Sigmundur Davíð ánægður með að geta treyst flokksfélögunum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 3. nóvember 2018 20:00 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, sakaði ríkisstjórnina um aumingjaskap og sagði hana aðeins vera til fyrir sjálfa sig, í ræðu á flokksráðsfundi Miðflokksins sem haldinn var á Akureyri í dag. Það var þéttsettinn bekkurinn á Hótel Kea og mátti greina mikinn einbeitingarsvip á fundargestum á meðan þeir hlýddu á ræðu formannsins. Snerist hún að miklu leyti um gagnrýni á ríkisstjórnina sem Sigmundur Davíð sagði hafa áorkað litlu þar sem hún þyrði ekki að taka stórar ákvarðanir. „Hugsanlega vegna þess að það er ágreiningur á milli flokkanna um það, hugsanlega vegna þess að þau óttast gagnrýni en eins og ég rakti þá verða ekki raunverulegar breytingar til bóta nema menn þori að taka ákvarðanir sem eru umdeildar,“ segir Sigmundur Davíð. Ríkisstjórnin væri eingöngu mynduð fyrir flokkana sem hana skipa í þeim tilgangi að manna ráðherrastólana. „Það hvernig ríkisstjórnin gengur fram er afleiðing af því hvernig var stofnað til hennar,“ segir Sigmundur Davíð. Sigmundur Davíð stofnaði Miðflokkinn fyrir um ári síðan eftir að hann sagði sig úr Framsóknarflokknum og segist hann upplifa allt aðra stemmningu innan Miðflokksins en innan hins gamla flokks.„Það sem stendur upp úr fyrir mér persónulega er hvað mér finnst gaman að vera í þessum hópi. Hver einasti maður sem maður hittir á þessum fundum er fólk sem manni líkar við og treystir sem er svolítið breyting frá því sem var á tímabili,“ sagði Sigmundur Davíð. Þetta skili sér í góðu samstarfi á milli flokksfélaga. „Af því að þetta eru vinir sem að hver treystir öðrum þá þora menn að koma með frumlegar hugmyndir og ræða þeir og það skilar sér oft í góðum lausnum,“ segir Sigmundur Davíð. Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Leggur 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent Fleiri fréttir Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, sakaði ríkisstjórnina um aumingjaskap og sagði hana aðeins vera til fyrir sjálfa sig, í ræðu á flokksráðsfundi Miðflokksins sem haldinn var á Akureyri í dag. Það var þéttsettinn bekkurinn á Hótel Kea og mátti greina mikinn einbeitingarsvip á fundargestum á meðan þeir hlýddu á ræðu formannsins. Snerist hún að miklu leyti um gagnrýni á ríkisstjórnina sem Sigmundur Davíð sagði hafa áorkað litlu þar sem hún þyrði ekki að taka stórar ákvarðanir. „Hugsanlega vegna þess að það er ágreiningur á milli flokkanna um það, hugsanlega vegna þess að þau óttast gagnrýni en eins og ég rakti þá verða ekki raunverulegar breytingar til bóta nema menn þori að taka ákvarðanir sem eru umdeildar,“ segir Sigmundur Davíð. Ríkisstjórnin væri eingöngu mynduð fyrir flokkana sem hana skipa í þeim tilgangi að manna ráðherrastólana. „Það hvernig ríkisstjórnin gengur fram er afleiðing af því hvernig var stofnað til hennar,“ segir Sigmundur Davíð. Sigmundur Davíð stofnaði Miðflokkinn fyrir um ári síðan eftir að hann sagði sig úr Framsóknarflokknum og segist hann upplifa allt aðra stemmningu innan Miðflokksins en innan hins gamla flokks.„Það sem stendur upp úr fyrir mér persónulega er hvað mér finnst gaman að vera í þessum hópi. Hver einasti maður sem maður hittir á þessum fundum er fólk sem manni líkar við og treystir sem er svolítið breyting frá því sem var á tímabili,“ sagði Sigmundur Davíð. Þetta skili sér í góðu samstarfi á milli flokksfélaga. „Af því að þetta eru vinir sem að hver treystir öðrum þá þora menn að koma með frumlegar hugmyndir og ræða þeir og það skilar sér oft í góðum lausnum,“ segir Sigmundur Davíð.
Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Leggur 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent Fleiri fréttir Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Sjá meira