Snorri í Betel fær lægri bætur eftir dóm Hæstaréttar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. nóvember 2018 15:46 Snorri Óskarsson ásamt lögmanni sínum Einari Steingrímssyni. visir/auðunn Hæstiréttur hefur dæmt Snorra Óskarssyni, sem oft er kenndur við hvítasunnusöfnuðinn Betel, 3,5 milljónir króna í skaðabætur vegna ólögmætrar uppsagnar þegar honum var sagt upp störfum sem kennara við Brekkuskóla á Akureyri í júlí 2012. Áður hafði Héraðsdómur Norðurlands eystra dæmt Akureyrarbæ til þess að greiða honum 6,5 milljónir króna í bætur, sex milljónir voru skaðabætur og hálf milljón króna miskabætur vegna þess að dómurinn taldi að uppsögnin hefði falið í sér ólögmæta meingerð gegn Snorra. Þessu er meirihluti Hæstaréttar ósammála, það er telur að ekki hafi falist ólögmæt meingerð í uppsögninni og dæmir því ekki miskabætur heldur aðeins skaðabætur. Ólafur Börkur Þorvaldsson, hæstaréttardómari, er hins vegar sammála héraðsdómi varðandi miskabæturnar og telur rétt að staðfesta niðurstöðu héraðsdóms í þeim efnum að því er fram kemur í sératkvæði hans. Snorra var vikið úr starfi kennara við Brekkuskóla vegna umdeildra bloggfærslna þar sem hann ritaði um samkynhneigð út frá sínu strangkristna hugarfari. Hann stefndi bænum og fór fram á 13,7 milljónir króna í bætur. Var að mati bæjaryfirvalda ekki talið eðlilegt að kennari grunnskólabarna léti uppi skoðanir sínar á þann hátt að samkynhneigð væri synd og þeirra biði ekkert nema helvíti. „Samkynhneigð telst vera synd,“ skrifaði Snorri. „Syndin erfir ekki Guðs ríkið og því óæskileg. Laun syndarinnar er dauði og því grafalvarleg.“ Dómsmál Tengdar fréttir Snorri vill margra ára laun frá Akureyrarbæ Snorri í Betel krefur Akureyrarbæ um vangoldin laun og töpuð lífeyrisréttindi. Akureyrarbær bauð Snorra þrjár og hálfa milljón sem Snorri hafnaði. Málið verður tekið fyrir á næstu dögum. 25. apríl 2017 07:00 Snorri í Betel fær 6,5 milljónir króna frá Akureyrarbæ Svona fór um sjóferð þá. Ég alla vega fékk tvöfalt hærri bætur en Akureyrarbær var tilbúinn að greiða! segir Snorri. 16. nóvember 2017 14:47 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Innlent Fleiri fréttir Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Sjá meira
Hæstiréttur hefur dæmt Snorra Óskarssyni, sem oft er kenndur við hvítasunnusöfnuðinn Betel, 3,5 milljónir króna í skaðabætur vegna ólögmætrar uppsagnar þegar honum var sagt upp störfum sem kennara við Brekkuskóla á Akureyri í júlí 2012. Áður hafði Héraðsdómur Norðurlands eystra dæmt Akureyrarbæ til þess að greiða honum 6,5 milljónir króna í bætur, sex milljónir voru skaðabætur og hálf milljón króna miskabætur vegna þess að dómurinn taldi að uppsögnin hefði falið í sér ólögmæta meingerð gegn Snorra. Þessu er meirihluti Hæstaréttar ósammála, það er telur að ekki hafi falist ólögmæt meingerð í uppsögninni og dæmir því ekki miskabætur heldur aðeins skaðabætur. Ólafur Börkur Þorvaldsson, hæstaréttardómari, er hins vegar sammála héraðsdómi varðandi miskabæturnar og telur rétt að staðfesta niðurstöðu héraðsdóms í þeim efnum að því er fram kemur í sératkvæði hans. Snorra var vikið úr starfi kennara við Brekkuskóla vegna umdeildra bloggfærslna þar sem hann ritaði um samkynhneigð út frá sínu strangkristna hugarfari. Hann stefndi bænum og fór fram á 13,7 milljónir króna í bætur. Var að mati bæjaryfirvalda ekki talið eðlilegt að kennari grunnskólabarna léti uppi skoðanir sínar á þann hátt að samkynhneigð væri synd og þeirra biði ekkert nema helvíti. „Samkynhneigð telst vera synd,“ skrifaði Snorri. „Syndin erfir ekki Guðs ríkið og því óæskileg. Laun syndarinnar er dauði og því grafalvarleg.“
Dómsmál Tengdar fréttir Snorri vill margra ára laun frá Akureyrarbæ Snorri í Betel krefur Akureyrarbæ um vangoldin laun og töpuð lífeyrisréttindi. Akureyrarbær bauð Snorra þrjár og hálfa milljón sem Snorri hafnaði. Málið verður tekið fyrir á næstu dögum. 25. apríl 2017 07:00 Snorri í Betel fær 6,5 milljónir króna frá Akureyrarbæ Svona fór um sjóferð þá. Ég alla vega fékk tvöfalt hærri bætur en Akureyrarbær var tilbúinn að greiða! segir Snorri. 16. nóvember 2017 14:47 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Innlent Fleiri fréttir Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Sjá meira
Snorri vill margra ára laun frá Akureyrarbæ Snorri í Betel krefur Akureyrarbæ um vangoldin laun og töpuð lífeyrisréttindi. Akureyrarbær bauð Snorra þrjár og hálfa milljón sem Snorri hafnaði. Málið verður tekið fyrir á næstu dögum. 25. apríl 2017 07:00
Snorri í Betel fær 6,5 milljónir króna frá Akureyrarbæ Svona fór um sjóferð þá. Ég alla vega fékk tvöfalt hærri bætur en Akureyrarbær var tilbúinn að greiða! segir Snorri. 16. nóvember 2017 14:47