Vonda skoðunin Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 12. október 2018 07:15 Við lifum í samfélagi þar sem fólk er stöðugt að tjá sig, ekki einungis á mannamótum heldur einnig á samfélagsmiðlum. Sumir hafa óneitanlega meiri þörf fyrir að viðra skoðanir sínar en aðrir og leita uppi miðla þar sem mögulegt er að rödd þeirra fái að heyrast. Þeir finna sér sinn stað og koma sér þar þægilega fyrir og útvarpa hæstánægðir skoðunum sínum, oft meira af kappi en forsjá. Á dögunum viðraði lektor, karlmaður, skoðanir sínar á konum í svokölluðu Karlmennskuspjalli á Facebook. Í anda þess sem hann hefur sjálfsagt talið sanna karlmennsku andvarpaði hann þar yfir því að konur væru alltaf að reyna að troða sér þar sem karlmenn vinna og eyðilegðu vinnustaðinn. Af skrifum hans mátti jafnvel skilja að það væri mikið mein að konur hefðu ekki nægilegan smekk fyrir klámbröndurum, allavega sýndu þær ekki mikið umburðarlyndi væri slíkur brandari sagður. Um þetta er það að segja að vitanlega væri þessum karlmanni fyrir bestu að vera víðsýnni en hann er. Eins og hann talar sýnist hann vera holdgervingur úreltra karlrembuviðhorfa. Það er hans ógæfa, en hann er örugglega ekki einn á báti. Karlrembur finnast víða og blaðra oft ansi mikla vitleysu. Það gera líka svo miklu fleiri og má þar til dæmis nefna öfgafyllstu femínista sem tala of oft eins og þeim sé gjörsamlega um megn að þola tilvist karla. Ekki mikil víðsýni þar á ferð. Já, það verður ekki horft fram hjá því að furðulegar skoðanir eru víða á kreiki. Blessunarlega er skoðana- og tjáningarfrelsi á Íslandi og það ber að virða. Slíkt frelsi er ætlað öllum en sívaxandi hneigð er til þess að þrengja það svo mjög að það er nánast eins og það sé einungis ætlað þeim sem hafa „réttar“ skoðanir. Skoðana- og tjáningarfrelsi hinna skal ekki virða, þar sem þeir tala heimskulega og sýna sig í því að vera illa upplýstir. Fyrir það skal refsað. Reyndar er ómögulegt að þefa uppi alla þá sem þykja hafa óæskilegar eða vitleysislegar skoðanir, en einhverjum er þó alltaf hægt að ná. Karlmaðurinn, sem hér er vitnað í, var einmitt klófestur af vinnuveitanda sínum og sagt upp vinnu við Háskólann í Reykjavík þar sem hann hafði lengi starfað sem lektor. Skoðanir hans, sem hann reifaði utan skólastofunnar, enduróma ekki viðteknar skoðanir þar innan dyra. Í þessum háskóla er akademíska frelsið greinilega talsverðum takmörkunum háð. Ef við teljum skoðana- og tjáningarfrelsi vera raunverulega mikilvægt þá sláum við skjaldborg um það en sveigjum það ekki eftir ríkjandi straumum og stefnum hverju sinni. Þetta frelsi er lítils virði ef það á einungis við þá sem eru okkur sammála en alls ekki hina sem við erum hjartanlega ósammála og teljum vera á algjörum villigötum í skoðunum sínum. Ef við ætlum ótrauð að ganga þá braut að reka fólk úr vinnu vegna þess að okkur líkar ekki skoðanir þess þá erum við um leið orðin verstu óvinir tjáningarfrelsisins. Samfélag sem virðir ekki rétt einstaklingsins til að tjá skoðanir sínar er mannfjandsamlegt samfélag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Sjá meira
Við lifum í samfélagi þar sem fólk er stöðugt að tjá sig, ekki einungis á mannamótum heldur einnig á samfélagsmiðlum. Sumir hafa óneitanlega meiri þörf fyrir að viðra skoðanir sínar en aðrir og leita uppi miðla þar sem mögulegt er að rödd þeirra fái að heyrast. Þeir finna sér sinn stað og koma sér þar þægilega fyrir og útvarpa hæstánægðir skoðunum sínum, oft meira af kappi en forsjá. Á dögunum viðraði lektor, karlmaður, skoðanir sínar á konum í svokölluðu Karlmennskuspjalli á Facebook. Í anda þess sem hann hefur sjálfsagt talið sanna karlmennsku andvarpaði hann þar yfir því að konur væru alltaf að reyna að troða sér þar sem karlmenn vinna og eyðilegðu vinnustaðinn. Af skrifum hans mátti jafnvel skilja að það væri mikið mein að konur hefðu ekki nægilegan smekk fyrir klámbröndurum, allavega sýndu þær ekki mikið umburðarlyndi væri slíkur brandari sagður. Um þetta er það að segja að vitanlega væri þessum karlmanni fyrir bestu að vera víðsýnni en hann er. Eins og hann talar sýnist hann vera holdgervingur úreltra karlrembuviðhorfa. Það er hans ógæfa, en hann er örugglega ekki einn á báti. Karlrembur finnast víða og blaðra oft ansi mikla vitleysu. Það gera líka svo miklu fleiri og má þar til dæmis nefna öfgafyllstu femínista sem tala of oft eins og þeim sé gjörsamlega um megn að þola tilvist karla. Ekki mikil víðsýni þar á ferð. Já, það verður ekki horft fram hjá því að furðulegar skoðanir eru víða á kreiki. Blessunarlega er skoðana- og tjáningarfrelsi á Íslandi og það ber að virða. Slíkt frelsi er ætlað öllum en sívaxandi hneigð er til þess að þrengja það svo mjög að það er nánast eins og það sé einungis ætlað þeim sem hafa „réttar“ skoðanir. Skoðana- og tjáningarfrelsi hinna skal ekki virða, þar sem þeir tala heimskulega og sýna sig í því að vera illa upplýstir. Fyrir það skal refsað. Reyndar er ómögulegt að þefa uppi alla þá sem þykja hafa óæskilegar eða vitleysislegar skoðanir, en einhverjum er þó alltaf hægt að ná. Karlmaðurinn, sem hér er vitnað í, var einmitt klófestur af vinnuveitanda sínum og sagt upp vinnu við Háskólann í Reykjavík þar sem hann hafði lengi starfað sem lektor. Skoðanir hans, sem hann reifaði utan skólastofunnar, enduróma ekki viðteknar skoðanir þar innan dyra. Í þessum háskóla er akademíska frelsið greinilega talsverðum takmörkunum háð. Ef við teljum skoðana- og tjáningarfrelsi vera raunverulega mikilvægt þá sláum við skjaldborg um það en sveigjum það ekki eftir ríkjandi straumum og stefnum hverju sinni. Þetta frelsi er lítils virði ef það á einungis við þá sem eru okkur sammála en alls ekki hina sem við erum hjartanlega ósammála og teljum vera á algjörum villigötum í skoðunum sínum. Ef við ætlum ótrauð að ganga þá braut að reka fólk úr vinnu vegna þess að okkur líkar ekki skoðanir þess þá erum við um leið orðin verstu óvinir tjáningarfrelsisins. Samfélag sem virðir ekki rétt einstaklingsins til að tjá skoðanir sínar er mannfjandsamlegt samfélag.
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun