Píratar ræða meint einelti innan flokksins Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Sylvía Hall skrifa 5. nóvember 2018 22:05 Ólga er innan Pírata vegna meints eineltis innan flokksins og niðurstöðu úrskurðarnefndar. Málið snýst um að framkvæmdastjóri flokksins réð til sín aðstoðarmann án auglýsingar. Flokksmaður kærði ráðninguna, og úrskurðarnefnd skilaði niðurstöðu um að lög flokksins hafi verið brotin og víkja eigi starfsmanninum úr starfi. Framkvæmdaráði bar að samþykkja ráðninguna á sínum tíma en Sindri Viborg, sem var formaður framkvæmdaráðs, hætti í september og segir hann í færslu á Facebook að í flokknum sé grasserandi eineltishegðun. Erla Hlynsdóttir, framkvæmdarstjóri Pírata, sagði í viðtali við kvöldfréttir Stöðvar 2 að hún hafi fengið samþykki fyrir ráðningunni frá framkvæmdaráði flokksins og það hafi verið staðfest í fundargerðum ráðsins. Hún segir mikla ánægju hafa verið með störf starsfmannsins en ekki hafi verið tekin ákvörðun um hvort hann haldi áfram. Mikil umræða hefur verið um einelti innan Pírata og segir Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, að augljóst sé að það þurfi að taka á málunum. „Það er bersýnilegt af þeim frásögnum sem við heyrum að við þurfum að taka til í okkar ranni, það hlýtur að liggja fyrir. Gegnsæi okkar felst í því að við leynum ekki slíku,“ sagði Helgi Hrafn og sagði flokkinn taka slíkum frásögnum alvarlega. Hann segir málið þó vera flókið. „Það er erfitt eða ómögulegt fyrir mig akkúrat núna að taka afstöðu í einhverju slíku en við hlustum á alla, við tökum þetta alvarlega og við erum að bregðast við hér og nú.“ Stj.mál Tengdar fréttir Úrsagnir og illdeilur innan raða Pírata Píratar munu koma saman til fundar í kvöld til að ræða samskipti innan flokksins. Flokkurinn hefur logað í illdeilum síðustu vikurnar og fólk sagt sig úr honum vegna eineltis. 5. nóvember 2018 06:00 Varaborgarfulltrúi vill ekki starfa undir merkjum Pírata Rannveig Ernudóttir, varaborgarfulltrúi Pírata í Reykjavík, hefur sent skrifstofu borgarstjórnar erindi þar sem hún óskar eftir því að vera upplýst um stöðu sína gagnvart borginni sem kjörinn fulltrúi, kjósi hún að yfirgefa Pírata. Rannveig segist vilja starfa áfram í þágu borgarbúa, en þó ekki lengur undir merkjum Pírata. 2. nóvember 2018 23:12 Atli segir sig úr Pírötum: „Ég get ekki tengst hreyfingu sem setur kíkinn fyrir blinda augað gagnvart svona hegðun“ Atli Þór Fanndal, blaðamaður og pólitískur ráðgjafi Pírata, hefur sagt sig úr flokknum í kjölfar mikilla deilna innan flokksins. 3. nóvember 2018 16:27 Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Fleiri fréttir Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Sjá meira
Ólga er innan Pírata vegna meints eineltis innan flokksins og niðurstöðu úrskurðarnefndar. Málið snýst um að framkvæmdastjóri flokksins réð til sín aðstoðarmann án auglýsingar. Flokksmaður kærði ráðninguna, og úrskurðarnefnd skilaði niðurstöðu um að lög flokksins hafi verið brotin og víkja eigi starfsmanninum úr starfi. Framkvæmdaráði bar að samþykkja ráðninguna á sínum tíma en Sindri Viborg, sem var formaður framkvæmdaráðs, hætti í september og segir hann í færslu á Facebook að í flokknum sé grasserandi eineltishegðun. Erla Hlynsdóttir, framkvæmdarstjóri Pírata, sagði í viðtali við kvöldfréttir Stöðvar 2 að hún hafi fengið samþykki fyrir ráðningunni frá framkvæmdaráði flokksins og það hafi verið staðfest í fundargerðum ráðsins. Hún segir mikla ánægju hafa verið með störf starsfmannsins en ekki hafi verið tekin ákvörðun um hvort hann haldi áfram. Mikil umræða hefur verið um einelti innan Pírata og segir Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, að augljóst sé að það þurfi að taka á málunum. „Það er bersýnilegt af þeim frásögnum sem við heyrum að við þurfum að taka til í okkar ranni, það hlýtur að liggja fyrir. Gegnsæi okkar felst í því að við leynum ekki slíku,“ sagði Helgi Hrafn og sagði flokkinn taka slíkum frásögnum alvarlega. Hann segir málið þó vera flókið. „Það er erfitt eða ómögulegt fyrir mig akkúrat núna að taka afstöðu í einhverju slíku en við hlustum á alla, við tökum þetta alvarlega og við erum að bregðast við hér og nú.“
Stj.mál Tengdar fréttir Úrsagnir og illdeilur innan raða Pírata Píratar munu koma saman til fundar í kvöld til að ræða samskipti innan flokksins. Flokkurinn hefur logað í illdeilum síðustu vikurnar og fólk sagt sig úr honum vegna eineltis. 5. nóvember 2018 06:00 Varaborgarfulltrúi vill ekki starfa undir merkjum Pírata Rannveig Ernudóttir, varaborgarfulltrúi Pírata í Reykjavík, hefur sent skrifstofu borgarstjórnar erindi þar sem hún óskar eftir því að vera upplýst um stöðu sína gagnvart borginni sem kjörinn fulltrúi, kjósi hún að yfirgefa Pírata. Rannveig segist vilja starfa áfram í þágu borgarbúa, en þó ekki lengur undir merkjum Pírata. 2. nóvember 2018 23:12 Atli segir sig úr Pírötum: „Ég get ekki tengst hreyfingu sem setur kíkinn fyrir blinda augað gagnvart svona hegðun“ Atli Þór Fanndal, blaðamaður og pólitískur ráðgjafi Pírata, hefur sagt sig úr flokknum í kjölfar mikilla deilna innan flokksins. 3. nóvember 2018 16:27 Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Fleiri fréttir Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Sjá meira
Úrsagnir og illdeilur innan raða Pírata Píratar munu koma saman til fundar í kvöld til að ræða samskipti innan flokksins. Flokkurinn hefur logað í illdeilum síðustu vikurnar og fólk sagt sig úr honum vegna eineltis. 5. nóvember 2018 06:00
Varaborgarfulltrúi vill ekki starfa undir merkjum Pírata Rannveig Ernudóttir, varaborgarfulltrúi Pírata í Reykjavík, hefur sent skrifstofu borgarstjórnar erindi þar sem hún óskar eftir því að vera upplýst um stöðu sína gagnvart borginni sem kjörinn fulltrúi, kjósi hún að yfirgefa Pírata. Rannveig segist vilja starfa áfram í þágu borgarbúa, en þó ekki lengur undir merkjum Pírata. 2. nóvember 2018 23:12
Atli segir sig úr Pírötum: „Ég get ekki tengst hreyfingu sem setur kíkinn fyrir blinda augað gagnvart svona hegðun“ Atli Þór Fanndal, blaðamaður og pólitískur ráðgjafi Pírata, hefur sagt sig úr flokknum í kjölfar mikilla deilna innan flokksins. 3. nóvember 2018 16:27