Reykjavík til þjónustu reiðubúin Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar 18. október 2018 07:30 Í aðdraganda borgarstjórnarkosninga síðastliðið vor var okkur í Viðreisn tíðrætt um þjónustuborgina Reykjavík. Þjónustuborgina þar sem notendamiðuð nálgun er höfð að leiðarljósi, íbúum eru spöruð sporin, fyrirtækjum gert auðvelt að sækja um leyfi af ýmsum toga og svo framvegis. Við sögðumst vilja einfalda líf borgarbúa og þannig gera Reykjavík eftirsóttari og samkeppnishæfari borg fyrir íbúa og atvinnulíf. Eflaust hafa einhverjir talið að þarna væri einfaldlega verið að mála upp fallega mynd sem hljómaði vel í eyrum allra en yrði aldrei að veruleika. En því fer fjarri. Þessar áherslur okkar rímuðu nefnilega vel við stefnur annarra flokka sem í dag mynda meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur, líkt og sést í þeim málefnasamningi sem unnið er eftir. Meirihlutanum er full alvara og mun í engu gefa eftir á þessu sviði. Því til staðfestingar má nefna tillögu Viðreisnar, Pírata, Samfylkingar og Vinstri grænna um innleiðingu þjónustustefnu sem borgarstjórn samþykkti síðastliðinn þriðjudag. Tillagan kveður á um aukinn kraft við innleiðingu þjónustustefnu borgarinnar með sérstaka áherslu á notendamiðaða nálgun í nærþjónustu við borgarbúa, skilvirkar rafrænar lausnir, fækkun skrefa og einföldun ferla í allri þjónustu borgarinnar. Þar er meðal annars átt við skipulags- og byggingarmál, skóla- og frístundamál og velferðarmál sem og aðra þjónustuþætti sem snúa að íbúum og atvinnulífi. Innleiðingin verður viðamikil og mun fara inn á mörg svið borgarinnar með aðkomu margra aðila en vinnan verður leidd af formanni borgarráðs og formanni mannréttinda- og lýðræðisráðs auk annarra hlutaðeigandi aðila sem munu meðal annars móta forgangsröðun verkefna. Meirihlutinn í borgarstjórn Reykjavíkur er samhuga um aukna áherslu á góða þjónustu og þróun rafrænna lausna, enda er það mikið hagsmunamál fyrir borgarbúa. Betri þjónusta styttir nefnilega ekki bara biðtíma og eykur ánægju heldur eykur einnig skilvirkni og dregur úr kostnaði til lengri tíma litið. Minni kostnaður skilar sér svo á endanum beint til íbúanna, hvort sem er í formi fjárfestinga í þeirra þágu eða einfaldlega lægra útsvari. Viðreisn mun áfram beita sér fyrir einfaldara lífi í Reykjavík með frjálslyndi, jafnrétti, ábyrgan rekstur og þjónustu við íbúa að leiðarljósi. Raunar höfum við þegar uppskorið umtalsvert þó ekki sé lengra liðið frá kosningum, en þar má nefna að borgarstjórn hefur þegar samþykkt aukna tíðni stofnleiða Strætó á háannatíma og tilraunaverkefni um sumaropnun leikskóla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Mest lesið 3003 Elliði Vignisson Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson Skoðun Um vændi Drífa Snædal Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Skoðun Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Sjá meira
Í aðdraganda borgarstjórnarkosninga síðastliðið vor var okkur í Viðreisn tíðrætt um þjónustuborgina Reykjavík. Þjónustuborgina þar sem notendamiðuð nálgun er höfð að leiðarljósi, íbúum eru spöruð sporin, fyrirtækjum gert auðvelt að sækja um leyfi af ýmsum toga og svo framvegis. Við sögðumst vilja einfalda líf borgarbúa og þannig gera Reykjavík eftirsóttari og samkeppnishæfari borg fyrir íbúa og atvinnulíf. Eflaust hafa einhverjir talið að þarna væri einfaldlega verið að mála upp fallega mynd sem hljómaði vel í eyrum allra en yrði aldrei að veruleika. En því fer fjarri. Þessar áherslur okkar rímuðu nefnilega vel við stefnur annarra flokka sem í dag mynda meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur, líkt og sést í þeim málefnasamningi sem unnið er eftir. Meirihlutanum er full alvara og mun í engu gefa eftir á þessu sviði. Því til staðfestingar má nefna tillögu Viðreisnar, Pírata, Samfylkingar og Vinstri grænna um innleiðingu þjónustustefnu sem borgarstjórn samþykkti síðastliðinn þriðjudag. Tillagan kveður á um aukinn kraft við innleiðingu þjónustustefnu borgarinnar með sérstaka áherslu á notendamiðaða nálgun í nærþjónustu við borgarbúa, skilvirkar rafrænar lausnir, fækkun skrefa og einföldun ferla í allri þjónustu borgarinnar. Þar er meðal annars átt við skipulags- og byggingarmál, skóla- og frístundamál og velferðarmál sem og aðra þjónustuþætti sem snúa að íbúum og atvinnulífi. Innleiðingin verður viðamikil og mun fara inn á mörg svið borgarinnar með aðkomu margra aðila en vinnan verður leidd af formanni borgarráðs og formanni mannréttinda- og lýðræðisráðs auk annarra hlutaðeigandi aðila sem munu meðal annars móta forgangsröðun verkefna. Meirihlutinn í borgarstjórn Reykjavíkur er samhuga um aukna áherslu á góða þjónustu og þróun rafrænna lausna, enda er það mikið hagsmunamál fyrir borgarbúa. Betri þjónusta styttir nefnilega ekki bara biðtíma og eykur ánægju heldur eykur einnig skilvirkni og dregur úr kostnaði til lengri tíma litið. Minni kostnaður skilar sér svo á endanum beint til íbúanna, hvort sem er í formi fjárfestinga í þeirra þágu eða einfaldlega lægra útsvari. Viðreisn mun áfram beita sér fyrir einfaldara lífi í Reykjavík með frjálslyndi, jafnrétti, ábyrgan rekstur og þjónustu við íbúa að leiðarljósi. Raunar höfum við þegar uppskorið umtalsvert þó ekki sé lengra liðið frá kosningum, en þar má nefna að borgarstjórn hefur þegar samþykkt aukna tíðni stofnleiða Strætó á háannatíma og tilraunaverkefni um sumaropnun leikskóla.
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar