Stjarnan með fullt hús stiga Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 10. október 2018 21:13 Rodriguez átti frábæran leik gegn Keflavík í fyrstu umferð og hélt uppteknum hætti áfram í kvöld Vísir Stjarnan vann sinn annan leik í röð þegar liðið lagði nýliða KR í kvöld. Skallagrímur vann nauman sigur á Breiðabliki í Borgarnesi. Stjarnan vann sterkan útisigur á Keflavík í fyrstu umferð Domino's deildar kvenna í síðustu viku. Liðið mætti nýliðum KR í Vesturbænum í kvöld. Það stefndi í mikinn yfirburðasigur Stjörnunnar eftir fyrsta leikhlutann. Í honum náði KR aðeins að setja niður fjögur stig á meðan Stjarnan skoraði 19. KR-ingar unnu þó annan leikhluta og náðu að laga stöðuna aðeins, 27-39 staðan í hálfleik. Í fjórða leikhluta náðu heimakonur að töfra fram endurkomu en hún dugði ekki til, Stjarnan fór með fjögurra stiga sigur 74-78. Í Fjósinu í Borgarnesi byrjaði leikur heimakvenna í Skallagrími og Breiðabliks aðeins jafnari, en Skallagrímur var þó með átta stiga forystu eftir fyrsta leikhlutann og níu stiga forystu, 43-34, þegar flautað var til hálfleiks. Gestirnir úr Kópavogi unnu þriðja leikhlutann með einu stigi en náðu að höggva vel í forskot heimakvenna í þeim fjórða. Kelly Faris jafnaði leikinn af vítalínunni þegar fjórar mínútur voru eftir. Síðustu mínúturnar var leikurinn í járnum. Ragnheiður Björk Einarsdóttir kom Blikum yfir en Skallagrímur skoraði næstu þrjár körfur og var með fjögurra stiga forystu þegar 40 sekúndur lifðu af leiknum. Faris setti þriggja stiga körfu og minnkaði muninn í eitt stig en lengra komust Blikar ekki, eins stigs sigur Skallagríms 76-75 staðreynd.Skallagrímur-Breiðablik 76-75 (25-17, 18-17, 21-22, 12-19) Skallagrímur: Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 24/11 fráköst/5 stoðsendingar, Shequila Joseph 20/11 fráköst/3 varin skot, Bryesha Blair 14/4 fráköst, Maja Michalska 9/4 fráköst, Árnína Lena Rúnarsdóttir 4/7 fráköst, Arna Hrönn Ámundadóttir 3, Karen Dögg Vilhjálmsdóttir 2.Breiðablik: Kelly Faris 28/10 fráköst, Björk Gunnarsdótir 15/4 fráköst/7 stoðsendingar, Isabella Ósk Sigurðardóttir 14/9 fráköst, Ragnheiður Björk Einarsdóttir 9/11 fráköst, Sóllilja Bjarnadóttir 7, Eyrún Ósk Alfreðsdóttir 2/4 fráköst.KR-Stjarnan 74-78 (4-19, 23-20, 19-22, 28-17) KR: Kiana Johnson 30/6 fráköst, Orla O'Reilly 24/14 fráköst, Þorbjörg Andrea Friðriksdóttir 9, Vilma Kesanen 6/4 fráköst, Unnur Tara Jónsdóttir 3/4 fráköst, Eygló Kristín Óskarsdóttir 2. Stjarnan: Danielle Victoria Rodriguez 38/15 fráköst, Maria Florencia Palacios 20/5 fráköst, Bríet Sif Hinriksdóttir 8/4 fráköst, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 5, Vigdís María Þórhallsdóttir 3, Alexandra Eva Sverrisdóttir 2, Sólrún Sæmundsdóttir 2. Dominos-deild kvenna Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Körfubolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Enski boltinn Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Körfubolti Fleiri fréttir Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Þjálfarinn skammaði Edwards eftir sextándu tæknivilluna í vetur „Staðan er erfið og flókin“ Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi GAZ-leikur kvöldsins: „Leiðinlegt ef þeir halda að þeir séu komnir með þetta“ Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Sjá meira
Stjarnan vann sinn annan leik í röð þegar liðið lagði nýliða KR í kvöld. Skallagrímur vann nauman sigur á Breiðabliki í Borgarnesi. Stjarnan vann sterkan útisigur á Keflavík í fyrstu umferð Domino's deildar kvenna í síðustu viku. Liðið mætti nýliðum KR í Vesturbænum í kvöld. Það stefndi í mikinn yfirburðasigur Stjörnunnar eftir fyrsta leikhlutann. Í honum náði KR aðeins að setja niður fjögur stig á meðan Stjarnan skoraði 19. KR-ingar unnu þó annan leikhluta og náðu að laga stöðuna aðeins, 27-39 staðan í hálfleik. Í fjórða leikhluta náðu heimakonur að töfra fram endurkomu en hún dugði ekki til, Stjarnan fór með fjögurra stiga sigur 74-78. Í Fjósinu í Borgarnesi byrjaði leikur heimakvenna í Skallagrími og Breiðabliks aðeins jafnari, en Skallagrímur var þó með átta stiga forystu eftir fyrsta leikhlutann og níu stiga forystu, 43-34, þegar flautað var til hálfleiks. Gestirnir úr Kópavogi unnu þriðja leikhlutann með einu stigi en náðu að höggva vel í forskot heimakvenna í þeim fjórða. Kelly Faris jafnaði leikinn af vítalínunni þegar fjórar mínútur voru eftir. Síðustu mínúturnar var leikurinn í járnum. Ragnheiður Björk Einarsdóttir kom Blikum yfir en Skallagrímur skoraði næstu þrjár körfur og var með fjögurra stiga forystu þegar 40 sekúndur lifðu af leiknum. Faris setti þriggja stiga körfu og minnkaði muninn í eitt stig en lengra komust Blikar ekki, eins stigs sigur Skallagríms 76-75 staðreynd.Skallagrímur-Breiðablik 76-75 (25-17, 18-17, 21-22, 12-19) Skallagrímur: Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 24/11 fráköst/5 stoðsendingar, Shequila Joseph 20/11 fráköst/3 varin skot, Bryesha Blair 14/4 fráköst, Maja Michalska 9/4 fráköst, Árnína Lena Rúnarsdóttir 4/7 fráköst, Arna Hrönn Ámundadóttir 3, Karen Dögg Vilhjálmsdóttir 2.Breiðablik: Kelly Faris 28/10 fráköst, Björk Gunnarsdótir 15/4 fráköst/7 stoðsendingar, Isabella Ósk Sigurðardóttir 14/9 fráköst, Ragnheiður Björk Einarsdóttir 9/11 fráköst, Sóllilja Bjarnadóttir 7, Eyrún Ósk Alfreðsdóttir 2/4 fráköst.KR-Stjarnan 74-78 (4-19, 23-20, 19-22, 28-17) KR: Kiana Johnson 30/6 fráköst, Orla O'Reilly 24/14 fráköst, Þorbjörg Andrea Friðriksdóttir 9, Vilma Kesanen 6/4 fráköst, Unnur Tara Jónsdóttir 3/4 fráköst, Eygló Kristín Óskarsdóttir 2. Stjarnan: Danielle Victoria Rodriguez 38/15 fráköst, Maria Florencia Palacios 20/5 fráköst, Bríet Sif Hinriksdóttir 8/4 fráköst, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 5, Vigdís María Þórhallsdóttir 3, Alexandra Eva Sverrisdóttir 2, Sólrún Sæmundsdóttir 2.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Körfubolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Enski boltinn Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Körfubolti Fleiri fréttir Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Þjálfarinn skammaði Edwards eftir sextándu tæknivilluna í vetur „Staðan er erfið og flókin“ Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi GAZ-leikur kvöldsins: „Leiðinlegt ef þeir halda að þeir séu komnir með þetta“ Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Sjá meira