Barnier segir drögin koma í veg fyrir hörð landamæri á Írlandi Atli Ísleifsson skrifar 14. nóvember 2018 21:49 Michel Barnier, aðalsamningamaður ESB í Brexit-viðræðunum, ávarpaði fréttamenn í kvöld. Getty/Bloomberg Michel Barnier, aðalsamningamaður ESB í Brexit-viðræðunum, segir að samningsdrögin, sem nú hafi verið kynnt, búi þannig um hnútana að ekki þurfi að koma upp sérstöku eftirliti á landamærum Írlands og Norður-Írlands. „Við höfum tekið afgerandi skref í þá átt að tryggja skipulagða útgöngu í mars,“ sagði Barnier í kvöld eftir að tilkynnt var að breska ríkisstjórnin hefði samþykkt samningsdrögin. Drögin telja 585 blaðsíður. Barnier segir að með samningnum verði landamærin á Írlandi áfram eins og þau hafi verið, án sérstaks eftirlits.Einn helsti ásteytingarsteinninn Deilan um hvernig haga skuli málum á landamærum Írlands og Norður-Írlands hefur verið einn helsti ásteytingarsteinninn í Brexit-viðræðunum. Hefur verið talað um hið svokallaða „backstop“, áætlun sem er ætlað að tryggja að ekki komi til harðra landamæra á Írlandi. Norður-Írland verður ekki hluti Evrópusambandsins eftir útgöngu, en Írland verður þó áfram aðili. Hefur mikið verið rætt um að friðarsamningarnir sem kenndir eru við föstudaginn langa, kunni að vera í uppnámi, yrði hörðum landamærum komið á.Áfram hluti tollabandalagsins Lausnin verður að Bretland verði tímabundið áfram hluti tollabandalags Evrópu og að samningsaðilar skulu á aðlögunartímabilinu, sem telur 21 mánuður frá útgöngu í lok mars næstkomandi, ná saman um viðskiptasamning sem tryggi að landamærin verði áfram opin. Þannig virðast Bretar hafa komist hjá því að gangast við fyrri tillögu Barnier um að komið yrði á sérstökum tollalandamærum á hafsvæðinu milli Norður-Írlands og restinni af Bretlandi. Bretland Brexit Evrópusambandið Írland Norður-Írland Tengdar fréttir Segir Brexit-drög hrikaleg fyrir Skotland Nicola Sturgeon, forsætisráðherra Skotlands, segir drögin að Brexit veita Norður-Írlandi ósanngjarnt forskot. 14. nóvember 2018 16:26 Ríkisstjórn Bretlands styður útgöngusáttmálann Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, sagði þetta bestu niðurstöðuna fyrir bresku þjóðina. 14. nóvember 2018 19:40 Mest lesið Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Innlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Erlent Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Erlent Fleiri fréttir Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Sjá meira
Michel Barnier, aðalsamningamaður ESB í Brexit-viðræðunum, segir að samningsdrögin, sem nú hafi verið kynnt, búi þannig um hnútana að ekki þurfi að koma upp sérstöku eftirliti á landamærum Írlands og Norður-Írlands. „Við höfum tekið afgerandi skref í þá átt að tryggja skipulagða útgöngu í mars,“ sagði Barnier í kvöld eftir að tilkynnt var að breska ríkisstjórnin hefði samþykkt samningsdrögin. Drögin telja 585 blaðsíður. Barnier segir að með samningnum verði landamærin á Írlandi áfram eins og þau hafi verið, án sérstaks eftirlits.Einn helsti ásteytingarsteinninn Deilan um hvernig haga skuli málum á landamærum Írlands og Norður-Írlands hefur verið einn helsti ásteytingarsteinninn í Brexit-viðræðunum. Hefur verið talað um hið svokallaða „backstop“, áætlun sem er ætlað að tryggja að ekki komi til harðra landamæra á Írlandi. Norður-Írland verður ekki hluti Evrópusambandsins eftir útgöngu, en Írland verður þó áfram aðili. Hefur mikið verið rætt um að friðarsamningarnir sem kenndir eru við föstudaginn langa, kunni að vera í uppnámi, yrði hörðum landamærum komið á.Áfram hluti tollabandalagsins Lausnin verður að Bretland verði tímabundið áfram hluti tollabandalags Evrópu og að samningsaðilar skulu á aðlögunartímabilinu, sem telur 21 mánuður frá útgöngu í lok mars næstkomandi, ná saman um viðskiptasamning sem tryggi að landamærin verði áfram opin. Þannig virðast Bretar hafa komist hjá því að gangast við fyrri tillögu Barnier um að komið yrði á sérstökum tollalandamærum á hafsvæðinu milli Norður-Írlands og restinni af Bretlandi.
Bretland Brexit Evrópusambandið Írland Norður-Írland Tengdar fréttir Segir Brexit-drög hrikaleg fyrir Skotland Nicola Sturgeon, forsætisráðherra Skotlands, segir drögin að Brexit veita Norður-Írlandi ósanngjarnt forskot. 14. nóvember 2018 16:26 Ríkisstjórn Bretlands styður útgöngusáttmálann Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, sagði þetta bestu niðurstöðuna fyrir bresku þjóðina. 14. nóvember 2018 19:40 Mest lesið Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Innlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Erlent Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Erlent Fleiri fréttir Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Sjá meira
Segir Brexit-drög hrikaleg fyrir Skotland Nicola Sturgeon, forsætisráðherra Skotlands, segir drögin að Brexit veita Norður-Írlandi ósanngjarnt forskot. 14. nóvember 2018 16:26
Ríkisstjórn Bretlands styður útgöngusáttmálann Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, sagði þetta bestu niðurstöðuna fyrir bresku þjóðina. 14. nóvember 2018 19:40