LeBron tróð fyrir sigri Lakers Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 12. nóvember 2018 07:30 Chandler og James fagna í nótt vísir/getty LeBron James tróð fyrir sigri Los Angeles Lakers gegn Atlanta Hawks í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Lakers vann sinn þriðja leik í röð á tímabilinu. Þegar fimmtán sekúndur voru eftir af leiknum tróð James boltanum í körfu Atlanta og kom Lakers yfir 107-106. Það var svo Tyson Chandler sem sá til þess að þeir færu heim til Los Angeles með sigurinn með því að verja sniðskot Trae Young í lokasókn Atlanta. Sigurinn var sá fimmti í sex leikjum hjá Lakers sem situr nú í áttunda sæti Vesturdeildarinnar.The @Lakers & @ATLHawks go down to the wire in a fantastic finish at Staples Center! #LakeShowpic.twitter.com/ilb2vjjbLR — NBA (@NBA) November 12, 2018 Houston Rockets, sem fór alla leið í úrslit Vesturdeildarinnar í vor, vann loks sinn fyrsta heimaleik á nýju tímabili eftir fjögur töp. Sigurinn var hvað helst James Harden að þakka sem átti stórleik og skoraði 40 stig fyrir Rockets ásamt 9 stoðsendingum og 7 fráköstum. Chris Paul bætti við 26 stigum fyrir Houston í 115-103 sigri á Indiana Pacers. Gestirnir frá Indiana voru nálægt því að gera leikinn spennandi undir lokin þegar Cory Joseph minnkaði muninn í átta stig og 90 sekúndur voru á klukkunni en Chris Paul svaraði strax og batt enda á alla drauma um endurkomu. Indiana tapaði þriðja leiknum í síðustu fjórum.James Harden hits 8 3's en route to a season-high 40 PTS, 9 AST, 7 REB for the @HoustonRockets! #Rocketspic.twitter.com/KrA3WvMmTf — NBA (@NBA) November 12, 2018 Í Portland náðu heimamenn í Portland Trail Blazers í sinn fjórða sigur í röð þegar þeir unnu Boston Celtics 100-94. Portland var mest með 21 stigs forskot í leiknum en gestirnir frá Boston gáfust aldrei upp. Í byrjun fjórða leikhluta tóku þeir 13-2 áhlaup og minnkuðu muninn í 85-83. Heimamenn svöruðu strax og héldu forskotinu út leikinn þökk sé tveimur mikilvægum þristum frá Al-Farouq Aminu á loka mínútunum.Damian Lillard records 19 PTS, 12 AST to lift the @trailblazers to victory at home! #RipCitypic.twitter.com/rs5bsmWSf7 — NBA (@NBA) November 12, 2018Úrslit næturinnar: Detroit Pistons - Charlotte Hornets 103-113 Houston Rockets - Indiana Pacers 115-103 New York Knicks - Orlando Magic 89-115 Denver Nuggets - Milwaukee Bucks 114-121 Portland Trail Blazers - Boston Celtics 100-94 Los Angeles Lakers - Atlanta Hawks 107-106 NBA Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Golf Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Körfubolti Fleiri fréttir Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Sjá meira
LeBron James tróð fyrir sigri Los Angeles Lakers gegn Atlanta Hawks í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Lakers vann sinn þriðja leik í röð á tímabilinu. Þegar fimmtán sekúndur voru eftir af leiknum tróð James boltanum í körfu Atlanta og kom Lakers yfir 107-106. Það var svo Tyson Chandler sem sá til þess að þeir færu heim til Los Angeles með sigurinn með því að verja sniðskot Trae Young í lokasókn Atlanta. Sigurinn var sá fimmti í sex leikjum hjá Lakers sem situr nú í áttunda sæti Vesturdeildarinnar.The @Lakers & @ATLHawks go down to the wire in a fantastic finish at Staples Center! #LakeShowpic.twitter.com/ilb2vjjbLR — NBA (@NBA) November 12, 2018 Houston Rockets, sem fór alla leið í úrslit Vesturdeildarinnar í vor, vann loks sinn fyrsta heimaleik á nýju tímabili eftir fjögur töp. Sigurinn var hvað helst James Harden að þakka sem átti stórleik og skoraði 40 stig fyrir Rockets ásamt 9 stoðsendingum og 7 fráköstum. Chris Paul bætti við 26 stigum fyrir Houston í 115-103 sigri á Indiana Pacers. Gestirnir frá Indiana voru nálægt því að gera leikinn spennandi undir lokin þegar Cory Joseph minnkaði muninn í átta stig og 90 sekúndur voru á klukkunni en Chris Paul svaraði strax og batt enda á alla drauma um endurkomu. Indiana tapaði þriðja leiknum í síðustu fjórum.James Harden hits 8 3's en route to a season-high 40 PTS, 9 AST, 7 REB for the @HoustonRockets! #Rocketspic.twitter.com/KrA3WvMmTf — NBA (@NBA) November 12, 2018 Í Portland náðu heimamenn í Portland Trail Blazers í sinn fjórða sigur í röð þegar þeir unnu Boston Celtics 100-94. Portland var mest með 21 stigs forskot í leiknum en gestirnir frá Boston gáfust aldrei upp. Í byrjun fjórða leikhluta tóku þeir 13-2 áhlaup og minnkuðu muninn í 85-83. Heimamenn svöruðu strax og héldu forskotinu út leikinn þökk sé tveimur mikilvægum þristum frá Al-Farouq Aminu á loka mínútunum.Damian Lillard records 19 PTS, 12 AST to lift the @trailblazers to victory at home! #RipCitypic.twitter.com/rs5bsmWSf7 — NBA (@NBA) November 12, 2018Úrslit næturinnar: Detroit Pistons - Charlotte Hornets 103-113 Houston Rockets - Indiana Pacers 115-103 New York Knicks - Orlando Magic 89-115 Denver Nuggets - Milwaukee Bucks 114-121 Portland Trail Blazers - Boston Celtics 100-94 Los Angeles Lakers - Atlanta Hawks 107-106
NBA Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Golf Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Körfubolti Fleiri fréttir Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Sjá meira