Tilfinningar og eiginhagsmunir Lára G. Sigurðardóttir skrifar 12. október 2018 21:30 Þeir eru þingmennirnir sem byggja vinnuaðferðir sínar á tilfinningum eins og „[ég] óttast ekki að allt fari á hliðina“ og eiginhagsmunum eins og „ég vil geta keypt hvítvín á sunnudegi þegar mér dettur í hug að elda humar.“ Nú gera þingmenn þessir enn aðra tilraunina til að koma vímuefni í matvörubúðir. Þá skiptir engu máli þótt Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO), Landlæknir og aðrir heilbrigðisstarfsmenn hvetji þá til að henda frumvarpinu. Þá skiptir engu þótt Samgöngustofa lýsi áhyggjum af mikilli aukningu umferðarslysa vegna vímuefnaaksturs. Þá skiptir engu þótt áfengisneysla sé algengasta dánarorsök ungra karla í Evrópu. Og þá skiptir engu þótt meirihluti landsmanna vilji ekki áfengi í matvöruverslanir. Þingmennirnir viðurkenna að áfengisneysla muni aukast en reyna að sannfæra okkur um að allt verði í lagi því áhersla verði lögð á forvarnir og fræðslu. Ef þeir myndu lesa stefnu velferðarráðuneytisins í áfengis- og vímuefnavörnum til ársins 2020 kæmust þeir fljótt að því að takmörkun á sölu áfengis (t.d. að selja áfengi í sérverslunum en ekki matvörubúðum) er árangursríkasta forvarnaraðgerðin! Sú stefna er ekki gripin úr lausu lofti eins og tilfinning þingmannanna heldur samrýmist vísindalegum staðreyndum sem unnið hefur verið út frá í 40 ár hjá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO). Það er ógnvænlegt til þess að hugsa að þingmenn kynni sér ekki nógu vel málefni sem þeir standa fyrir því eitt svona frumvarp getur valdið gríðarlegri afturför í lýðheilsu landsins. Þingmenn eiga að afla þekkingar við vinnu sína líkt og aðrar stéttir samfélagsins og gera greinarmun á tilfinningum og staðreyndum. Ef við viljum hafa umhverfi okkar og samfélag sem heilbrigðast þá þarf að halda áfram þeirri vinnu að minnka skaðann sem áfengi veldur samfélaginu en ekki setja eiginhagsmuni og tilfinningar fram fyrir hagsmuni samfélagsins og niðurstöður vísindarannsókna.Höfundur er læknir og doktor í lýðheilsuvísindum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lára G. Sigurðardóttir Mest lesið Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Sjá meira
Þeir eru þingmennirnir sem byggja vinnuaðferðir sínar á tilfinningum eins og „[ég] óttast ekki að allt fari á hliðina“ og eiginhagsmunum eins og „ég vil geta keypt hvítvín á sunnudegi þegar mér dettur í hug að elda humar.“ Nú gera þingmenn þessir enn aðra tilraunina til að koma vímuefni í matvörubúðir. Þá skiptir engu máli þótt Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO), Landlæknir og aðrir heilbrigðisstarfsmenn hvetji þá til að henda frumvarpinu. Þá skiptir engu þótt Samgöngustofa lýsi áhyggjum af mikilli aukningu umferðarslysa vegna vímuefnaaksturs. Þá skiptir engu þótt áfengisneysla sé algengasta dánarorsök ungra karla í Evrópu. Og þá skiptir engu þótt meirihluti landsmanna vilji ekki áfengi í matvöruverslanir. Þingmennirnir viðurkenna að áfengisneysla muni aukast en reyna að sannfæra okkur um að allt verði í lagi því áhersla verði lögð á forvarnir og fræðslu. Ef þeir myndu lesa stefnu velferðarráðuneytisins í áfengis- og vímuefnavörnum til ársins 2020 kæmust þeir fljótt að því að takmörkun á sölu áfengis (t.d. að selja áfengi í sérverslunum en ekki matvörubúðum) er árangursríkasta forvarnaraðgerðin! Sú stefna er ekki gripin úr lausu lofti eins og tilfinning þingmannanna heldur samrýmist vísindalegum staðreyndum sem unnið hefur verið út frá í 40 ár hjá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO). Það er ógnvænlegt til þess að hugsa að þingmenn kynni sér ekki nógu vel málefni sem þeir standa fyrir því eitt svona frumvarp getur valdið gríðarlegri afturför í lýðheilsu landsins. Þingmenn eiga að afla þekkingar við vinnu sína líkt og aðrar stéttir samfélagsins og gera greinarmun á tilfinningum og staðreyndum. Ef við viljum hafa umhverfi okkar og samfélag sem heilbrigðast þá þarf að halda áfram þeirri vinnu að minnka skaðann sem áfengi veldur samfélaginu en ekki setja eiginhagsmuni og tilfinningar fram fyrir hagsmuni samfélagsins og niðurstöður vísindarannsókna.Höfundur er læknir og doktor í lýðheilsuvísindum.
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar