Forsætisráðherra segir nauðsynlegt að greina stöðu barna á Íslandi Heimir Már Pétursson skrifar 8. nóvember 2018 20:15 Forsætisráðherra segir nauðsynlegt að afla frekari gagna um stöðu og líðan barna bæði út frá kyni þeirra og samfélagslegri stöðu. Þingmaður Flokks fólksins segir ástæðu til að hafa sérstakar áhyggjur af stöðu drengja í íslensku samfélagi.Karl Gauti Hjaltason, þingmaður Flokks fólksinsSkjáskot úr fréttKarl Gauti Hjaltason þingmaður Flokks fólksins dró upp dökka mynd af stöðu og líðan drengja á Íslandi í sérstakri umræðu sem hann var upphafsmaður að á Alþingi í dag. Ungir menn og drengir virtust sannarlega eiga í mikilli tilvistarkreppu. „Ef litið er til tíðni sjálfsvíga þá er hlutfall karla 87 prósent á árinu 2015 í yngsta aldurshópnum fimmtán til þrjátíu og fimm ára. Komið hefur fram að lestrarvandi drengja við útskrift úr grunnskólanum er geigvænlegur. Eða sú staðreynd að ungir menn eru einungis 30 prósent þeirra sem ljúka meistaragráðu úr háskólanum,“ sagði Karl Gauti. Karlmenn væru einungis 36 prósent þeirra sem stunduðu háskólanám, notkun hegðunarlyfja væri helmingi algengari á meðal drengja en stúlkna í grunnskólanum, brottfall drengja úr framhaldsskólum væri mun meira en hjá stúlkum og nýgengni örorku væri meiri meðal ungra karla en kvenna. Það væri greinilega eitthvað mikið að. „Á þessari upptalningu, sem þó er einungis sýnishorn af þeim staðreyndum sem blasa við okkur um ástandið á meðal hins unga karlkyns, sést vel að við svo búið verður ekki unað. Við getum ekki sætt okkur við að ungir drengir og ungir menn finni sig ekki og líði illa og við missum þá í aðgerðarleysi, afbrot, vímuefnaneyslu, örorku og því miður jafnvel sjálfsvíg,“ sagði Karl Gauti.Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.Vísir/VilhelmKatrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði grunnforsendu þessara mála að samfélagið byggði á ákveðnu kynjakerfi þar sem bæði neikvæð og jákvæð áhrif þess birtust með ólíkum hætti. Hún minnti á frumvarp um umboðsmann barna. „Í því frumvarpi sem liggur hér fyrir þinginu er gert ráð fyrir að umboðsmaður barna fái aukið hlutverk við að afla gagna um stöðu barna. Bæði drengja og stúlkna. Við þurfum að afla þessarra gagna með heildstæðum hætti þannig að við getum tekið góðar ákvarðanir til framtíðar,“ sagði forsætisráðherra. Hún deildi áhyggjum með þingmanninum vegna ávísana lyfja til barna. „Íslensk börn samkvæmt upplýsingum frá landlækni fá meira ávísað af tauga- og geðlyfjum en jafnaldrar þeirra á Norðurlöndum. Það á bæði við um stúlkur og drengi. Drengir eru líklegri til að fá slík lyf en stúlkur, jafnt hér á landi sem og á Norðurlöndum,“ sagði Katrín Jakobsdóttir. Alþingi Heilbrigðismál Tengdar fréttir Á bilinu 10-20% ungmenna í heiminum glíma við einhvers konar geðræna erfiðleika "Hægt er að koma í veg fyrir eða lækna margs konar geðræna kvilla, sérstaklega ef fylgst er með andlegri heilsu frá blautu barnsbeini,“ segir António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna. 10. október 2018 14:00 Landlæknir veltir upp sérstökum úrræðum í heilsuþjónustu fyrir karla Það gæti sömuleiðis verið verðugt verkefni fyrir Þróunarmiðstöð heilsugæslunnar að huga að því 22. október 2018 13:18 Logi segir framlög til geðheilbrigðismála ekki duga til Formaður Samfylkingarinnar segir það viðbótarframlag til geðheilbrigðismála ekki duga til að bregðast við þeim mikla vanda sem steðjar að ungu fólki sérstaklega. Það væri sláandi hvað stór hluti ungs fólks reyndi að svipta sig lífi og hvað stór hluti fólks væru öryrkjar vegna geðrænna vandamála. 11. október 2018 13:29 Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” Innlent Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Innlent Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Innlent „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Innlent Hegseth í stríði við blaðamenn Erlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Fleiri fréttir Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Sjá meira
Forsætisráðherra segir nauðsynlegt að afla frekari gagna um stöðu og líðan barna bæði út frá kyni þeirra og samfélagslegri stöðu. Þingmaður Flokks fólksins segir ástæðu til að hafa sérstakar áhyggjur af stöðu drengja í íslensku samfélagi.Karl Gauti Hjaltason, þingmaður Flokks fólksinsSkjáskot úr fréttKarl Gauti Hjaltason þingmaður Flokks fólksins dró upp dökka mynd af stöðu og líðan drengja á Íslandi í sérstakri umræðu sem hann var upphafsmaður að á Alþingi í dag. Ungir menn og drengir virtust sannarlega eiga í mikilli tilvistarkreppu. „Ef litið er til tíðni sjálfsvíga þá er hlutfall karla 87 prósent á árinu 2015 í yngsta aldurshópnum fimmtán til þrjátíu og fimm ára. Komið hefur fram að lestrarvandi drengja við útskrift úr grunnskólanum er geigvænlegur. Eða sú staðreynd að ungir menn eru einungis 30 prósent þeirra sem ljúka meistaragráðu úr háskólanum,“ sagði Karl Gauti. Karlmenn væru einungis 36 prósent þeirra sem stunduðu háskólanám, notkun hegðunarlyfja væri helmingi algengari á meðal drengja en stúlkna í grunnskólanum, brottfall drengja úr framhaldsskólum væri mun meira en hjá stúlkum og nýgengni örorku væri meiri meðal ungra karla en kvenna. Það væri greinilega eitthvað mikið að. „Á þessari upptalningu, sem þó er einungis sýnishorn af þeim staðreyndum sem blasa við okkur um ástandið á meðal hins unga karlkyns, sést vel að við svo búið verður ekki unað. Við getum ekki sætt okkur við að ungir drengir og ungir menn finni sig ekki og líði illa og við missum þá í aðgerðarleysi, afbrot, vímuefnaneyslu, örorku og því miður jafnvel sjálfsvíg,“ sagði Karl Gauti.Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.Vísir/VilhelmKatrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði grunnforsendu þessara mála að samfélagið byggði á ákveðnu kynjakerfi þar sem bæði neikvæð og jákvæð áhrif þess birtust með ólíkum hætti. Hún minnti á frumvarp um umboðsmann barna. „Í því frumvarpi sem liggur hér fyrir þinginu er gert ráð fyrir að umboðsmaður barna fái aukið hlutverk við að afla gagna um stöðu barna. Bæði drengja og stúlkna. Við þurfum að afla þessarra gagna með heildstæðum hætti þannig að við getum tekið góðar ákvarðanir til framtíðar,“ sagði forsætisráðherra. Hún deildi áhyggjum með þingmanninum vegna ávísana lyfja til barna. „Íslensk börn samkvæmt upplýsingum frá landlækni fá meira ávísað af tauga- og geðlyfjum en jafnaldrar þeirra á Norðurlöndum. Það á bæði við um stúlkur og drengi. Drengir eru líklegri til að fá slík lyf en stúlkur, jafnt hér á landi sem og á Norðurlöndum,“ sagði Katrín Jakobsdóttir.
Alþingi Heilbrigðismál Tengdar fréttir Á bilinu 10-20% ungmenna í heiminum glíma við einhvers konar geðræna erfiðleika "Hægt er að koma í veg fyrir eða lækna margs konar geðræna kvilla, sérstaklega ef fylgst er með andlegri heilsu frá blautu barnsbeini,“ segir António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna. 10. október 2018 14:00 Landlæknir veltir upp sérstökum úrræðum í heilsuþjónustu fyrir karla Það gæti sömuleiðis verið verðugt verkefni fyrir Þróunarmiðstöð heilsugæslunnar að huga að því 22. október 2018 13:18 Logi segir framlög til geðheilbrigðismála ekki duga til Formaður Samfylkingarinnar segir það viðbótarframlag til geðheilbrigðismála ekki duga til að bregðast við þeim mikla vanda sem steðjar að ungu fólki sérstaklega. Það væri sláandi hvað stór hluti ungs fólks reyndi að svipta sig lífi og hvað stór hluti fólks væru öryrkjar vegna geðrænna vandamála. 11. október 2018 13:29 Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” Innlent Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Innlent Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Innlent „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Innlent Hegseth í stríði við blaðamenn Erlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Fleiri fréttir Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Sjá meira
Á bilinu 10-20% ungmenna í heiminum glíma við einhvers konar geðræna erfiðleika "Hægt er að koma í veg fyrir eða lækna margs konar geðræna kvilla, sérstaklega ef fylgst er með andlegri heilsu frá blautu barnsbeini,“ segir António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna. 10. október 2018 14:00
Landlæknir veltir upp sérstökum úrræðum í heilsuþjónustu fyrir karla Það gæti sömuleiðis verið verðugt verkefni fyrir Þróunarmiðstöð heilsugæslunnar að huga að því 22. október 2018 13:18
Logi segir framlög til geðheilbrigðismála ekki duga til Formaður Samfylkingarinnar segir það viðbótarframlag til geðheilbrigðismála ekki duga til að bregðast við þeim mikla vanda sem steðjar að ungu fólki sérstaklega. Það væri sláandi hvað stór hluti ungs fólks reyndi að svipta sig lífi og hvað stór hluti fólks væru öryrkjar vegna geðrænna vandamála. 11. október 2018 13:29