Grunaður um að hafa ekki komið konunni til hjálpar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 23. október 2018 15:45 Samkvæmt tilkynningu frá lögreglunni í dag beinist rannsóknin að því að upplýsa um hvenær og hvernig andlát konunnar bar að. Vísir/Vilhelm Maðurinn sem úrskurðaður var í gæsluvarðhald í tengslum við andlát ungrar konu á Akureyri um helgina er grunaður um að hafa ekki komið konunni til hjálpar. Þetta kemur fram í gæsluvarðhaldsúrskurði yfir manninum sem kveðinn var upp í Héraðsdómi Norðurlands eystra í gær. Fréttastofa hefur úrskurðinn undir höndum. Konan fannst látin á heimili sínu á sunnudaginn og rannsakar lögregla andlátið. Var það faðir konunnar sem kom að henni látinni en ung börn hennar voru á heimilinu. Í úrskurðinum segir að rannsókn málsins sé mjög skammt á veg komin en sérfræðingar frá tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu voru sendir til Akureyrar í gær og aðstoðuðu þeir við vettvangsrannsókn sem lauk í gær. Eftir eigi að rannsaka símasamskipti konunnar sem hugsanlega geti varpað ljósi á það hvenær hún hafi látist og einnig hvort fleiri hafi verið í íbúðinni. Þá liggur dánarorsök ekki fyrir.Lögregla verst allra frétta Maðurinn er talinn hafa verið á vettvangi er konan lést og í úrskurðinum segir að rökstuddur grunur sé um að maðurinn hafi brotið gegn fyrstu og/eða fjórðu málsgrein 220. greinar hegningarlaga. Kveða þær á um að hver sem komi manni í það ástand, að hann sé án bjargar, eða yfirgefur mann, sem hann átti að sjá um, í slíku ástandi, skuli sæta fangelsi allt að 8 árum og að sá sem í ábataskyni, af gáska eða á annan ófyrirleitinn hátt stofni lífi og heilsu annarra í augljósan háska skuli sæta fangelsi allt að fjórum árum. Maðurinn er einnig grunaður um að hafa brotið gegn 221. grein hegningarlaga en þar segir að láti maður farast fyrir að koma manni til hjálpar, sem staddur sé í lífsháska, þótt hann gæti gert það án þess að stofna lífi eða heilbrigði sjálfs sín eða annarra í háska varði það fangelsi allt að tveimur árum. Í úrskurðinum segir einnig að ekki hafi verið hægt að taka skýrslu af manninum vegna annarlegs ástands. Telur lögreglan á Akureyri líklegt að maðurinn hafi tækifæri til að torvelda rannsókn málsins gangi hann laus næstu daga. Fréttastofa hefur ítrekað reynt að ná tali af Bergi Jónssyni, sem er yfirmaður rannsóknardeildar lögreglunnar, án árangurs og hefur lögregla lítið sem ekkert viljað gefa uppi um gang rannsóknarinnar. Tengdar fréttir LRH sendi sérfræðinga norður vegna andláts ungrar konu Einn hefur verið handtekinn eftir að ung kona fannst látin í íbúð sinni. 22. október 2018 18:31 Handtekinn vegna andláts ungrar konu á Akureyri Dánarorsök liggur ekki fyrir. 22. október 2018 15:31 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Maðurinn sem úrskurðaður var í gæsluvarðhald í tengslum við andlát ungrar konu á Akureyri um helgina er grunaður um að hafa ekki komið konunni til hjálpar. Þetta kemur fram í gæsluvarðhaldsúrskurði yfir manninum sem kveðinn var upp í Héraðsdómi Norðurlands eystra í gær. Fréttastofa hefur úrskurðinn undir höndum. Konan fannst látin á heimili sínu á sunnudaginn og rannsakar lögregla andlátið. Var það faðir konunnar sem kom að henni látinni en ung börn hennar voru á heimilinu. Í úrskurðinum segir að rannsókn málsins sé mjög skammt á veg komin en sérfræðingar frá tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu voru sendir til Akureyrar í gær og aðstoðuðu þeir við vettvangsrannsókn sem lauk í gær. Eftir eigi að rannsaka símasamskipti konunnar sem hugsanlega geti varpað ljósi á það hvenær hún hafi látist og einnig hvort fleiri hafi verið í íbúðinni. Þá liggur dánarorsök ekki fyrir.Lögregla verst allra frétta Maðurinn er talinn hafa verið á vettvangi er konan lést og í úrskurðinum segir að rökstuddur grunur sé um að maðurinn hafi brotið gegn fyrstu og/eða fjórðu málsgrein 220. greinar hegningarlaga. Kveða þær á um að hver sem komi manni í það ástand, að hann sé án bjargar, eða yfirgefur mann, sem hann átti að sjá um, í slíku ástandi, skuli sæta fangelsi allt að 8 árum og að sá sem í ábataskyni, af gáska eða á annan ófyrirleitinn hátt stofni lífi og heilsu annarra í augljósan háska skuli sæta fangelsi allt að fjórum árum. Maðurinn er einnig grunaður um að hafa brotið gegn 221. grein hegningarlaga en þar segir að láti maður farast fyrir að koma manni til hjálpar, sem staddur sé í lífsháska, þótt hann gæti gert það án þess að stofna lífi eða heilbrigði sjálfs sín eða annarra í háska varði það fangelsi allt að tveimur árum. Í úrskurðinum segir einnig að ekki hafi verið hægt að taka skýrslu af manninum vegna annarlegs ástands. Telur lögreglan á Akureyri líklegt að maðurinn hafi tækifæri til að torvelda rannsókn málsins gangi hann laus næstu daga. Fréttastofa hefur ítrekað reynt að ná tali af Bergi Jónssyni, sem er yfirmaður rannsóknardeildar lögreglunnar, án árangurs og hefur lögregla lítið sem ekkert viljað gefa uppi um gang rannsóknarinnar.
Tengdar fréttir LRH sendi sérfræðinga norður vegna andláts ungrar konu Einn hefur verið handtekinn eftir að ung kona fannst látin í íbúð sinni. 22. október 2018 18:31 Handtekinn vegna andláts ungrar konu á Akureyri Dánarorsök liggur ekki fyrir. 22. október 2018 15:31 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
LRH sendi sérfræðinga norður vegna andláts ungrar konu Einn hefur verið handtekinn eftir að ung kona fannst látin í íbúð sinni. 22. október 2018 18:31
Handtekinn vegna andláts ungrar konu á Akureyri Dánarorsök liggur ekki fyrir. 22. október 2018 15:31