„Já, en amma?…?“ Ögmundur Jónasson skrifar 23. október 2018 07:00 Sendiherrar átta NATÓ-ríkja á Íslandi skrifa grein í Fréttablaðið miðvikudaginn 17. október sl., Bandaríkjanna, Bretlands, Danmerkur, Noregs, Kanada, Póllands og Þýskalands, gagngert til að fagna því að á Íslandi fari nú fram „stærsta heræfing bandalagsins undanfarin ár“. Sendiherrarnir draga hvergi af sér: „Við teljum það Íslandi til hróss að vera gestgjafi fyrsta hluta Trident Juncture-æfingarinnar.“ Það sé fagnaðarefni, „að sjá Ísland enn og aftur, staðfesta stuðning sinn við aðild að NATÓ.“ „Alls konar skoðanir“ Svo er því náttúrlega bætt við og VG blikkað vinsamlega, að vitað sé „að á Íslandi rúmist alls konar skoðanir?… “ Mér þótti vissulega ánægjulegt að sjá forsætisráðherra, formann VG, reyna að fjarlægja sig þessu hernaðarbrölti með því að vekja athygli á að hernaðarsýningin (og þannig tala sendiherrarnir um heræfinguna, hún geri „samheldni NATÓ“ sýnilega) hafi verið sett á koppinn fyrir daga þessarar ríkisstjórnar. En það kemur dagur eftir þennan dag til að sýna pólitíska fjarlægð í verki og frelsa okkur frá niðurlægjandi klappi á kollinn frá sendiherrum NATÓ. Minnir á sigra samyrkjubúanna Grein sendiherranna minnir annars svoldið á fréttabréf um stanslausa sigra á samyrkjubúum á fyrri árum Sovét-kommúnismans. Allt var gott, árangur gríðarlegur, allir hamingjusamir og eindrægni fullkomin. Í Fréttablaðsgreininni vitna sendiherrarnir í Foggó aðmírál, sem áréttar að NATÓ sé „varnarbandalag“ sem sækist „aldrei eftir átökum“ enda beiti bandalagið sér, segja sendiherrarnir, einvörðungu fyrir „friði, öryggi og stöðugleika“. Og „til marks um mikilvægi starfs NATO má nefna áhersluna á öruggara samfélag í Afganistan þar sem ungar stúlkur geta nú stundað nám, þar er Ísland að koma fram sínum kjarnagildum í verk, langt frá sínum ströndum.“ Já, og ekki má gleyma tölvutækninni og internetinu sem sé „misnotað til að vega að stofnunum okkar og gera þær að skotmörkum tölvuþrjóta?…“ Þarna eigum við nú aldeilis hauk í horni í okkar ástsæla NATÓ. Gin úlfsins Margt, margt fleira er sagt í þessari upphöfnu lofgjörð, sem kannski hefði gengið á kaldastríðstímanum. En ég spyr, gengur þetta núna? Bara varnarbandalag, sem sækist aldrei eftir átökum!? Hvernig eigum við að þýða á íslensku „regime change“, þegar skipt er út ríkisstjórnum með vopnavaldi, eins og gert var í Írak, til stóð að gera í Sýrlandi og NATÓ stóð að í Líbíu? Enginn deilir lengur um þær hörmungar sem árás NATÓ á Líbíu leiddi af sér. Og ekki eru nema örfáir mánuðir síðan NATÓ gerði árás á Sýrland á grundvelli upploginna saka. Þetta eru bara dæmi til að sýna hvers konar Rauðhettuævintýri sendiherrar NATÓ leyfa sér að segja okkur. „Já, en amma, af hverju ertu með svona stóran munn?“ NATÓ og frelsun kvenna Og svo eru það réttindi kvenna. Gott ef tekst að forða konum undan ofbeldi í Afganistan. En það er ekki langt síðan, rúmlega þrjátíu ár, að NATÓ-ríkin studdu Talíbana gegn stjórnvöldum í Kabúl, sem einmitt höfðu sett kvenfrelsi á oddinn með stuðningi Sovétríkjanna. Þetta er náttúrlega bannað að segja, eins er það illa séð að ræða um ofbeldi á hendur konum af hálfu NATÓ-ríkisins Tyrklands og ISIS, sem NATÓ-ríkin studdu lengi vel í Sýrlandi. Kvennakúgun gerist hvergi verri á byggðu bóli en á áhrifasvæðum þessara illu afla. Gegn tölvuþrjótum í þágu persónuverndar Já, svo er það baráttan við tölvuþrjótana sem ógna stofnunum okkar og lýðræðinu! Getur verið að þýski sendiherrann hafi lesið eigin grein ofan í kjölinn? Sími kanslara Þýskalands var hleraður um árabil og reyndar allt þýska stjórnkerfið og án efa gervallt stjórnkerfi Evrópu að ekki sé minnst á óbreytta borgara. Og hver var tölvuþrjóturinn? Sá heitir Öryggisþjónusta Bandaríkjanna, US Security Agency, og er nánasti ættingi NATÓ! Á að biðja þessa aðila um að standa vörð um persónuverndina og lýðræðið? Sumt breytist ekki Já, heimurinn er óútreiknanlegur. Það finnst sendiherrunum átta en með undantekningu þó: „Í þessum óútreiknanlega heimi er NATÓ akkeri stöðugleikans.“ Það er nefnilega það. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ögmundur Jónasson Mest lesið Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Annars konar skoðun á hinu ósýnilega í lífi fólks Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og Bandaríkin í skugga hægri öfga skrifar Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Sjá meira
Sendiherrar átta NATÓ-ríkja á Íslandi skrifa grein í Fréttablaðið miðvikudaginn 17. október sl., Bandaríkjanna, Bretlands, Danmerkur, Noregs, Kanada, Póllands og Þýskalands, gagngert til að fagna því að á Íslandi fari nú fram „stærsta heræfing bandalagsins undanfarin ár“. Sendiherrarnir draga hvergi af sér: „Við teljum það Íslandi til hróss að vera gestgjafi fyrsta hluta Trident Juncture-æfingarinnar.“ Það sé fagnaðarefni, „að sjá Ísland enn og aftur, staðfesta stuðning sinn við aðild að NATÓ.“ „Alls konar skoðanir“ Svo er því náttúrlega bætt við og VG blikkað vinsamlega, að vitað sé „að á Íslandi rúmist alls konar skoðanir?… “ Mér þótti vissulega ánægjulegt að sjá forsætisráðherra, formann VG, reyna að fjarlægja sig þessu hernaðarbrölti með því að vekja athygli á að hernaðarsýningin (og þannig tala sendiherrarnir um heræfinguna, hún geri „samheldni NATÓ“ sýnilega) hafi verið sett á koppinn fyrir daga þessarar ríkisstjórnar. En það kemur dagur eftir þennan dag til að sýna pólitíska fjarlægð í verki og frelsa okkur frá niðurlægjandi klappi á kollinn frá sendiherrum NATÓ. Minnir á sigra samyrkjubúanna Grein sendiherranna minnir annars svoldið á fréttabréf um stanslausa sigra á samyrkjubúum á fyrri árum Sovét-kommúnismans. Allt var gott, árangur gríðarlegur, allir hamingjusamir og eindrægni fullkomin. Í Fréttablaðsgreininni vitna sendiherrarnir í Foggó aðmírál, sem áréttar að NATÓ sé „varnarbandalag“ sem sækist „aldrei eftir átökum“ enda beiti bandalagið sér, segja sendiherrarnir, einvörðungu fyrir „friði, öryggi og stöðugleika“. Og „til marks um mikilvægi starfs NATO má nefna áhersluna á öruggara samfélag í Afganistan þar sem ungar stúlkur geta nú stundað nám, þar er Ísland að koma fram sínum kjarnagildum í verk, langt frá sínum ströndum.“ Já, og ekki má gleyma tölvutækninni og internetinu sem sé „misnotað til að vega að stofnunum okkar og gera þær að skotmörkum tölvuþrjóta?…“ Þarna eigum við nú aldeilis hauk í horni í okkar ástsæla NATÓ. Gin úlfsins Margt, margt fleira er sagt í þessari upphöfnu lofgjörð, sem kannski hefði gengið á kaldastríðstímanum. En ég spyr, gengur þetta núna? Bara varnarbandalag, sem sækist aldrei eftir átökum!? Hvernig eigum við að þýða á íslensku „regime change“, þegar skipt er út ríkisstjórnum með vopnavaldi, eins og gert var í Írak, til stóð að gera í Sýrlandi og NATÓ stóð að í Líbíu? Enginn deilir lengur um þær hörmungar sem árás NATÓ á Líbíu leiddi af sér. Og ekki eru nema örfáir mánuðir síðan NATÓ gerði árás á Sýrland á grundvelli upploginna saka. Þetta eru bara dæmi til að sýna hvers konar Rauðhettuævintýri sendiherrar NATÓ leyfa sér að segja okkur. „Já, en amma, af hverju ertu með svona stóran munn?“ NATÓ og frelsun kvenna Og svo eru það réttindi kvenna. Gott ef tekst að forða konum undan ofbeldi í Afganistan. En það er ekki langt síðan, rúmlega þrjátíu ár, að NATÓ-ríkin studdu Talíbana gegn stjórnvöldum í Kabúl, sem einmitt höfðu sett kvenfrelsi á oddinn með stuðningi Sovétríkjanna. Þetta er náttúrlega bannað að segja, eins er það illa séð að ræða um ofbeldi á hendur konum af hálfu NATÓ-ríkisins Tyrklands og ISIS, sem NATÓ-ríkin studdu lengi vel í Sýrlandi. Kvennakúgun gerist hvergi verri á byggðu bóli en á áhrifasvæðum þessara illu afla. Gegn tölvuþrjótum í þágu persónuverndar Já, svo er það baráttan við tölvuþrjótana sem ógna stofnunum okkar og lýðræðinu! Getur verið að þýski sendiherrann hafi lesið eigin grein ofan í kjölinn? Sími kanslara Þýskalands var hleraður um árabil og reyndar allt þýska stjórnkerfið og án efa gervallt stjórnkerfi Evrópu að ekki sé minnst á óbreytta borgara. Og hver var tölvuþrjóturinn? Sá heitir Öryggisþjónusta Bandaríkjanna, US Security Agency, og er nánasti ættingi NATÓ! Á að biðja þessa aðila um að standa vörð um persónuverndina og lýðræðið? Sumt breytist ekki Já, heimurinn er óútreiknanlegur. Það finnst sendiherrunum átta en með undantekningu þó: „Í þessum óútreiknanlega heimi er NATÓ akkeri stöðugleikans.“ Það er nefnilega það.
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun