Skerðing vinnuvikunnar Guðmundur Edgarsson skrifar 17. október 2018 10:00 Það er gott að vera góðmenni á kostnað annarra. Ályktun flokksráðs Vinstri grænna á dögunum þess efnis að vinnuvikan verði stytt í 30 stundir er til merkis um slíkt góðmennskukast. Vitnað er í könnun á vegum Reykjavíkurborgar þar sem fram kemur að stytting vinnuvikunnar þar á bæ hafi heppnast sérdeilis vel. Samkvæmt könnuninni hafi lífsgæði starfsmanna aukist, framleiðni batnað og veikindadögum fækkað. Því sé ekki eftir neinu að bíða: hin vísindalega könnun sveitarfélagsins sýni að því færri stundir sem menn vinni, því meiri verði afköstin og fólki líði betur. En gæðablóðin í Vinstri grænum átta sig ekki á einu grundvallaratriði: könnunin er með öllu ómarktæk. Þjónusta á vegum sveitarfélaga er ekki í neinum eðlilegum tengslum við markaðinn. Hún er lögboðin og því engin samkeppni. Kúnninn hefur ekkert val, hann er látinn borga hvort sem hann nýtir sér hana eða ekki. Þá eru mörg verkefni á vegum stórs sveitarfélags eins og Reykjavíkur þess eðlis að fólk ber ekki skynbragð á hvort þau eru gagnleg, hagkvæm eða tilgangslaus gæluverkefni. Enginn ber ábyrgð á kostnaði sem iðulega fer fram úr áætlunum eins og nýlegur braggablús sýnir.Markaðurinn á að ráða Væri mark takandi á könnuninni myndi markaðurinn bregðast skjótt við. Vinnuveitendur myndu hafa frumkvæði að því að stytta vinnuvikuna enda kappkosta fyrirtæki í samkeppnisumhverfi að auka hagkvæmni og afköst. En atvinnulífið veit sem er að könnun þessi er byggð á sandi. Ekkert vitrænt hefur komið fram sem bendir til þess að 40 stunda vinnuvika sé fólki ofviða enda hefur verið miðað við þá tölu allt frá því að Henry Ford kom henni á í bílaverksmiðjum sínum árið 1914. Aðalatriðið er þó það að opinberir aðilar eins og ríki og sveitarfélög eiga ekki að leiða breytingar í þessa veru. Aðeins markaðurinn á að hafa frumkvæði þar um enda stendur atvinnulífið undir launakostnaði allra opinberra starfsmanna. Þaðan koma jú skattarnir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ísland fyrst Kjartan Magnússon Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir Skoðun Varði Ísland ólíkt sumum öðrum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Það er pólitískt val að uppræta fátækt Anna Margrét Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir skrifar Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Varði Ísland ólíkt sumum öðrum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Það er pólitískt val að uppræta fátækt Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Bankarnir og þjáningin Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með Ljósinu! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala um Heiðmörk Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Aðild Íslands að ESB: Vegvísir til velsældar? Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Ávinningur fyrri ára í hættu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Gefum í – því unglingarnir okkar eiga það skilið skrifar Skoðun Það er munur á veðmálum og veðmálum Auður Inga Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að bíða lengur? Björg Baldursdóttir skrifar Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Um meint hlutleysi Kína í Úkraínustríðinu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Ljósið – samtök úti í bæ Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er heilbrigðisráðherra? Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun VR-félagar, ykkar er valið! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Laufey og brúin milli kynslóðanna Gunnar Salvarsson skrifar Sjá meira
Það er gott að vera góðmenni á kostnað annarra. Ályktun flokksráðs Vinstri grænna á dögunum þess efnis að vinnuvikan verði stytt í 30 stundir er til merkis um slíkt góðmennskukast. Vitnað er í könnun á vegum Reykjavíkurborgar þar sem fram kemur að stytting vinnuvikunnar þar á bæ hafi heppnast sérdeilis vel. Samkvæmt könnuninni hafi lífsgæði starfsmanna aukist, framleiðni batnað og veikindadögum fækkað. Því sé ekki eftir neinu að bíða: hin vísindalega könnun sveitarfélagsins sýni að því færri stundir sem menn vinni, því meiri verði afköstin og fólki líði betur. En gæðablóðin í Vinstri grænum átta sig ekki á einu grundvallaratriði: könnunin er með öllu ómarktæk. Þjónusta á vegum sveitarfélaga er ekki í neinum eðlilegum tengslum við markaðinn. Hún er lögboðin og því engin samkeppni. Kúnninn hefur ekkert val, hann er látinn borga hvort sem hann nýtir sér hana eða ekki. Þá eru mörg verkefni á vegum stórs sveitarfélags eins og Reykjavíkur þess eðlis að fólk ber ekki skynbragð á hvort þau eru gagnleg, hagkvæm eða tilgangslaus gæluverkefni. Enginn ber ábyrgð á kostnaði sem iðulega fer fram úr áætlunum eins og nýlegur braggablús sýnir.Markaðurinn á að ráða Væri mark takandi á könnuninni myndi markaðurinn bregðast skjótt við. Vinnuveitendur myndu hafa frumkvæði að því að stytta vinnuvikuna enda kappkosta fyrirtæki í samkeppnisumhverfi að auka hagkvæmni og afköst. En atvinnulífið veit sem er að könnun þessi er byggð á sandi. Ekkert vitrænt hefur komið fram sem bendir til þess að 40 stunda vinnuvika sé fólki ofviða enda hefur verið miðað við þá tölu allt frá því að Henry Ford kom henni á í bílaverksmiðjum sínum árið 1914. Aðalatriðið er þó það að opinberir aðilar eins og ríki og sveitarfélög eiga ekki að leiða breytingar í þessa veru. Aðeins markaðurinn á að hafa frumkvæði þar um enda stendur atvinnulífið undir launakostnaði allra opinberra starfsmanna. Þaðan koma jú skattarnir.
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun
Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar
Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar
Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar
Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun