Hvernig gengur með ritgerðina? Þórlindur Kjartansson skrifar 2. nóvember 2018 07:00 Doktor nokkur í sagnfræði, sem einnig gegnir embætti forseta Íslands, sagði frá því í ávarpi sem hann hélt fyrir frumkvöðla í haust að þegar hann hafi verið í námi þá hafi gilt sú regla í hópi doktorsnema að aldrei mætti spyrja tveggja spurninga. Annars vegar: „Hvernig gengur með ritgerðina?“ og hins vegar „Hvenær ætlarðu að útskrifast?“Hvað er langt eftir? Margir kannast við að þessar eða sambærilegar spurningar geti verið óþægilegar og pirrandi. „Hvenær ætlarðu að skipta um peru í eldhúsinu?“ „Ætlarðu að hafa svona heitt undir pönnunni?“ „Af hverju notarðu ekki mjólk frekar en vatn í grautinn?“ „Hvað er langt eftir? … En núna? … En núna? … Hvenær verðum við eiginlega komin?“ „Við verðum komin þegar við erum búin að keyra alla leið,“ er hið eina rétta en ófullnægjandi svar. Og fyrir þá sem eru spurðir hvernig gengur með ritgerð sem þeir eru ekki byrjaðir á, er rétta svarið alltaf að segja „Ég er tæplega hálfnaður,“ þekkjandi þann alkunna sannleik að hálfnað er verk þá hafið er. Þegar fólk vinnur að flóknum og erfiðum verkefnum, eins og að skrifa stóra ritgerð eða blaðagrein, þá hjálpar lítið að þurfa stöðugt að svara fyrir framgang verksins. Flestir humma því svona spurningar fram af sér eða segja „bara ágætlega“ eða jafnvel „allt samkvæmt áætlun“, eða „frábærlega, fram úr björtustu vonum“—en aldrei hef ég vitað um manneskju sem telur mikið gagn í því að spjalla nákvæmlega um stöðuna á verkefninu við einhvern sem ekki tekur beinlínis þátt í því. Samt virðist það vera hálfgert blæti hjá bæði hinu opinbera og stórum fyrirtækjum að vera stöðugt að krefja starfsmenn sína um skýrslur um framgang hinna og þessara mála. Það eru meira að segja starfrækt heilu fyrirtækin sem gera ekki annað en að ráðleggja öðrum fyrirtækjum um hvernig best sé að anda ofan í hálsmál starfsmanna sinna. Yfirmenn klæða þessa óþörfu hnýsni sína gjarnan í sakleysislegan búning og segja: „Ég treysti þér algjörlega fyrir þessu … EN … þú leyfir mér svo að fylgjast með.“ Allir sem hafa unnið lengur en nokkra daga hjá sæmilega stóru fyrirtæki eða opinberri stofnun vita að þetta þýðir í raun: „Ég mun hafa augun á hverju einasta skrefi sem þú stígur og áskil mér rétt til þess að koma með ábendingar og aðfinnslur þegar mér dettur í hug, og fljótlega mun ég krefjast þess að fá sendar reglulegar skýrslur um framgang málsins og afrit af öllum tölvupósti sem þú sendir í tengslum við það.“Ferlinu fylgt í þaula Þessi eftirlitsmenning getur það vitaskuld af sér að smám saman verður umfjöllun um stöðu mála mikilvægari heldur en málin sjálf. Að geta staðið skil á framgangi verkefna verður mikilvægara heldur en að leysa það. Rétt uppsetning á heimildaskrám verður mikilvægari heldur en gáfulegt (hvað þá frumlegt) innihald í háskólaritgerðum. Það skiptir meira máli að mál fari í réttan farveg heldur en að þau séu leyst. Þetta er sambærilegt við það sjónarmið á sjúkrahúsi að mestu skipti að aðgerðirnar heppnist, ekki að sjúklingarnir lifi af. Þegar erfið mál koma upp í samskiptum fólks virðist oft mestu skipta að fara eftir viðbragðsáætlunum heldur en að sætta fólk. Enginn vill láta hanka sig á því að hafa brugðist rangt við. Þannig festast mál í formlegum farvegi þar sem alls konar sérfræðingar gera sér mat úr misfellum og mannlegum breyskleikum. Einföldustu mál eru mjólkuð til blóðs áður en gerð er tilraun til að leyfa þeim sem hegða sér eins og fávitar að segja „fyrirgefðu fávitaskapinn í mér“ og þeim sem brotið var á að segja: „ókei, látum þetta slæda og gleymum þessu.“ Allir aðrir þurfa að hafa skoðanir og skipta sér af.Að hafa afskipti Í lögreglufréttum er gjarnan haft það orðalag að höfð hafi verið afskipti af þessum eða hinum. Samanber: „Lögregla hafði afskipti af ungu pari sem klifrað hafði yfir girðingu og skellt sér í heitan pott í Vesturbæjarlaug aðfaranótt laugardags.“ Í þessu felst viðurkenning á því að það felist ákveðin innrás í einkalíf fólks að hafa óumbeðið afskipti af því; jafnvel þótt nokkur ástæða kunni að vera til þess. Í afskiptaseminni sjálfri felst ákveðin refsing. Við eigum nefnilega rétt á því sem manneskjur að fá almennt að vera í friði með einkamál okkar ef við viljum, svo lengi sem við brjótum ekki á öðru fólki eða lög og reglur samfélagsins. Við eigum meira að segja rétt á því að biðjast fyrirgefningar og fyrirgefa. Og við eigum líka helgan rétt til þess að svara út í hött þegar fólk spyr mann óþarfra spurninga, eins og hvernig gangi með ritgerðina eða hvenær skipt verði um peru í eldhúsinu. Dag einn rennur ritgerðin úr prentaranum og dag einn kviknar ljós í eldhúsinu. Þangað til verða engar skýrslur gefnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þórlindur Kjartansson Mest lesið Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Sjá meira
Doktor nokkur í sagnfræði, sem einnig gegnir embætti forseta Íslands, sagði frá því í ávarpi sem hann hélt fyrir frumkvöðla í haust að þegar hann hafi verið í námi þá hafi gilt sú regla í hópi doktorsnema að aldrei mætti spyrja tveggja spurninga. Annars vegar: „Hvernig gengur með ritgerðina?“ og hins vegar „Hvenær ætlarðu að útskrifast?“Hvað er langt eftir? Margir kannast við að þessar eða sambærilegar spurningar geti verið óþægilegar og pirrandi. „Hvenær ætlarðu að skipta um peru í eldhúsinu?“ „Ætlarðu að hafa svona heitt undir pönnunni?“ „Af hverju notarðu ekki mjólk frekar en vatn í grautinn?“ „Hvað er langt eftir? … En núna? … En núna? … Hvenær verðum við eiginlega komin?“ „Við verðum komin þegar við erum búin að keyra alla leið,“ er hið eina rétta en ófullnægjandi svar. Og fyrir þá sem eru spurðir hvernig gengur með ritgerð sem þeir eru ekki byrjaðir á, er rétta svarið alltaf að segja „Ég er tæplega hálfnaður,“ þekkjandi þann alkunna sannleik að hálfnað er verk þá hafið er. Þegar fólk vinnur að flóknum og erfiðum verkefnum, eins og að skrifa stóra ritgerð eða blaðagrein, þá hjálpar lítið að þurfa stöðugt að svara fyrir framgang verksins. Flestir humma því svona spurningar fram af sér eða segja „bara ágætlega“ eða jafnvel „allt samkvæmt áætlun“, eða „frábærlega, fram úr björtustu vonum“—en aldrei hef ég vitað um manneskju sem telur mikið gagn í því að spjalla nákvæmlega um stöðuna á verkefninu við einhvern sem ekki tekur beinlínis þátt í því. Samt virðist það vera hálfgert blæti hjá bæði hinu opinbera og stórum fyrirtækjum að vera stöðugt að krefja starfsmenn sína um skýrslur um framgang hinna og þessara mála. Það eru meira að segja starfrækt heilu fyrirtækin sem gera ekki annað en að ráðleggja öðrum fyrirtækjum um hvernig best sé að anda ofan í hálsmál starfsmanna sinna. Yfirmenn klæða þessa óþörfu hnýsni sína gjarnan í sakleysislegan búning og segja: „Ég treysti þér algjörlega fyrir þessu … EN … þú leyfir mér svo að fylgjast með.“ Allir sem hafa unnið lengur en nokkra daga hjá sæmilega stóru fyrirtæki eða opinberri stofnun vita að þetta þýðir í raun: „Ég mun hafa augun á hverju einasta skrefi sem þú stígur og áskil mér rétt til þess að koma með ábendingar og aðfinnslur þegar mér dettur í hug, og fljótlega mun ég krefjast þess að fá sendar reglulegar skýrslur um framgang málsins og afrit af öllum tölvupósti sem þú sendir í tengslum við það.“Ferlinu fylgt í þaula Þessi eftirlitsmenning getur það vitaskuld af sér að smám saman verður umfjöllun um stöðu mála mikilvægari heldur en málin sjálf. Að geta staðið skil á framgangi verkefna verður mikilvægara heldur en að leysa það. Rétt uppsetning á heimildaskrám verður mikilvægari heldur en gáfulegt (hvað þá frumlegt) innihald í háskólaritgerðum. Það skiptir meira máli að mál fari í réttan farveg heldur en að þau séu leyst. Þetta er sambærilegt við það sjónarmið á sjúkrahúsi að mestu skipti að aðgerðirnar heppnist, ekki að sjúklingarnir lifi af. Þegar erfið mál koma upp í samskiptum fólks virðist oft mestu skipta að fara eftir viðbragðsáætlunum heldur en að sætta fólk. Enginn vill láta hanka sig á því að hafa brugðist rangt við. Þannig festast mál í formlegum farvegi þar sem alls konar sérfræðingar gera sér mat úr misfellum og mannlegum breyskleikum. Einföldustu mál eru mjólkuð til blóðs áður en gerð er tilraun til að leyfa þeim sem hegða sér eins og fávitar að segja „fyrirgefðu fávitaskapinn í mér“ og þeim sem brotið var á að segja: „ókei, látum þetta slæda og gleymum þessu.“ Allir aðrir þurfa að hafa skoðanir og skipta sér af.Að hafa afskipti Í lögreglufréttum er gjarnan haft það orðalag að höfð hafi verið afskipti af þessum eða hinum. Samanber: „Lögregla hafði afskipti af ungu pari sem klifrað hafði yfir girðingu og skellt sér í heitan pott í Vesturbæjarlaug aðfaranótt laugardags.“ Í þessu felst viðurkenning á því að það felist ákveðin innrás í einkalíf fólks að hafa óumbeðið afskipti af því; jafnvel þótt nokkur ástæða kunni að vera til þess. Í afskiptaseminni sjálfri felst ákveðin refsing. Við eigum nefnilega rétt á því sem manneskjur að fá almennt að vera í friði með einkamál okkar ef við viljum, svo lengi sem við brjótum ekki á öðru fólki eða lög og reglur samfélagsins. Við eigum meira að segja rétt á því að biðjast fyrirgefningar og fyrirgefa. Og við eigum líka helgan rétt til þess að svara út í hött þegar fólk spyr mann óþarfra spurninga, eins og hvernig gangi með ritgerðina eða hvenær skipt verði um peru í eldhúsinu. Dag einn rennur ritgerðin úr prentaranum og dag einn kviknar ljós í eldhúsinu. Þangað til verða engar skýrslur gefnar.
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun