Virkjum vináttuna! Ertu búin að skrá hópinn þinn? Halla Þorvaldsdóttir skrifar 18. október 2018 09:00 Við, konur á Íslandi, njótum þeirra forréttinda að hér á landi býðst okkur reglubundin skimun fyrir legháls- og brjóstakrabbameinum. Skimunin hefur dregið mjög úr tilfellum leghálskrabbameina hér á landi og á einnig verulegan þátt í því að dregið hefur úr dánartíðni af völdum brjóstakrabbameina. Þátttaka kvenna í skimun fyrir krabbameinum hefur því miður farið minnkandi undanfarin ár. Þessari þróun vill Krabbameinsfélagið snúa við. Niðurstöður kannana sem félagið hefur gert benda til þess að helsta ástæðan fyrir minnkandi þátttöku í skimun sé framtaksleysi eða frestun. Viðbrögð við nýlegri auglýsingaherferð Leitarstöðvar Krabbameinsfélagsins og áminningu í Bleiku slaufunni hafa þó verið mjög góð og bókunum í skimun hefur fjölgað mjög mikið. En betur má ef duga skal og finna þarf leiðir sem auka þátttöku kvenna til langframa. Krabbameinsfélagið vill, í samvinnu við kvennahópa af hvaða tagi sem er, um land allt, hvetja konur til að mæta í skimun þegar þær fá boð um það. Samstöðukraftur kvenna er magnaður og reynslusögur kvenna sem tóku þátt í ljósmyndasýningu Bleiku slaufunnar (og lesa má á bleikaslaufan.is) vitna um dýrmætan stuðning vinkvenna við greiningu og í krabbameinsmeðferð. Í Bleiku slaufunni biðlar Krabbameinsfélagið til kvennahópanna og býður þeim að taka saman höndum við félagið um að auka þátttöku kvenna í skimun. Hóparnir skrá sig á bleikaslaufan.is og tvisvar til þrisvar á ári fær hver hópur sendan tölvupóst frá félaginu með áminningu um að hvetja sínar konur til að mæta í skimun þegar þær fá boð. Einnig fylgir með fræðsla um þætti í daglegu lífi sem geta dregið úr líkum á að fá krabbamein. Á Íslandi býðst konum á aldrinum 23-65 ára skimun fyrir krabbameini í leghálsi, á tveggja ára fresti og á aldrinum 40-69 ára skimun fyrir krabbameini í brjóstum, á þriggja ára fresti. Frekari upplýsingar um skimun má sjá á heimasíðu félagsins, krabb.is. Á Leitarstöð Krabbameinsfélags Íslands taka sérþjálfaðar ljósmæður öll leghálsstrok og kvengeislafræðingar taka röntgenmyndir af brjóstum. Skoðanirnar taka stuttan tíma, biðtími er mjög lítill og að jafnaði líða einungis 10-15 mínútur frá því að konur koma í hús þar til þær eru farnar út aftur. Ertu búin að skrá hópinn þinn? Einn hópur verður dreginn út þann 22. október og fær veglegan glaðning. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Halla Þorvaldsdóttir Mest lesið Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hinir heimsku Ólympíuleikar Rajan Parrikar skrifar Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson skrifar Sjá meira
Við, konur á Íslandi, njótum þeirra forréttinda að hér á landi býðst okkur reglubundin skimun fyrir legháls- og brjóstakrabbameinum. Skimunin hefur dregið mjög úr tilfellum leghálskrabbameina hér á landi og á einnig verulegan þátt í því að dregið hefur úr dánartíðni af völdum brjóstakrabbameina. Þátttaka kvenna í skimun fyrir krabbameinum hefur því miður farið minnkandi undanfarin ár. Þessari þróun vill Krabbameinsfélagið snúa við. Niðurstöður kannana sem félagið hefur gert benda til þess að helsta ástæðan fyrir minnkandi þátttöku í skimun sé framtaksleysi eða frestun. Viðbrögð við nýlegri auglýsingaherferð Leitarstöðvar Krabbameinsfélagsins og áminningu í Bleiku slaufunni hafa þó verið mjög góð og bókunum í skimun hefur fjölgað mjög mikið. En betur má ef duga skal og finna þarf leiðir sem auka þátttöku kvenna til langframa. Krabbameinsfélagið vill, í samvinnu við kvennahópa af hvaða tagi sem er, um land allt, hvetja konur til að mæta í skimun þegar þær fá boð um það. Samstöðukraftur kvenna er magnaður og reynslusögur kvenna sem tóku þátt í ljósmyndasýningu Bleiku slaufunnar (og lesa má á bleikaslaufan.is) vitna um dýrmætan stuðning vinkvenna við greiningu og í krabbameinsmeðferð. Í Bleiku slaufunni biðlar Krabbameinsfélagið til kvennahópanna og býður þeim að taka saman höndum við félagið um að auka þátttöku kvenna í skimun. Hóparnir skrá sig á bleikaslaufan.is og tvisvar til þrisvar á ári fær hver hópur sendan tölvupóst frá félaginu með áminningu um að hvetja sínar konur til að mæta í skimun þegar þær fá boð. Einnig fylgir með fræðsla um þætti í daglegu lífi sem geta dregið úr líkum á að fá krabbamein. Á Íslandi býðst konum á aldrinum 23-65 ára skimun fyrir krabbameini í leghálsi, á tveggja ára fresti og á aldrinum 40-69 ára skimun fyrir krabbameini í brjóstum, á þriggja ára fresti. Frekari upplýsingar um skimun má sjá á heimasíðu félagsins, krabb.is. Á Leitarstöð Krabbameinsfélags Íslands taka sérþjálfaðar ljósmæður öll leghálsstrok og kvengeislafræðingar taka röntgenmyndir af brjóstum. Skoðanirnar taka stuttan tíma, biðtími er mjög lítill og að jafnaði líða einungis 10-15 mínútur frá því að konur koma í hús þar til þær eru farnar út aftur. Ertu búin að skrá hópinn þinn? Einn hópur verður dreginn út þann 22. október og fær veglegan glaðning.
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun