Áfram krakkar Katrín Jakobsdóttir skrifar 16. október 2018 07:30 Lög um stofnun embættis umboðsmanns barna voru samþykkt á Alþingi árið 1994 og embættið tók til starfa ári síðar. Þá höfðu reyndar liðið átta ár frá því að fyrst hafði verið lagt fram frumvarp þess efnis en það gerði Guðrún Helgadóttir, rithöfundur og þáverandi þingmaður. Guðrún Helgadóttir hefur alla tíð verið talskona þess að börn séu hugsandi fólk og að það eigi að ræða við þau og skrifa fyrir þau í þeim anda. Þegar Guðrún fór að skrifa bækur fyrir íslensk börn var það nýlunda í íslenskum barnabókmenntum að þær væru skrifaðar frá sjónarhóli barna. Í þá daga var sú hugsun að börn ættu að hafa áhrif bæði á líf sitt og í samfélaginu ekki mjög algeng en ein söguhetja Guðrúnar, Páll Vilhjálmsson, storkaði þessari hugsun þegar hann stofnaði Samtök krakka sem beittu sér fyrir ýmsum þjóðþrifamálum. Óhætt er að segja að þessi saga hafi haft áhrif á pólitískar hugsjónir mínar æ síðan. Það er nefnilega svo að börn eiga að hafa um það að segja hvernig samfélagið er. Börn hafa rétt á að láta skoðanir sínar í ljós um samfélagsleg málefni og við eigum að hlusta eftir þeim. Við eigum að leita leiða til að auka áhrif barna í samfélaginu. Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna var lögfestur hér á landi árið 2013. Honum fylgdi sú hugarfarsbreyting að mikilvægt væri að hlustað væri eftir sjónarmiðum barna í öllum þeim málum sem vörðuðu þau. Í því tilliti er umboðsmaður barna sérstaklega mikilvægur þar sem börn eru ekki pólitískur þrýstihópur og því mikilvægt að umboðsmaður hlusti eftir röddum barna og komi sjónarmiðum á framfæri. Það er því sérstakt ánægjuefni að ég mun í dag mæla fyrir frumvarpi um endurskoðun laga um umboðsmann barna. Á meðal breytinga í frumvarpinu er að á tveggja ára fresti verði haldið sérstakt barnaþing sem verður umfjöllunarvettvangur um stöðu og hagsmuni barna og ungmenna hér á landi og í alþjóðlegu samhengi. Þar munu börn hvaðanæva af landinu koma saman og ræða þau mál sem þeim hugnast. Dagskrárvaldið verður þeirra og tryggt að sá fjölbreytti hópur barna sem komi saman hitti einnig fólk sem vinnur að málefnum barna, embættismenn, þingmenn og fleiri. Það er von mín að Barnaþing efli lýðræðismenntun og styrki rödd barna í samfélagslegri umræðu. Í frumvarpinu er einnig lagt til að lögfestur verði sá ráðgjafahópur sem umboðsmaður barna hefur starfrækt að eigin frumkvæði undanfarin ár, en tólf börn á aldrinum 12-17 ára hafa verið í hópnum hverju sinni. Að lokum má nefna að lagt er til að umboðsmanni barna verði falið að safna gögnum um stöðu barna á Íslandi með markvissum hætti. Með þeim hætti tryggjum við heildstæða sýn á málefni barna og miðlæga öflun og miðlun gagna og upplýsinga um aðstæður barna. Slík gagnaöflun er nauðsynleg þegar kemur að því að móta stefnur er varða börn. Málefni barna eru málaflokkur sem ríkisstjórnin leggur mikla áherslu á. Í sumar samþykkti Alþingi lög um Barnamenningarsjóð sem tekur til starfa á næsta ári og á að tryggja þátttöku allra barna í sköpun og menningu. Markmiðið er að styrkja börn til virkrar þátttöku í menningarlífi, listsköpun, hönnun og nýsköpun og leggja þannig áherslu á sköpunarkraft barna og ungmenna sem verður lykilhæfni í þeim áskorunum sem blasa við okkur í fjórðu iðnbyltingunni. Sérstök áhersla verður lögð á verkefni sem hafa það að markmiði að efla samfélagslega þátttöku barna innflytjenda og flóttafólks og barna sem búa við bágan efnahag. Samfélög eru ekki síst mæld eftir því hvernig þau koma fram við börn og hvernig þau tryggja að öll börn fái tækifæri til að þroska hæfileika sína þannig að þau nái að dafna og fylgja draumum sínum eftir. Til þess þarf rödd barna að fá að heyrast og þeir sem eldri eru að vera reiðubúnir að hlusta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Katrín Jakobsdóttir Mest lesið Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Sjá meira
Lög um stofnun embættis umboðsmanns barna voru samþykkt á Alþingi árið 1994 og embættið tók til starfa ári síðar. Þá höfðu reyndar liðið átta ár frá því að fyrst hafði verið lagt fram frumvarp þess efnis en það gerði Guðrún Helgadóttir, rithöfundur og þáverandi þingmaður. Guðrún Helgadóttir hefur alla tíð verið talskona þess að börn séu hugsandi fólk og að það eigi að ræða við þau og skrifa fyrir þau í þeim anda. Þegar Guðrún fór að skrifa bækur fyrir íslensk börn var það nýlunda í íslenskum barnabókmenntum að þær væru skrifaðar frá sjónarhóli barna. Í þá daga var sú hugsun að börn ættu að hafa áhrif bæði á líf sitt og í samfélaginu ekki mjög algeng en ein söguhetja Guðrúnar, Páll Vilhjálmsson, storkaði þessari hugsun þegar hann stofnaði Samtök krakka sem beittu sér fyrir ýmsum þjóðþrifamálum. Óhætt er að segja að þessi saga hafi haft áhrif á pólitískar hugsjónir mínar æ síðan. Það er nefnilega svo að börn eiga að hafa um það að segja hvernig samfélagið er. Börn hafa rétt á að láta skoðanir sínar í ljós um samfélagsleg málefni og við eigum að hlusta eftir þeim. Við eigum að leita leiða til að auka áhrif barna í samfélaginu. Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna var lögfestur hér á landi árið 2013. Honum fylgdi sú hugarfarsbreyting að mikilvægt væri að hlustað væri eftir sjónarmiðum barna í öllum þeim málum sem vörðuðu þau. Í því tilliti er umboðsmaður barna sérstaklega mikilvægur þar sem börn eru ekki pólitískur þrýstihópur og því mikilvægt að umboðsmaður hlusti eftir röddum barna og komi sjónarmiðum á framfæri. Það er því sérstakt ánægjuefni að ég mun í dag mæla fyrir frumvarpi um endurskoðun laga um umboðsmann barna. Á meðal breytinga í frumvarpinu er að á tveggja ára fresti verði haldið sérstakt barnaþing sem verður umfjöllunarvettvangur um stöðu og hagsmuni barna og ungmenna hér á landi og í alþjóðlegu samhengi. Þar munu börn hvaðanæva af landinu koma saman og ræða þau mál sem þeim hugnast. Dagskrárvaldið verður þeirra og tryggt að sá fjölbreytti hópur barna sem komi saman hitti einnig fólk sem vinnur að málefnum barna, embættismenn, þingmenn og fleiri. Það er von mín að Barnaþing efli lýðræðismenntun og styrki rödd barna í samfélagslegri umræðu. Í frumvarpinu er einnig lagt til að lögfestur verði sá ráðgjafahópur sem umboðsmaður barna hefur starfrækt að eigin frumkvæði undanfarin ár, en tólf börn á aldrinum 12-17 ára hafa verið í hópnum hverju sinni. Að lokum má nefna að lagt er til að umboðsmanni barna verði falið að safna gögnum um stöðu barna á Íslandi með markvissum hætti. Með þeim hætti tryggjum við heildstæða sýn á málefni barna og miðlæga öflun og miðlun gagna og upplýsinga um aðstæður barna. Slík gagnaöflun er nauðsynleg þegar kemur að því að móta stefnur er varða börn. Málefni barna eru málaflokkur sem ríkisstjórnin leggur mikla áherslu á. Í sumar samþykkti Alþingi lög um Barnamenningarsjóð sem tekur til starfa á næsta ári og á að tryggja þátttöku allra barna í sköpun og menningu. Markmiðið er að styrkja börn til virkrar þátttöku í menningarlífi, listsköpun, hönnun og nýsköpun og leggja þannig áherslu á sköpunarkraft barna og ungmenna sem verður lykilhæfni í þeim áskorunum sem blasa við okkur í fjórðu iðnbyltingunni. Sérstök áhersla verður lögð á verkefni sem hafa það að markmiði að efla samfélagslega þátttöku barna innflytjenda og flóttafólks og barna sem búa við bágan efnahag. Samfélög eru ekki síst mæld eftir því hvernig þau koma fram við börn og hvernig þau tryggja að öll börn fái tækifæri til að þroska hæfileika sína þannig að þau nái að dafna og fylgja draumum sínum eftir. Til þess þarf rödd barna að fá að heyrast og þeir sem eldri eru að vera reiðubúnir að hlusta.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun