Innlent

Sakaður um tvær nauðganir á nokkrum klukkustundum

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Konan segist hafa ítrekað rifið upp nærbuxurnar sínar, sagt nei en maðurinn hafi fengið vijla sínum fram.
Konan segist hafa ítrekað rifið upp nærbuxurnar sínar, sagt nei en maðurinn hafi fengið vijla sínum fram. Vísir/Hanna
Karlmaður sætir ákæru héraðssaksóknara fyrir nauðgun með því að hafa fyrst aðfaranótt og síðan að morgni sunnudagsins 11. janúar 2015 haft samræði við konu án hennar samþykkis og vilja með því að beita hana ólögmætri nauðung.

Málið er til meðferðar í Héraðsdómi Reykjaness. Maðurinn er sakaður um að hafa ítrekað reynt að rífa niður nærbuxur konunnar og þrátt fyrir að hún hafi ítrekað híft nærbuxurnar upp aftur og sagt nei við manninn haft við hana samræði um leggöng. Fyrst um nóttina og aftur um morguninn.

Af þessu hlaut konan roða og þrota vinstra megin við þvagrásarop, smárifu hægra megin og aftan við þvagrásarop, þreyfieymsli yfir ytri skapabörmum, þrota við leggangnaop auk þess sem slímhúð þar var hjúf og viðkvæm.

Brot mannsins telst varða við 1. málsgrein 194. greinar almennra hegningarlaga. Brot við málsgreininni varða allt að sextán ára fangelsi.

Farið er fram á fjórar milljónir króna í miskabætur fyrir hönd konunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×