Innlent

Bein útsending: Setningarathöfn BSRB-þingsins og stytting vinnuvikunnar

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Elín Björg Jónsdóttir formaður BSRB.
Elín Björg Jónsdóttir formaður BSRB. Vísir
45. þing BSRB verður sett á Hilton Hótel Nordica miðvikudaginn 17. október klukkan 10:00. Vísir er með beina útsending frá setningarathöfninni.

Eftirtaldir munu ávarpa þingið:

  • Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB
  • Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra 
  •  Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambands Íslands
  • Jorunn Berland, formaður YS í Noregi (systurbandalags BSRB)
Að ávörpum loknum mun Arnar Þór Jóhannesson, sérfræðingur hjá Rannsóknarmiðstöð Háskólans á Akureyri segja frá nýjum niðurstöðum úr tilraunaverkefnum um styttingu vinnuvikunnar, sem BSRB hefur tekið þátt í með Reykjavíkurborg annars vegar og ríkinu hins vegar. 

Horfa má á útsendinguna hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×