Óttast um afdrif 189 farþega Lion Air Jóhann K. Jóhannsson skrifar 29. október 2018 03:46 Vél sömu tegundarog á þessari mynd hvarf með 189 farþegar og áhöfn Lion Air innanborðs skömmu eftir flugtak frá Jakarta AP Leit stendur yfir að farþegum og áhöfn flugvélar Lion Air sem tók á loft frá Jakarta í nótt að íslenskum tíma. Vélin tók á loft klukkan 06.20 að staðartíma frá Pangkal Pinang sem er ein af eyjum Sumatra. Flugvélin hvarf af ratsjá skömmu eftir flugtak en það staðfestir talsmaður flugfélagsins, Danang Mandala Prihantoro.Flug JT610 frá Lion Air hvarf af ratsjá skömmu eftir flugtak frá Jakarta í Indónesíu. Leit stendur yfir af eftirlifendumSkjáskot af Flightratar24.comLeitarmenn hafa þegar verið sendir af stað norður frá eyjunni Java eða þar sem síðast er talið að vélin hafi verið en áhöfn á togara segist hafa séð flugvélina hrapa í hafið. Vélin er af gerðinni Boeing 737-800. Þá hafa flugmálayfirvöld í Indónesíu staðfest að vélin hafi hrapað í hafið en um borð voru 181 farþegi auk sjö manna áhafnar. Meðal farþega hafi verið að minnsta kostið þrjú börn.Uppfært 04:14 Ættingjar þeirra sem voru um borð í vél Lion Air hafa safnast saman fram við flugvöllinn í Jakarta og bíða þess að vita um afdrif ættingja sinna en flugslysið nú er það versta í Indónesíu frá því að flugvél Air Asia fórst í desember 2014 en þá fórust 162. Í skeyti frá flugmálayfirvöldum í Jakarta kemur fram að sjómenn á skipum hafi séð flugvélina hrapa til jarðar. Lion Air er yngsta en jafnframt stærsta flugfélag landsins og sinnir flugi jafnframt innanlands sem og millilandaflugi. Árið 2013 rann flugvél sömu tegundar og nú er fjallað um, út af flugbrautinni á alþjóðaflugvellinum á Balí, en án þess að einhver slasaðist. Þá voru 108 farþegar um borð.Uppfært 04.49 Flugmálayfirvöld í Indónesíu hafa verið birt myndir af munum þeirra sem voru um borð í vélinni. Talsmaður flugfélagsins, Sutopo Purow Nugroho, segir að vélin hafið hrapað eftir rúmlega klukkustund á flugi. Myndir hafa birst á samfélagmiðlum á vettvangi þar sem eigur farþega eru á floti í sjónum. Samkvæmt vefsíðunni Flightradar24.com var flugvélin afhent ný og ónotuð Lion Air í ágúst síðast liðnumUppfært 05:06 Í frétt AP kemur fram, að samkvæmt Indónesískum flugmálayfirvöldum er vélin sem fórst af gerðinni Boeing 737-MAX8. Vélin hvarf af ratsjá þrettán mínútum eftir flugtak frá Jakarta, höfuðborg Indónesíu eftir að hafa náð tæplega 1600 metra hæð. Icelandair tóku í notkun flugvélar svipaðrar tegundar fyrr á þessu ári. Hvort þær séu að sömu undirtegundar hefur ekki verið gefið upp.WATCH: Debris from #LionAir flight #JT610 floating in the sea off Java, after it crashed shortly after take off from Jakarta (BNPB Indonesia) https://t.co/4jVWZli7ag pic.twitter.com/A8v34SYC85— Channel NewsAsia (@ChannelNewsAsia) October 29, 2018 Some debris from #JT610 that reported has crashed this morning. pic.twitter.com/sWRSdGgG8n— Taz Imansyah (@KaitouTaz) October 29, 2018 Asía Fréttir af flugi Indónesía Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Fleiri fréttir Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Sjá meira
Leit stendur yfir að farþegum og áhöfn flugvélar Lion Air sem tók á loft frá Jakarta í nótt að íslenskum tíma. Vélin tók á loft klukkan 06.20 að staðartíma frá Pangkal Pinang sem er ein af eyjum Sumatra. Flugvélin hvarf af ratsjá skömmu eftir flugtak en það staðfestir talsmaður flugfélagsins, Danang Mandala Prihantoro.Flug JT610 frá Lion Air hvarf af ratsjá skömmu eftir flugtak frá Jakarta í Indónesíu. Leit stendur yfir af eftirlifendumSkjáskot af Flightratar24.comLeitarmenn hafa þegar verið sendir af stað norður frá eyjunni Java eða þar sem síðast er talið að vélin hafi verið en áhöfn á togara segist hafa séð flugvélina hrapa í hafið. Vélin er af gerðinni Boeing 737-800. Þá hafa flugmálayfirvöld í Indónesíu staðfest að vélin hafi hrapað í hafið en um borð voru 181 farþegi auk sjö manna áhafnar. Meðal farþega hafi verið að minnsta kostið þrjú börn.Uppfært 04:14 Ættingjar þeirra sem voru um borð í vél Lion Air hafa safnast saman fram við flugvöllinn í Jakarta og bíða þess að vita um afdrif ættingja sinna en flugslysið nú er það versta í Indónesíu frá því að flugvél Air Asia fórst í desember 2014 en þá fórust 162. Í skeyti frá flugmálayfirvöldum í Jakarta kemur fram að sjómenn á skipum hafi séð flugvélina hrapa til jarðar. Lion Air er yngsta en jafnframt stærsta flugfélag landsins og sinnir flugi jafnframt innanlands sem og millilandaflugi. Árið 2013 rann flugvél sömu tegundar og nú er fjallað um, út af flugbrautinni á alþjóðaflugvellinum á Balí, en án þess að einhver slasaðist. Þá voru 108 farþegar um borð.Uppfært 04.49 Flugmálayfirvöld í Indónesíu hafa verið birt myndir af munum þeirra sem voru um borð í vélinni. Talsmaður flugfélagsins, Sutopo Purow Nugroho, segir að vélin hafið hrapað eftir rúmlega klukkustund á flugi. Myndir hafa birst á samfélagmiðlum á vettvangi þar sem eigur farþega eru á floti í sjónum. Samkvæmt vefsíðunni Flightradar24.com var flugvélin afhent ný og ónotuð Lion Air í ágúst síðast liðnumUppfært 05:06 Í frétt AP kemur fram, að samkvæmt Indónesískum flugmálayfirvöldum er vélin sem fórst af gerðinni Boeing 737-MAX8. Vélin hvarf af ratsjá þrettán mínútum eftir flugtak frá Jakarta, höfuðborg Indónesíu eftir að hafa náð tæplega 1600 metra hæð. Icelandair tóku í notkun flugvélar svipaðrar tegundar fyrr á þessu ári. Hvort þær séu að sömu undirtegundar hefur ekki verið gefið upp.WATCH: Debris from #LionAir flight #JT610 floating in the sea off Java, after it crashed shortly after take off from Jakarta (BNPB Indonesia) https://t.co/4jVWZli7ag pic.twitter.com/A8v34SYC85— Channel NewsAsia (@ChannelNewsAsia) October 29, 2018 Some debris from #JT610 that reported has crashed this morning. pic.twitter.com/sWRSdGgG8n— Taz Imansyah (@KaitouTaz) October 29, 2018
Asía Fréttir af flugi Indónesía Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Fleiri fréttir Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Sjá meira