Íslensk sjálfboðaliðasamtök sýknuð af launakröfu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 16. nóvember 2018 17:52 Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. vísir/hanna Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í dag sjálfboðaliðasamtökin Seeds á Íslandi af launakröfu portúgalska doktorsnemans Tiago Quintanihla. Krafan sneri að vangoldnum launum og hljóðaði upp á rúmar tvær milljónir króna. Tiago höfðaði í nóvember á síðasta ári, með aðstoð lögfræðinga stéttarfélagsins Eflingar. Þegar Vísir fjallaði um málið sumarið 2017 sögðu forsvarsmenn Eflingar málið vera skýrt dæmi um undirboð á vinnumarkaði. Þegar málið kom upp buðu samtökin Tiago 200.000 krónur en hann hafnaði því. Vinnan sem Tiago innti af hendi fyrir Seeds fólst aðallega í akstri.Tiago í íslenskri náttúru árið 2016. Hann starfaði við akstur fyrir sjálfboðaliðasamtökin Seeds og kvartaði undan álagi og ótryggum aðstæðum.Þegar málið rataði í fjölmiðla sumarið 2017 var Tiago staddur í Portúgal. Í samtali við fréttastofu lýsti hann því að honum hafi oft verið gert að vinna mun lengri vinnudaga en samningur hans við samtökin kvað á um. Þá hafi bifreiðarnar sem Tiago notaði við sjálfboðastarfið virst ótryggir og í slæmu ásigkomulagi. Fyrir dómi var krafa Tiago sú að hann fengi greidd laun fyrir þá vinnu sem hann hefði unnið fyrir samtökin, á grundvelli meginreglu vinnuréttarins um skyldu atvinnurekanda til að greiða starfsmanni sínum rétt laun fyrir alla þá vinnu sem hann innir af hendi. Þá byggðu sjálfboðaliðasamtökin kröfu sína um sýknu á því að Tiago hafi ekki verið ráðinn til samtakanna sem launaður starfsmaður heldur sjálfboðaliði. Þá séu samtökin ekki fyrirtæki í efnahagslegum rekstri með hagnaðarvon fyrir augum. Auk þess yrði sú vinna sem innt er af hendi í nafni samtakanna ekki unnin ef fólk væri ekki tilbúið að gefa vinnu sína. Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu að stefnanda, Tiago, hafi ekki tekist að sýna fram á að hann skyldi teljast launamaður í starfsemi Seeds. Því voru samtökin sýknuð af kröfu hans. Dómsmál Tengdar fréttir Launakrafa upp á tvær milljónir á íslensk sjálfboðaliðasamtök Doktorsnemi frá Portúgal leitaði til lögreglu vegna starfa sinna fyrir íslensk sjálfboðaliðasamtök og greindi frá vinnuálagi og ótryggum aðstæðum. Stéttarfélagið Efling gerir tveggja milljóna króna launakröfu á samtökin. 17. júní 2017 07:00 Mest lesið „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Kom ekki á teppið Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Fleiri fréttir Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í dag sjálfboðaliðasamtökin Seeds á Íslandi af launakröfu portúgalska doktorsnemans Tiago Quintanihla. Krafan sneri að vangoldnum launum og hljóðaði upp á rúmar tvær milljónir króna. Tiago höfðaði í nóvember á síðasta ári, með aðstoð lögfræðinga stéttarfélagsins Eflingar. Þegar Vísir fjallaði um málið sumarið 2017 sögðu forsvarsmenn Eflingar málið vera skýrt dæmi um undirboð á vinnumarkaði. Þegar málið kom upp buðu samtökin Tiago 200.000 krónur en hann hafnaði því. Vinnan sem Tiago innti af hendi fyrir Seeds fólst aðallega í akstri.Tiago í íslenskri náttúru árið 2016. Hann starfaði við akstur fyrir sjálfboðaliðasamtökin Seeds og kvartaði undan álagi og ótryggum aðstæðum.Þegar málið rataði í fjölmiðla sumarið 2017 var Tiago staddur í Portúgal. Í samtali við fréttastofu lýsti hann því að honum hafi oft verið gert að vinna mun lengri vinnudaga en samningur hans við samtökin kvað á um. Þá hafi bifreiðarnar sem Tiago notaði við sjálfboðastarfið virst ótryggir og í slæmu ásigkomulagi. Fyrir dómi var krafa Tiago sú að hann fengi greidd laun fyrir þá vinnu sem hann hefði unnið fyrir samtökin, á grundvelli meginreglu vinnuréttarins um skyldu atvinnurekanda til að greiða starfsmanni sínum rétt laun fyrir alla þá vinnu sem hann innir af hendi. Þá byggðu sjálfboðaliðasamtökin kröfu sína um sýknu á því að Tiago hafi ekki verið ráðinn til samtakanna sem launaður starfsmaður heldur sjálfboðaliði. Þá séu samtökin ekki fyrirtæki í efnahagslegum rekstri með hagnaðarvon fyrir augum. Auk þess yrði sú vinna sem innt er af hendi í nafni samtakanna ekki unnin ef fólk væri ekki tilbúið að gefa vinnu sína. Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu að stefnanda, Tiago, hafi ekki tekist að sýna fram á að hann skyldi teljast launamaður í starfsemi Seeds. Því voru samtökin sýknuð af kröfu hans.
Dómsmál Tengdar fréttir Launakrafa upp á tvær milljónir á íslensk sjálfboðaliðasamtök Doktorsnemi frá Portúgal leitaði til lögreglu vegna starfa sinna fyrir íslensk sjálfboðaliðasamtök og greindi frá vinnuálagi og ótryggum aðstæðum. Stéttarfélagið Efling gerir tveggja milljóna króna launakröfu á samtökin. 17. júní 2017 07:00 Mest lesið „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Kom ekki á teppið Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Fleiri fréttir Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Sjá meira
Launakrafa upp á tvær milljónir á íslensk sjálfboðaliðasamtök Doktorsnemi frá Portúgal leitaði til lögreglu vegna starfa sinna fyrir íslensk sjálfboðaliðasamtök og greindi frá vinnuálagi og ótryggum aðstæðum. Stéttarfélagið Efling gerir tveggja milljóna króna launakröfu á samtökin. 17. júní 2017 07:00