Blaðamaður Stundarinnar sýknaður í ærumeiðingarmáli Vésteinn Örn Pétursson skrifar 2. nóvember 2018 18:24 Landsréttur staðfesti sýknu héraðsdóms. Vísir/Vilhelm Landsréttur staðfesti dóm héraðsdóms þar sem blaðamaður á Stundinni var sýknaður af kröfum fyrrverandi ritstjóra Reykjavík Grapevine um ærumeiðingar í dag. Haukur S. Magnússon höfðaði mál gegn Áslaugu Karen Jóhannsdóttur vegna ummæla viðmælanda hennar í umfjöllun um að Haukur hafi þurft að láta af störfum sökum ásakana á hendur honum um kynferðislega áreitni í garð þriggja undirmanna hans. Umfjöllunin birtist í fréttablaði og á vef Stundarinnar í febrúar og mars árið 2016. Í dómi héraðsdóms kom fram að umfjöllun um málefni sem þessi væru liður í þjóðfélagslegri umræðu og ætti erindi til almennings. Þar á meðal væri lýsing á efni ásakananna á hendur Hauki. Þá hefði hvergi verið staðhæft í umfjöllun Áslaugar að Haukur væri sekur um nokkur brot. Auk þess hafi verið haft eftir honum að hann vísaði umræddum ásökunum alfarið á bug. Það var mat héraðsdóms að Áslaug hafi fylgt eðlilegu verklagi í fréttamennsku við umfjöllun sína og að hún hefði ekki farið út fyrir mörk leyfilegrar tjáningar í fjölmiðlum. Var hún því sýknuð í héraði og nú hefur sá dómur fengist staðfestur í Landsrétti. Fór Haukur fram á tvær milljónir króna í miskabætur, ásamt dráttarvöxtum, og að ummælin sem um ræðir yrðu dæmd ómerk. Hauki var gert að greiða Áslaugu 700.000 krónur í áfrýjunarkostnað. Dómsmál Fjölmiðlar Innlent Mest lesið Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Fleiri fréttir Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Sjá meira
Landsréttur staðfesti dóm héraðsdóms þar sem blaðamaður á Stundinni var sýknaður af kröfum fyrrverandi ritstjóra Reykjavík Grapevine um ærumeiðingar í dag. Haukur S. Magnússon höfðaði mál gegn Áslaugu Karen Jóhannsdóttur vegna ummæla viðmælanda hennar í umfjöllun um að Haukur hafi þurft að láta af störfum sökum ásakana á hendur honum um kynferðislega áreitni í garð þriggja undirmanna hans. Umfjöllunin birtist í fréttablaði og á vef Stundarinnar í febrúar og mars árið 2016. Í dómi héraðsdóms kom fram að umfjöllun um málefni sem þessi væru liður í þjóðfélagslegri umræðu og ætti erindi til almennings. Þar á meðal væri lýsing á efni ásakananna á hendur Hauki. Þá hefði hvergi verið staðhæft í umfjöllun Áslaugar að Haukur væri sekur um nokkur brot. Auk þess hafi verið haft eftir honum að hann vísaði umræddum ásökunum alfarið á bug. Það var mat héraðsdóms að Áslaug hafi fylgt eðlilegu verklagi í fréttamennsku við umfjöllun sína og að hún hefði ekki farið út fyrir mörk leyfilegrar tjáningar í fjölmiðlum. Var hún því sýknuð í héraði og nú hefur sá dómur fengist staðfestur í Landsrétti. Fór Haukur fram á tvær milljónir króna í miskabætur, ásamt dráttarvöxtum, og að ummælin sem um ræðir yrðu dæmd ómerk. Hauki var gert að greiða Áslaugu 700.000 krónur í áfrýjunarkostnað.
Dómsmál Fjölmiðlar Innlent Mest lesið Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Fleiri fréttir Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Sjá meira