuga kalla á fjármögnun rannsókna Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson skrifar Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson skrifar Skoðun Nýsköpunarlandið Elías Larsen skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson skrifar Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir skrifar Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding skrifar Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen skrifar Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Sjá meira
„Vestfirðingar gagnrýna ósvífna hagsmunabaráttu auðmanna,“ segir Fréttablaðið í fyrirsögn í helgarblaði sínu 29. september 2018. Hvers konar málflutningur er það? Eigendur fyrirtækjanna sem hafa óbeint tekið Vestfirðina um borð í blekkingarskútu sína eru auðmenn af stærðargráðu sem er svo rosaleg að erfitt er að skilja eða ná utan um gróða þeirra. Stærsti eigandi Fjarðarlax hf. (og Arnarlax hf.) er norska risaeldisfyrirtækið SalMar ASA og helmingseigandi Arctic Sea Farm ehf. er risaeldisfyrirtækið Norway Royal Salmon ASA. Og svona koma þeir málum sínum áfram: Þeir eru með menn á launum sem þeir hafa keypt til að tala sínu máli. Og það sýnir tuddaskapinn í málflutningnum hvernig málpípur þeirra stíga fram í fjölmiðlum. Menn heimta í fúlustu alvöru breytingar á lögum til þess að fá sitt fram. Er það þannig sem við viljum hafa hlutina? Að ef það hentar mér ekki þá beitum við fyrrverandi forseta Alþingis fyrir okkur, hann hefur beinan aðgang að öllu batteríinu og alþingismönnum í flokknum til þess að ryðjast í gegnum lagalegar hindranir. Menn kalla það áfellisdóm yfir Alþingi og eftirlitsstofnunum bara af því þeim tókst ekki að fá það sem þeir vonuðust eftir að fá. Til hvers erum við að hafa lög og reglur ef menn neita að hlíta úrskurðum? Laxeldi er fínt mál ef það er í lokuðum kvíum eða þá uppi á landi. Við sem erum mótfallin laxeldi í sjókvíum erum hlynnt laxeldi á landi. En það er ömurlegt að sjá hvernig milljarðafyrirtæki rekur hníf á milli manna og elur á sundrungu bara til þess að geta matað krókinn sinn. Eigendum þeirra er drullusama um Vestfirði eða firði í Noregi eða annars staðar þar sem þeir hafa haslað sér völl, lagt lífríkið í rúst og farið með arðinn úr landi. Þeir kaupa sér málsmetandi fólk í hverju samfélagi fyrir sig, beita því fyrir plóginn og borga vel fyrir. Við sem erum að tala máli íslenskrar náttúru erum fæst auðmenn. Við erum alls konar fólk með misjafnar tekjur en eigum það sameiginlegt að vilja vernda lífríkið og íslenska náttúru.
Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar
Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar