Virkjum íslenska orku Guðjón Brjánsson skrifar 19. nóvember 2018 07:00 Íslensk orka sem felst í mannauði er ekki vel nýtt. Þar á sér stað sóun, við höfum sett upp margvíslegar rennslishindranir og lokur sem koma í veg fyrir að orka, starfsorka skili sér sem verðmæti í þágu samfélagsins. Það eru ónýtt virkjunartækifæri um allt land og við eigum að taka höndum saman og opna gáttirnar. Við eigum að slá frjálslyndistón og brjóta þann vítahring sem umræðan hefur verið í undanfarin misseri. Barátta öryrkja og eldri borgara fyrir ásættanlegum kjörum og umgjörð í lífeyriskerfinu hefur staðið lengi. Þessum tveimur hópum er mismunað í kerfinu, þeir sitja ekki við sama borð og það er áhyggjuefni fyrir samfélagið og gengur ekki upp.Ekki allir Sem betur fer býr hluti eldri borgara við ágæt skilyrði á eftirlaunum og þarf ekki frekari fyrirgreiðslu hvað varðar efnahag. Þessi hópur er hins vegar enn sem komið er í minnihluta og við þurfum að setja alla okkar krafta í að bæta aðstæður þeirra sem búa við mjög kröpp kjör, hafa ráðstöfunartekjur sem eru undir skilgreindum framfærslumörkum og lifa við sára fátækt og niðurlægjandi aðstæður.Starfsgetumat Starfsgetumat er hugtak sem mikið er til umfjöllunar í umhverfi öryrkja. Stjórnvöldum er talsvert í mun að koma þessu matskerfi á laggirnar en í hópi öryrkja eru settir miklir fyrirvarar í ljósi þeirrar reynslu sem þekkt er erlendis frá. Hugmyndafræðin að baki starfsgetumati er í grunninn jákvæð en þar er fremur horft á styrkleika viðkomandi en ekki einblínt á veikleika, það sem viðkomandi getur ekki. Það er hins vegar sveigjanleikinn og afkomuöryggið sem öryrkjar óttast og að fiskur liggi undir steini hjá stjórnvöldum og vinnumarkaði. Þessari tortryggni þarf að eyða en það tekur tíma.Allir vinna Ég vil leggja til eftirfarandi tillögu: Að stjórnvöld leiti leiða til samkomulags við öryrkja um að farið verði í tilraunaverkefni í 2-3 ár og niðurstaðan og reynslan metin að því loknu. Þannig verði „króna á móti krónu“ skerðingin aflögð strax en þeim lífeyrisþegum sem tök hafa á heimilað að afla launatekna án þeirra skelfilegu og grimmu skerðinga sem þeir hafa búið við til þessa. Ávinningurinn er að mínu mati augljós. Atvinnulífið fær aukinn mannafla til starfa, starfskraftar öryrkja og eldri borgara nýtast á uppbyggilegan hátt og afkoman batnar. Ríkið fær í sinn hlut aukna skatta og tekjur með betri skilum en fyrr. XBlóm í haga Eitt er víst að áfram verður ekki haldið á sömu braut. Öryrkjum fjölgar stöðugt og sennileg talsvert meira en gengur og gerist í nágrannalöndunum. Sömuleiðis horfum við fram á öldrun þjóðarinnar og á næstu árum og áratugum mæta fjölmennir hópar eldri borgara til leiks. Okkar stóra áskorun verður að finna þessum hópum virkan farveg í samfélaginu í stað þess hlutskiptis að sitja hjá, hnípinn í fásinni og vanrækt utan hringiðu mannlífsins þar sem þeir að sjálfsögðu eiga heima. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland Skoðun Skoðun Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Stefnum á að veita 1000 börnum innblástur fyrir framtíðina Dr. Bryony Mathew skrifar Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð skrifar Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson skrifar Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson skrifar Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Ég er íslensk – en samt séð sem eitthvað annað Sóley Lóa Smáradóttir skrifar Sjá meira
Íslensk orka sem felst í mannauði er ekki vel nýtt. Þar á sér stað sóun, við höfum sett upp margvíslegar rennslishindranir og lokur sem koma í veg fyrir að orka, starfsorka skili sér sem verðmæti í þágu samfélagsins. Það eru ónýtt virkjunartækifæri um allt land og við eigum að taka höndum saman og opna gáttirnar. Við eigum að slá frjálslyndistón og brjóta þann vítahring sem umræðan hefur verið í undanfarin misseri. Barátta öryrkja og eldri borgara fyrir ásættanlegum kjörum og umgjörð í lífeyriskerfinu hefur staðið lengi. Þessum tveimur hópum er mismunað í kerfinu, þeir sitja ekki við sama borð og það er áhyggjuefni fyrir samfélagið og gengur ekki upp.Ekki allir Sem betur fer býr hluti eldri borgara við ágæt skilyrði á eftirlaunum og þarf ekki frekari fyrirgreiðslu hvað varðar efnahag. Þessi hópur er hins vegar enn sem komið er í minnihluta og við þurfum að setja alla okkar krafta í að bæta aðstæður þeirra sem búa við mjög kröpp kjör, hafa ráðstöfunartekjur sem eru undir skilgreindum framfærslumörkum og lifa við sára fátækt og niðurlægjandi aðstæður.Starfsgetumat Starfsgetumat er hugtak sem mikið er til umfjöllunar í umhverfi öryrkja. Stjórnvöldum er talsvert í mun að koma þessu matskerfi á laggirnar en í hópi öryrkja eru settir miklir fyrirvarar í ljósi þeirrar reynslu sem þekkt er erlendis frá. Hugmyndafræðin að baki starfsgetumati er í grunninn jákvæð en þar er fremur horft á styrkleika viðkomandi en ekki einblínt á veikleika, það sem viðkomandi getur ekki. Það er hins vegar sveigjanleikinn og afkomuöryggið sem öryrkjar óttast og að fiskur liggi undir steini hjá stjórnvöldum og vinnumarkaði. Þessari tortryggni þarf að eyða en það tekur tíma.Allir vinna Ég vil leggja til eftirfarandi tillögu: Að stjórnvöld leiti leiða til samkomulags við öryrkja um að farið verði í tilraunaverkefni í 2-3 ár og niðurstaðan og reynslan metin að því loknu. Þannig verði „króna á móti krónu“ skerðingin aflögð strax en þeim lífeyrisþegum sem tök hafa á heimilað að afla launatekna án þeirra skelfilegu og grimmu skerðinga sem þeir hafa búið við til þessa. Ávinningurinn er að mínu mati augljós. Atvinnulífið fær aukinn mannafla til starfa, starfskraftar öryrkja og eldri borgara nýtast á uppbyggilegan hátt og afkoman batnar. Ríkið fær í sinn hlut aukna skatta og tekjur með betri skilum en fyrr. XBlóm í haga Eitt er víst að áfram verður ekki haldið á sömu braut. Öryrkjum fjölgar stöðugt og sennileg talsvert meira en gengur og gerist í nágrannalöndunum. Sömuleiðis horfum við fram á öldrun þjóðarinnar og á næstu árum og áratugum mæta fjölmennir hópar eldri borgara til leiks. Okkar stóra áskorun verður að finna þessum hópum virkan farveg í samfélaginu í stað þess hlutskiptis að sitja hjá, hnípinn í fásinni og vanrækt utan hringiðu mannlífsins þar sem þeir að sjálfsögðu eiga heima.
Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar