Þunnur meirihluti hjá Netanjahú Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 15. nóvember 2018 09:00 Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael. Vísir/AP Vopnahléið sem Ísraelar sömdu um við Hamas-samtökin eftir átök undanfarinna daga á Gasasvæðinu dregur dilk á eftir sér. Í gær tilkynnti Avigdor Lieberman varnarmálaráðherra um afsögn sína í mótmælaskyni. Lieberman sagði að með gerð vopnahlésins væru Ísraelar að „láta undan kröfum hryðjuverkamanna“ og að hann myndi ekki geta horft í augu kjósenda ef hann héldi áfram starfi sínu. Lieberman er leiðtogi flokksins Ísrael Beitenu sem hefur verið hluti ríkisstjórnar Benjamíns Netanjahú forsætisráðherra. Með afsögn Liebermans tekur flokkurinn sér hins vegar sæti í stjórnarandstöðu og er meirihluti ríkisstjórnarinnar á þingi orðinn ansi þunnur; 61 sæti gegn 59 sætum stjórnarandstöðu. Þótt Lieberman hafi kallað eftir nýjum kosningum í gær sagði Jonatan Urich, upplýsingafulltrúi Líkúd, flokks Netanjahús, að það væri óþarfi. Ríkisstjórnin gæti haldið áfram út kjörtímabilið. Netanjahú varði gerð vopnahlésins í gær. Sagði Hamas hafa grátbeðið um að vopnahlé yrði gert. Á minningarathöfn fyrir David og Paula Ben-Gurion sagði forsætisráðherrann að hann vildi ekki tjá sig um framtíð Gasasvæðisins en að hann myndi hafa hagsmuni Ísraela í forgangi. Nú tekur Netanjahú við varnarmálaráðuneytinu af Lieberman. Í ritstjórnargrein Jerusalem Post vegna þessa sagði að slíkt ætti ekki að líðast. „Það þurfa að vera takmörk fyrir því hvað forsætisráðherrann getur gert,“ sagði í greininni og var enn fremur minnt á að Netanjahú væri einnig utanríkisráðherra. Birtist í Fréttablaðinu Ísrael Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Umfangsmiklar árásir í Ísrael og á Gasa Hernaðaryfirvöld Ísrael segjast hafa gert loftárárásir á um hundrað skotmörk á Gasa-ströndinni í nótt. Það var gert eftir að Hamas-liðar skutu um 370 flugskeytum að Ísrael í gær. 13. nóvember 2018 11:32 Varnarmálaráðherra Ísrael segir af sér og kallar eftir kosningum Avigdor Liberman segir það mikil mistök að hafa samþykkt vopnahlé við Hamas-liða og gagnrýnir herin fyrir takmörkuð viðbrögð við árásum frá Gasa. 14. nóvember 2018 12:36 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Fleiri fréttir Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjá meira
Vopnahléið sem Ísraelar sömdu um við Hamas-samtökin eftir átök undanfarinna daga á Gasasvæðinu dregur dilk á eftir sér. Í gær tilkynnti Avigdor Lieberman varnarmálaráðherra um afsögn sína í mótmælaskyni. Lieberman sagði að með gerð vopnahlésins væru Ísraelar að „láta undan kröfum hryðjuverkamanna“ og að hann myndi ekki geta horft í augu kjósenda ef hann héldi áfram starfi sínu. Lieberman er leiðtogi flokksins Ísrael Beitenu sem hefur verið hluti ríkisstjórnar Benjamíns Netanjahú forsætisráðherra. Með afsögn Liebermans tekur flokkurinn sér hins vegar sæti í stjórnarandstöðu og er meirihluti ríkisstjórnarinnar á þingi orðinn ansi þunnur; 61 sæti gegn 59 sætum stjórnarandstöðu. Þótt Lieberman hafi kallað eftir nýjum kosningum í gær sagði Jonatan Urich, upplýsingafulltrúi Líkúd, flokks Netanjahús, að það væri óþarfi. Ríkisstjórnin gæti haldið áfram út kjörtímabilið. Netanjahú varði gerð vopnahlésins í gær. Sagði Hamas hafa grátbeðið um að vopnahlé yrði gert. Á minningarathöfn fyrir David og Paula Ben-Gurion sagði forsætisráðherrann að hann vildi ekki tjá sig um framtíð Gasasvæðisins en að hann myndi hafa hagsmuni Ísraela í forgangi. Nú tekur Netanjahú við varnarmálaráðuneytinu af Lieberman. Í ritstjórnargrein Jerusalem Post vegna þessa sagði að slíkt ætti ekki að líðast. „Það þurfa að vera takmörk fyrir því hvað forsætisráðherrann getur gert,“ sagði í greininni og var enn fremur minnt á að Netanjahú væri einnig utanríkisráðherra.
Birtist í Fréttablaðinu Ísrael Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Umfangsmiklar árásir í Ísrael og á Gasa Hernaðaryfirvöld Ísrael segjast hafa gert loftárárásir á um hundrað skotmörk á Gasa-ströndinni í nótt. Það var gert eftir að Hamas-liðar skutu um 370 flugskeytum að Ísrael í gær. 13. nóvember 2018 11:32 Varnarmálaráðherra Ísrael segir af sér og kallar eftir kosningum Avigdor Liberman segir það mikil mistök að hafa samþykkt vopnahlé við Hamas-liða og gagnrýnir herin fyrir takmörkuð viðbrögð við árásum frá Gasa. 14. nóvember 2018 12:36 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Fleiri fréttir Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjá meira
Umfangsmiklar árásir í Ísrael og á Gasa Hernaðaryfirvöld Ísrael segjast hafa gert loftárárásir á um hundrað skotmörk á Gasa-ströndinni í nótt. Það var gert eftir að Hamas-liðar skutu um 370 flugskeytum að Ísrael í gær. 13. nóvember 2018 11:32
Varnarmálaráðherra Ísrael segir af sér og kallar eftir kosningum Avigdor Liberman segir það mikil mistök að hafa samþykkt vopnahlé við Hamas-liða og gagnrýnir herin fyrir takmörkuð viðbrögð við árásum frá Gasa. 14. nóvember 2018 12:36