Svaraði því ekki hvort að einkaaðilar fái að gera liðskiptiaðgerðir Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. nóvember 2018 15:53 Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, sat fyrir svörum á þingi í dag. vísir/vilhelm Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, svaraði því ekki hvort að einkaaðilar fái að koma að liðskiptiaðgerðum hér á landi í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Miðflokksins, spurði ráðherrann út í biðlista eftir aðgerðum á heilbrigðisstofnunum og vitnaði í tölur sem hann hafði fengið frá landlækni þess efnis. Þannig væru 2300 manns að bíða eftir ýmsum aðgerðum og þar af væru 1200 sem hefðu beðið lengur en í þrjá mánuði. Þá hefðu alls 700 manns beðið lengur en þrjá mánuði eftir því að komast í liðskiptiaðgerð.Sjá einnig:Alls bíða 658 eftir aðgerð meðan aðrir fara út á kostnað ríkisins Þorsteinn spurði ráðherrann meðal annars hvaða tillögur hún hefði til að stytta biðlistana við aðra umræðu fjárlaga. Svaraði Svandís því til að um áramót lyki sérstöku átaksverkefni sem var sérstaklega ætlað að styta biðlista. Það væri hins vegar svo að í fjárlögum næsta árs væri sú upphæð, alls 900 milljónir króna, fest sérstaklega í ramma fjárlaga. Þorsteinn hafði bent á að hægt væri að gera liðskiptiaðgerðir á einkastofum svo stytta mætti biðlistana og lina þannig þjáningar fólks. Í seinni fyrirspurn sinni spurði þingmaðurinn ráðherra hvort til stæði að hleypa einkaaðilum að borðinu í liðskiptiaðgerðum. Ráðherrann kom í pontu en svaraði ekki spurningu þingmannsins um einkaaðila og liðskiptiaðgerðir. „Það er talið, miðað við samanburðarlöndin sem við erum að jafnaði að bera okkur saman við, að varðandi augnsteinaaðgerðir og aðrar þær aðgerðir sem háttvirtur þingmaður nefnir, utan liðskiptiaðgerðir, að þá séum við búin að ná ásættanlegum árangri samanborið við löndin í kringum okkur,“ sagði Svandís. Þorsteinn hafði meðal annars sagt í ræðu sinni að þúsund manns væru á biðlista eftir augnsteinaaðgerð og að þúsund manns biðu eftir að komast á Reykjalund. Alþingi Tengdar fréttir Telur greiðslu á aðgerðum erlendis illa meðferð skattfjár Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans segir að það sé ekki góð nýting á fjármunum að senda sjúklinga til útlanda í aðgerðir á kostnað skattgreiðenda þótt þeir eigi rétt á því samkvæmt Evróputilskipun um bið eftir aðgerðum. 11. maí 2017 18:30 Fer með sjúklingana til Svíþjóðar vegna skorts á samningi en ríkið borgar Hópur Íslendinga fór í dag á vegum Klíníkurinnar í liðskiptiaðgerðir á einkasjúkrahúsi í Svíþjóð. Allur kostnaður vegna aðgerðanna verður greiddur af Sjúkratryggingum Íslands en stofnunin var ekki tilbúin að greiða fyrir nákvæmlega sömu aðgerð hér á landi hjá Klíníkinni í Ármúla. Dæmi um hvað kerfið er öfugsnúið, að sögn læknis sem framkvæmdi aðgerðirnar. 9. maí 2017 18:04 Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Innlent Fleiri fréttir Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, svaraði því ekki hvort að einkaaðilar fái að koma að liðskiptiaðgerðum hér á landi í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Miðflokksins, spurði ráðherrann út í biðlista eftir aðgerðum á heilbrigðisstofnunum og vitnaði í tölur sem hann hafði fengið frá landlækni þess efnis. Þannig væru 2300 manns að bíða eftir ýmsum aðgerðum og þar af væru 1200 sem hefðu beðið lengur en í þrjá mánuði. Þá hefðu alls 700 manns beðið lengur en þrjá mánuði eftir því að komast í liðskiptiaðgerð.Sjá einnig:Alls bíða 658 eftir aðgerð meðan aðrir fara út á kostnað ríkisins Þorsteinn spurði ráðherrann meðal annars hvaða tillögur hún hefði til að stytta biðlistana við aðra umræðu fjárlaga. Svaraði Svandís því til að um áramót lyki sérstöku átaksverkefni sem var sérstaklega ætlað að styta biðlista. Það væri hins vegar svo að í fjárlögum næsta árs væri sú upphæð, alls 900 milljónir króna, fest sérstaklega í ramma fjárlaga. Þorsteinn hafði bent á að hægt væri að gera liðskiptiaðgerðir á einkastofum svo stytta mætti biðlistana og lina þannig þjáningar fólks. Í seinni fyrirspurn sinni spurði þingmaðurinn ráðherra hvort til stæði að hleypa einkaaðilum að borðinu í liðskiptiaðgerðum. Ráðherrann kom í pontu en svaraði ekki spurningu þingmannsins um einkaaðila og liðskiptiaðgerðir. „Það er talið, miðað við samanburðarlöndin sem við erum að jafnaði að bera okkur saman við, að varðandi augnsteinaaðgerðir og aðrar þær aðgerðir sem háttvirtur þingmaður nefnir, utan liðskiptiaðgerðir, að þá séum við búin að ná ásættanlegum árangri samanborið við löndin í kringum okkur,“ sagði Svandís. Þorsteinn hafði meðal annars sagt í ræðu sinni að þúsund manns væru á biðlista eftir augnsteinaaðgerð og að þúsund manns biðu eftir að komast á Reykjalund.
Alþingi Tengdar fréttir Telur greiðslu á aðgerðum erlendis illa meðferð skattfjár Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans segir að það sé ekki góð nýting á fjármunum að senda sjúklinga til útlanda í aðgerðir á kostnað skattgreiðenda þótt þeir eigi rétt á því samkvæmt Evróputilskipun um bið eftir aðgerðum. 11. maí 2017 18:30 Fer með sjúklingana til Svíþjóðar vegna skorts á samningi en ríkið borgar Hópur Íslendinga fór í dag á vegum Klíníkurinnar í liðskiptiaðgerðir á einkasjúkrahúsi í Svíþjóð. Allur kostnaður vegna aðgerðanna verður greiddur af Sjúkratryggingum Íslands en stofnunin var ekki tilbúin að greiða fyrir nákvæmlega sömu aðgerð hér á landi hjá Klíníkinni í Ármúla. Dæmi um hvað kerfið er öfugsnúið, að sögn læknis sem framkvæmdi aðgerðirnar. 9. maí 2017 18:04 Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Innlent Fleiri fréttir Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Sjá meira
Telur greiðslu á aðgerðum erlendis illa meðferð skattfjár Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans segir að það sé ekki góð nýting á fjármunum að senda sjúklinga til útlanda í aðgerðir á kostnað skattgreiðenda þótt þeir eigi rétt á því samkvæmt Evróputilskipun um bið eftir aðgerðum. 11. maí 2017 18:30
Fer með sjúklingana til Svíþjóðar vegna skorts á samningi en ríkið borgar Hópur Íslendinga fór í dag á vegum Klíníkurinnar í liðskiptiaðgerðir á einkasjúkrahúsi í Svíþjóð. Allur kostnaður vegna aðgerðanna verður greiddur af Sjúkratryggingum Íslands en stofnunin var ekki tilbúin að greiða fyrir nákvæmlega sömu aðgerð hér á landi hjá Klíníkinni í Ármúla. Dæmi um hvað kerfið er öfugsnúið, að sögn læknis sem framkvæmdi aðgerðirnar. 9. maí 2017 18:04