Innlent

Sonja Ýr nýr formaður BSRB

Elín Margrét Böðvarsdóttir og Kjartan Kjartansson skrifa
Sonja Ýr náði afgerandi kjöri á þingi BSRB í dag.
Sonja Ýr náði afgerandi kjöri á þingi BSRB í dag. Vísir/Vilhelm
Formannskjöri í BSRB fór fram í dag og vann Sonja Ýr Þorbergsdóttir, lögfræðingur bandalagsins, afgerandi sigur. Hún hlaut 158 atkvæði gegn 25 atkvæðum Vésteins Valgarðsson.

Kosið var til formanns á þingi BSRB nú klukkan 14 í dag en Elín Björg Jónsdóttir, fráfarandi formaður, tilkynnti í byrjun sumars að hún ætlaði ekki að gefa kost á sér.

Alls höfðu 199 þingfulltrúar atkvæðisrétt á þinginu. Sonja Ýr hlaut því rétt tæplega 80% atkvæða. Þegar niðurstaðan lá fyrir þakkaði Sonja Ýr stuðninginn og Elínu Björgu fyrir góð störf. Í samtali við fréttamann sagði hún að sem formaður myndi hún leggja áherslu á styttingu vinnuvikunnar og aðbúnað starfsfólks í komandi kjaraviðræðum. Beinar launahækkanir, hvort sem væri í prósentum eða krónutölu, hefðu ekki verið ræddar sérstaklega á þinginu.

Einnig verður kosið til stjórnar BSRB á þinginu og eiga úrslit þar að liggja fyrir síðar í dag.

Fréttin verður uppfærð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×