Umfjöllun: Ísland – Slóvakía 52-82 | Þrjátíu stiga tap í Höllinni Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 17. nóvember 2018 18:00 Þóra Kristín Jónsdóttir vísir/daníel Ísland tapaði með þrjátíu stigum fyrir Slóvakíu 52-82 í Laugardalshöll í dag í undankeppni Evrópumótsins í körfubolta 2019. Íslenska liðið byrjaði mjög vel fyrstu fimm mínúturnar en braut mikið af sér, og oft klaufalega, og voru þær slóvakísku fljótt komnar í skotrétt. Þær náðu fljótt að byggja upp góðan mun með auðveldum vítaskotum, oftar en ekki eftir brot hátt uppi á vellinum eða jafnvel undir íslensku körfunni. Þar fyrir utan er slóvakíska liðið mjög sterkt og því mátti íslenska liðið ekki við því að gefa þeim svo auðveld færi. Staðan að loknum fyrsta leikhluta var 14-22. Í öðrum leikhluta hætti íslenska liðið að gefa eins mikið af klaufalegum villum og náði að halda þokkalega vel við það slóvakíska. Staðna í hálfleik var 31-43 fyrir Slóvakíu og íslenska liðið vel inni í leiknum. Þriðji leikhlutinn var jafn, 15-15, og átti íslenska liðið oft á tíðum færi til þess að saxa aðeins á forskot þeirra slóvakísku. Sóknarleikurinn var hins vegar mjög stirður og það gekk illa að koma muninum undir tíu stigin.Hildur Björg Kjartansdóttirvísir/daníelFyrstu tvær mínútur fjórða leikhluta gerðu svo út um leikinn. Þá skoruðu þær slóvakísku átta stig á móti engu stigi Íslands og eftir það var ekki aftur snúið. Þreyta komin í íslensku leikmennina og baráttuviljinn orðinn aðeins minni þegar verkefnið var orðið að risavöxnu og bröttu fjalli. Lokaniðurstaðan var þrjátíu stiga tap sem endurspeglaði ekki raunverulegan getumun liðanna. Íslenska liðið er því enn án sigurs í undankeppninni fyrir lokaleikinn á miðvikudag. Skotnýting íslenska liðsins í dag var vægast sagt slæm. Liðið var með 28,8 prósenta nýtingu sem er alls ekki boðlegt. Slóvakíska liðið var með 41,5 prósenta nýtingu og augljóst bara á þeirri tölfræði hvort liðið spilaði betri sóknarleik. Ísland var einnig langt undir í frákastabaráttunni, þar munaði 20 fráköstum og fara þau langt með að útskýra stærðina á muninum á milli liðanna þegar upp var staðið. Varnarleikurinn var hins vegar góður á köflum og þrátt fyrir stórt tap var hægt að sjá jákvæða punkta í frammistöðu liðsins. Körfubolti
Ísland tapaði með þrjátíu stigum fyrir Slóvakíu 52-82 í Laugardalshöll í dag í undankeppni Evrópumótsins í körfubolta 2019. Íslenska liðið byrjaði mjög vel fyrstu fimm mínúturnar en braut mikið af sér, og oft klaufalega, og voru þær slóvakísku fljótt komnar í skotrétt. Þær náðu fljótt að byggja upp góðan mun með auðveldum vítaskotum, oftar en ekki eftir brot hátt uppi á vellinum eða jafnvel undir íslensku körfunni. Þar fyrir utan er slóvakíska liðið mjög sterkt og því mátti íslenska liðið ekki við því að gefa þeim svo auðveld færi. Staðan að loknum fyrsta leikhluta var 14-22. Í öðrum leikhluta hætti íslenska liðið að gefa eins mikið af klaufalegum villum og náði að halda þokkalega vel við það slóvakíska. Staðna í hálfleik var 31-43 fyrir Slóvakíu og íslenska liðið vel inni í leiknum. Þriðji leikhlutinn var jafn, 15-15, og átti íslenska liðið oft á tíðum færi til þess að saxa aðeins á forskot þeirra slóvakísku. Sóknarleikurinn var hins vegar mjög stirður og það gekk illa að koma muninum undir tíu stigin.Hildur Björg Kjartansdóttirvísir/daníelFyrstu tvær mínútur fjórða leikhluta gerðu svo út um leikinn. Þá skoruðu þær slóvakísku átta stig á móti engu stigi Íslands og eftir það var ekki aftur snúið. Þreyta komin í íslensku leikmennina og baráttuviljinn orðinn aðeins minni þegar verkefnið var orðið að risavöxnu og bröttu fjalli. Lokaniðurstaðan var þrjátíu stiga tap sem endurspeglaði ekki raunverulegan getumun liðanna. Íslenska liðið er því enn án sigurs í undankeppninni fyrir lokaleikinn á miðvikudag. Skotnýting íslenska liðsins í dag var vægast sagt slæm. Liðið var með 28,8 prósenta nýtingu sem er alls ekki boðlegt. Slóvakíska liðið var með 41,5 prósenta nýtingu og augljóst bara á þeirri tölfræði hvort liðið spilaði betri sóknarleik. Ísland var einnig langt undir í frákastabaráttunni, þar munaði 20 fráköstum og fara þau langt með að útskýra stærðina á muninum á milli liðanna þegar upp var staðið. Varnarleikurinn var hins vegar góður á köflum og þrátt fyrir stórt tap var hægt að sjá jákvæða punkta í frammistöðu liðsins.
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum