Gefa frumvarpi Lilju falleinkunn Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 14. nóvember 2018 06:00 Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra. Fréttablaðið/Ernir „Þetta er illa skrifað, illa unnið, fullkomlega ófaglegt og fyrst og síðast fullkomið virðingarleysi við allt það fólk sem vinnur í sviðslistum á Íslandi,“ segir Birna Hafstein, formaður Félags íslenskra leikara og forseti Sviðslistasambands Íslands, um drög mennta- og menningarmálaráðherra að nýjum lögum um sviðslistir, sem kynnt voru í samráðsgátt Stjórnarráðsins. Sviðslistasambandið boðaði til opins fundar vegna frumvarpsins í vikunni og birti í gærkvöldi ályktun fundarins sem umsögn við frumvarpið. „Fundurinn lýsir furðu sinni á því að Mennta- og menningarmálaráðuneytið skuli ekki hafa átt samráð við fagfólk og hagsmunaaðila við gerð þeirra. Fundurinn hafnar þessum drögum einróma,“ segir í ályktuninni. Viðmælendur Fréttablaðsins gagnrýna sérstaklega algjört samráðsleysi við gerð frumvarpsdraganna. „Það er verið að smíða löggjöf um okkur en það er ekkert talað við okkur,“ segir Birna. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segir að ráðuneytið hafi sannarlega haft samráð, til dæmis með stórum samráðsfundi 17. janúar. „Þetta samráð hefur farið fram,“ segir Lilja. „En ég hvet auðvitað sviðslistafólk til að nýta sér samráðsgáttina, hún er til þess gerð að fá viðbrögð og til að bæta lagasetningu á Íslandi.“ Aðspurð segir Birna að farið hafi verið nokkuð vandlega yfir frumvarpsdrögin á fundi sambandsins. „Við komumst að þeirri niðurstöðu að við getum ekki látið bjóða okkur upp á þetta.“ Hún segir ákvörðunina um að álykta gegn drögunum hafa verið einróma. Meðal þess sem viðmælendur Fréttablaðsins gagnrýna er afturhaldshugsun í uppbyggingu Þjóðleikhússins, veik staða Íslensku óperunnar og að engin sjálfstæð hugmyndafræði komi fram um Íslenska dansflokkinn. Stjórnendur helstu sviðslistastofnana rita nafn sitt undir ályktun fundarins, að þjóðleikhússtjóra einum undanskildum. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Dans Leikhús Menning Tengdar fréttir Þjóðleikhússtjóri verði sem einvaldur með nýjum lögum Mennta- og menningarmálaráðherra hafnar því alfarið að ekkert samráð hafi verið haft við sviðslistafólk þegar drög að frumvarpi að sviðslistalögum voru samin. Sviðlistafólk hefur ályktað gegn drögunum. 14. nóvember 2018 06:00 Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
„Þetta er illa skrifað, illa unnið, fullkomlega ófaglegt og fyrst og síðast fullkomið virðingarleysi við allt það fólk sem vinnur í sviðslistum á Íslandi,“ segir Birna Hafstein, formaður Félags íslenskra leikara og forseti Sviðslistasambands Íslands, um drög mennta- og menningarmálaráðherra að nýjum lögum um sviðslistir, sem kynnt voru í samráðsgátt Stjórnarráðsins. Sviðslistasambandið boðaði til opins fundar vegna frumvarpsins í vikunni og birti í gærkvöldi ályktun fundarins sem umsögn við frumvarpið. „Fundurinn lýsir furðu sinni á því að Mennta- og menningarmálaráðuneytið skuli ekki hafa átt samráð við fagfólk og hagsmunaaðila við gerð þeirra. Fundurinn hafnar þessum drögum einróma,“ segir í ályktuninni. Viðmælendur Fréttablaðsins gagnrýna sérstaklega algjört samráðsleysi við gerð frumvarpsdraganna. „Það er verið að smíða löggjöf um okkur en það er ekkert talað við okkur,“ segir Birna. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segir að ráðuneytið hafi sannarlega haft samráð, til dæmis með stórum samráðsfundi 17. janúar. „Þetta samráð hefur farið fram,“ segir Lilja. „En ég hvet auðvitað sviðslistafólk til að nýta sér samráðsgáttina, hún er til þess gerð að fá viðbrögð og til að bæta lagasetningu á Íslandi.“ Aðspurð segir Birna að farið hafi verið nokkuð vandlega yfir frumvarpsdrögin á fundi sambandsins. „Við komumst að þeirri niðurstöðu að við getum ekki látið bjóða okkur upp á þetta.“ Hún segir ákvörðunina um að álykta gegn drögunum hafa verið einróma. Meðal þess sem viðmælendur Fréttablaðsins gagnrýna er afturhaldshugsun í uppbyggingu Þjóðleikhússins, veik staða Íslensku óperunnar og að engin sjálfstæð hugmyndafræði komi fram um Íslenska dansflokkinn. Stjórnendur helstu sviðslistastofnana rita nafn sitt undir ályktun fundarins, að þjóðleikhússtjóra einum undanskildum.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Dans Leikhús Menning Tengdar fréttir Þjóðleikhússtjóri verði sem einvaldur með nýjum lögum Mennta- og menningarmálaráðherra hafnar því alfarið að ekkert samráð hafi verið haft við sviðslistafólk þegar drög að frumvarpi að sviðslistalögum voru samin. Sviðlistafólk hefur ályktað gegn drögunum. 14. nóvember 2018 06:00 Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
Þjóðleikhússtjóri verði sem einvaldur með nýjum lögum Mennta- og menningarmálaráðherra hafnar því alfarið að ekkert samráð hafi verið haft við sviðslistafólk þegar drög að frumvarpi að sviðslistalögum voru samin. Sviðlistafólk hefur ályktað gegn drögunum. 14. nóvember 2018 06:00