Dómþing á bak við svarta gardínu Haukur Logi Karlsson skrifar 6. nóvember 2018 07:00 Fréttablaðið fjallaði hinn 31. október sl. um myndatökur í dómshúsum og rakti brot úr samtali blaðamanns við skrifstofustjóra Landsréttar. Tilefnið var einkennileg uppákoma á dögunum þar sem reynt var að koma í veg fyrir eðlilegan fréttaflutning af einu umtalaðasta dómsmáli síðustu ára, m.a. með því að sveipa sakborninginn svörtum gardínum. Svör skrifstofustjórans, sem ég geri ráð fyrir að séu rétt höfð eftir, voru á þá leið að öryggi sakborninga þyrfti að tryggja, þeir væru saklausir uns sekt væri sönnuð, fólk ætti að geta komist óséð um dómshúsið og að fólk hefði val um hvort það væri myndað. Það verður að viðurkennast að þarna hrekst skrifstofustjórinn úr einni haldlausri klisjunni yfir í þá næstu. Öryggi sakborninga er vissulega ekki ógnað með fréttaljósmyndum, viðkomandi sakborningur hafði þegar verið fundinn sekur af héraðsdómi og sætti í öllu falli opinberri ákæru fyrir hegningarlagabrot, fólk á ekki heimtingu á að komast óséð um opinbera staði eins og dómshús og fólk hefur almennt ekki val um það hvort það sé myndað á opinberum stöðum. Í stuttu máli misheppnaðist skrifstofustjóranum að færa viðhlítandi rök fyrir takmörkun á fréttaflutningi af því dómsmáli sem um ræðir, enda eru ljósmyndir órjúfanlegur þáttur af nútíma fréttaflutningi. Uppákoman í dómshúsinu verður vart skilin öðruvísi en sem takmörkun á þeirri meginreglu að réttarhöld skuli fara fram fyrir opnum tjöldum. Verndarandlag þeirrar meginreglu er niðurstaða sjálfs réttarhaldsins. Það eru meiri líkur á réttri niðurstöðu ef störf dómstólsins eru opin almenningi af þeirri einföldu ástæðu að þá þurfa lögmenn, saksóknarar, dómarar og sakborningar að vanda sig betur; öll framkoma og tjáning til ljóðs eða láðs verður almenningi ljós. Það eru því meiri líkur á mistökum og slælegum vinnubrögðum í réttarhaldi sem fer fram á bak við svarta gardínu, rétt eins og það eru meiri líkur á að fólk fari gegn rauðu ljósi þegar enginn er að horfa. Það má því spyrja hvort þær ástæður sem skrifstofustjórinn nefnir réttlæti aukna hættu á mistökum í dómsmeðferð sakamála? Það þarf í sjálfu sér ekki að koma á óvart að lögmenn, saksóknarar, dómarar og aðrir starfsmenn réttarkerfisins vilji vinna störf sín fjarri kastljósi fjölmiðla. Það er þægilegra að hafa það þannig og þeir treysta sjálfum sér eflaust til að gera ekki mistök. Réttarhald, ekki hvað síst í sakamálum, er hins vegar opinber athöfn. Almenningur þarf að sjá og heyra hvað dómstólarnir og aðrir starfsmenn kerfisins eru að aðhafast, enda er það eina aðhaldið sem unnt er að veita þeirri grein ríkisvaldsins sem er svo vandlega varin fyrir pólitískum afskiptum. Öll takmörkun á fréttaflutningi af dómsmálum, umfram það sem er nauðsynlegt til að dómþing geti náð eðlilega fram að ganga, þarf því að byggja á sterkum rökum en ekki innihaldslausum klisjum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Háskóladagurinn og föðurlausir drengir Margrét Valdimarsdóttir Skoðun Ert þú ung kona á leiðinni á landsfund? Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna Skoðun Dagur sjaldgæfra sjúkdóma 2025 Alice Viktoría Kent Skoðun COVID-19: 5 ár frá fyrsta smiti Svandís Svavarsdóttir Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson Skoðun Björn Þorsteinsson er gefandi og gagnrýninn stjórnandi fyrir öflugan Háskóla Íslands Nanna Hlín Halldórsdóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson Skoðun Tækifærin felast í hjúkrunarfræðingum Helga Rósa Másdóttir Skoðun Vill ríkisstjórnin vernda vatnið okkar? Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Hvernig borg verður til Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun COVID-19: 5 ár frá fyrsta smiti Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Meira um íslenskan her skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Huldufyrirtæki og huldusögur Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir til forystu Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Háskóladagurinn og föðurlausir drengir Margrét Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gefandi og gagnrýninn stjórnandi fyrir öflugan Háskóla Íslands Nanna Hlín Halldórsdóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – III – Fjármögnun háskóla Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Loðnukreppan: Fleiri hvalir þýða meiri fiskur Micah Garen skrifar Skoðun Tölum um það sem skiptir máli Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Hvernig borg verður til Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vill ríkisstjórnin vernda vatnið okkar? Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tækifærin felast í hjúkrunarfræðingum Helga Rósa Másdóttir skrifar Skoðun Ert þú ung kona á leiðinni á landsfund? Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna skrifar Skoðun Dagur sjaldgæfra sjúkdóma 2025 Alice Viktoría Kent skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – Breiðfylking framtíðar Sigvaldi H. Ragnarsson skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins nýr leiðtogi - Sameinandi afl Jóna Lárusdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala Sigríður María Björnsdóttir Fortescue skrifar Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir, leiðtogi með sterka framtíðarsýn Jón Ólafur Halldórsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, seinni grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar Skoðun Ísland á tímamótum – Við skulum leiða gervigreindaröldina! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hvað eru Innri þróunarmarkmið? Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun Áskoranir næstu áratuga kalla á fjármögnun rannsókna Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson skrifar Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson skrifar Skoðun Nýsköpunarlandið Elías Larsen skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Fréttablaðið fjallaði hinn 31. október sl. um myndatökur í dómshúsum og rakti brot úr samtali blaðamanns við skrifstofustjóra Landsréttar. Tilefnið var einkennileg uppákoma á dögunum þar sem reynt var að koma í veg fyrir eðlilegan fréttaflutning af einu umtalaðasta dómsmáli síðustu ára, m.a. með því að sveipa sakborninginn svörtum gardínum. Svör skrifstofustjórans, sem ég geri ráð fyrir að séu rétt höfð eftir, voru á þá leið að öryggi sakborninga þyrfti að tryggja, þeir væru saklausir uns sekt væri sönnuð, fólk ætti að geta komist óséð um dómshúsið og að fólk hefði val um hvort það væri myndað. Það verður að viðurkennast að þarna hrekst skrifstofustjórinn úr einni haldlausri klisjunni yfir í þá næstu. Öryggi sakborninga er vissulega ekki ógnað með fréttaljósmyndum, viðkomandi sakborningur hafði þegar verið fundinn sekur af héraðsdómi og sætti í öllu falli opinberri ákæru fyrir hegningarlagabrot, fólk á ekki heimtingu á að komast óséð um opinbera staði eins og dómshús og fólk hefur almennt ekki val um það hvort það sé myndað á opinberum stöðum. Í stuttu máli misheppnaðist skrifstofustjóranum að færa viðhlítandi rök fyrir takmörkun á fréttaflutningi af því dómsmáli sem um ræðir, enda eru ljósmyndir órjúfanlegur þáttur af nútíma fréttaflutningi. Uppákoman í dómshúsinu verður vart skilin öðruvísi en sem takmörkun á þeirri meginreglu að réttarhöld skuli fara fram fyrir opnum tjöldum. Verndarandlag þeirrar meginreglu er niðurstaða sjálfs réttarhaldsins. Það eru meiri líkur á réttri niðurstöðu ef störf dómstólsins eru opin almenningi af þeirri einföldu ástæðu að þá þurfa lögmenn, saksóknarar, dómarar og sakborningar að vanda sig betur; öll framkoma og tjáning til ljóðs eða láðs verður almenningi ljós. Það eru því meiri líkur á mistökum og slælegum vinnubrögðum í réttarhaldi sem fer fram á bak við svarta gardínu, rétt eins og það eru meiri líkur á að fólk fari gegn rauðu ljósi þegar enginn er að horfa. Það má því spyrja hvort þær ástæður sem skrifstofustjórinn nefnir réttlæti aukna hættu á mistökum í dómsmeðferð sakamála? Það þarf í sjálfu sér ekki að koma á óvart að lögmenn, saksóknarar, dómarar og aðrir starfsmenn réttarkerfisins vilji vinna störf sín fjarri kastljósi fjölmiðla. Það er þægilegra að hafa það þannig og þeir treysta sjálfum sér eflaust til að gera ekki mistök. Réttarhald, ekki hvað síst í sakamálum, er hins vegar opinber athöfn. Almenningur þarf að sjá og heyra hvað dómstólarnir og aðrir starfsmenn kerfisins eru að aðhafast, enda er það eina aðhaldið sem unnt er að veita þeirri grein ríkisvaldsins sem er svo vandlega varin fyrir pólitískum afskiptum. Öll takmörkun á fréttaflutningi af dómsmálum, umfram það sem er nauðsynlegt til að dómþing geti náð eðlilega fram að ganga, þarf því að byggja á sterkum rökum en ekki innihaldslausum klisjum.
Björn Þorsteinsson er gefandi og gagnrýninn stjórnandi fyrir öflugan Háskóla Íslands Nanna Hlín Halldórsdóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson Skoðun
Skoðun Björn Þorsteinsson er gefandi og gagnrýninn stjórnandi fyrir öflugan Háskóla Íslands Nanna Hlín Halldórsdóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar
Björn Þorsteinsson er gefandi og gagnrýninn stjórnandi fyrir öflugan Háskóla Íslands Nanna Hlín Halldórsdóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson Skoðun