Íslensk sjálfboðaliðasamtök sýknuð af launakröfu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 16. nóvember 2018 17:52 Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. vísir/hanna Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í dag sjálfboðaliðasamtökin Seeds á Íslandi af launakröfu portúgalska doktorsnemans Tiago Quintanihla. Krafan sneri að vangoldnum launum og hljóðaði upp á rúmar tvær milljónir króna. Tiago höfðaði í nóvember á síðasta ári, með aðstoð lögfræðinga stéttarfélagsins Eflingar. Þegar Vísir fjallaði um málið sumarið 2017 sögðu forsvarsmenn Eflingar málið vera skýrt dæmi um undirboð á vinnumarkaði. Þegar málið kom upp buðu samtökin Tiago 200.000 krónur en hann hafnaði því. Vinnan sem Tiago innti af hendi fyrir Seeds fólst aðallega í akstri.Tiago í íslenskri náttúru árið 2016. Hann starfaði við akstur fyrir sjálfboðaliðasamtökin Seeds og kvartaði undan álagi og ótryggum aðstæðum.Þegar málið rataði í fjölmiðla sumarið 2017 var Tiago staddur í Portúgal. Í samtali við fréttastofu lýsti hann því að honum hafi oft verið gert að vinna mun lengri vinnudaga en samningur hans við samtökin kvað á um. Þá hafi bifreiðarnar sem Tiago notaði við sjálfboðastarfið virst ótryggir og í slæmu ásigkomulagi. Fyrir dómi var krafa Tiago sú að hann fengi greidd laun fyrir þá vinnu sem hann hefði unnið fyrir samtökin, á grundvelli meginreglu vinnuréttarins um skyldu atvinnurekanda til að greiða starfsmanni sínum rétt laun fyrir alla þá vinnu sem hann innir af hendi. Þá byggðu sjálfboðaliðasamtökin kröfu sína um sýknu á því að Tiago hafi ekki verið ráðinn til samtakanna sem launaður starfsmaður heldur sjálfboðaliði. Þá séu samtökin ekki fyrirtæki í efnahagslegum rekstri með hagnaðarvon fyrir augum. Auk þess yrði sú vinna sem innt er af hendi í nafni samtakanna ekki unnin ef fólk væri ekki tilbúið að gefa vinnu sína. Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu að stefnanda, Tiago, hafi ekki tekist að sýna fram á að hann skyldi teljast launamaður í starfsemi Seeds. Því voru samtökin sýknuð af kröfu hans. Dómsmál Tengdar fréttir Launakrafa upp á tvær milljónir á íslensk sjálfboðaliðasamtök Doktorsnemi frá Portúgal leitaði til lögreglu vegna starfa sinna fyrir íslensk sjálfboðaliðasamtök og greindi frá vinnuálagi og ótryggum aðstæðum. Stéttarfélagið Efling gerir tveggja milljóna króna launakröfu á samtökin. 17. júní 2017 07:00 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í dag sjálfboðaliðasamtökin Seeds á Íslandi af launakröfu portúgalska doktorsnemans Tiago Quintanihla. Krafan sneri að vangoldnum launum og hljóðaði upp á rúmar tvær milljónir króna. Tiago höfðaði í nóvember á síðasta ári, með aðstoð lögfræðinga stéttarfélagsins Eflingar. Þegar Vísir fjallaði um málið sumarið 2017 sögðu forsvarsmenn Eflingar málið vera skýrt dæmi um undirboð á vinnumarkaði. Þegar málið kom upp buðu samtökin Tiago 200.000 krónur en hann hafnaði því. Vinnan sem Tiago innti af hendi fyrir Seeds fólst aðallega í akstri.Tiago í íslenskri náttúru árið 2016. Hann starfaði við akstur fyrir sjálfboðaliðasamtökin Seeds og kvartaði undan álagi og ótryggum aðstæðum.Þegar málið rataði í fjölmiðla sumarið 2017 var Tiago staddur í Portúgal. Í samtali við fréttastofu lýsti hann því að honum hafi oft verið gert að vinna mun lengri vinnudaga en samningur hans við samtökin kvað á um. Þá hafi bifreiðarnar sem Tiago notaði við sjálfboðastarfið virst ótryggir og í slæmu ásigkomulagi. Fyrir dómi var krafa Tiago sú að hann fengi greidd laun fyrir þá vinnu sem hann hefði unnið fyrir samtökin, á grundvelli meginreglu vinnuréttarins um skyldu atvinnurekanda til að greiða starfsmanni sínum rétt laun fyrir alla þá vinnu sem hann innir af hendi. Þá byggðu sjálfboðaliðasamtökin kröfu sína um sýknu á því að Tiago hafi ekki verið ráðinn til samtakanna sem launaður starfsmaður heldur sjálfboðaliði. Þá séu samtökin ekki fyrirtæki í efnahagslegum rekstri með hagnaðarvon fyrir augum. Auk þess yrði sú vinna sem innt er af hendi í nafni samtakanna ekki unnin ef fólk væri ekki tilbúið að gefa vinnu sína. Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu að stefnanda, Tiago, hafi ekki tekist að sýna fram á að hann skyldi teljast launamaður í starfsemi Seeds. Því voru samtökin sýknuð af kröfu hans.
Dómsmál Tengdar fréttir Launakrafa upp á tvær milljónir á íslensk sjálfboðaliðasamtök Doktorsnemi frá Portúgal leitaði til lögreglu vegna starfa sinna fyrir íslensk sjálfboðaliðasamtök og greindi frá vinnuálagi og ótryggum aðstæðum. Stéttarfélagið Efling gerir tveggja milljóna króna launakröfu á samtökin. 17. júní 2017 07:00 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Sjá meira
Launakrafa upp á tvær milljónir á íslensk sjálfboðaliðasamtök Doktorsnemi frá Portúgal leitaði til lögreglu vegna starfa sinna fyrir íslensk sjálfboðaliðasamtök og greindi frá vinnuálagi og ótryggum aðstæðum. Stéttarfélagið Efling gerir tveggja milljóna króna launakröfu á samtökin. 17. júní 2017 07:00