Jonni um landsliðið: „Búinn að hafa áhyggjur í langan tíma“ Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 11. nóvember 2018 12:00 Jonni hefur áhyggjur af stöðu mála í kvennalandsliðinu s2 Sport Íslenska kvennalandsliðið í körfubolta leikur tvo leiki í undankeppni EM 2019 í Laugardalshöll í nóvember. Sérfræðingar Domino's Körfuboltakvölds á Stöð 2 Sport ræddu stöðu landsliðsins. Leikirnir tveir eru þeir síðustu í riðlinum en Ísland hefur tapað öllum fjórum leikjum sínum til þessa og á ekki möguleika á að komast áfram. „Það er smá vesen í kringum kvennalandsliðið. Það gengur illa að fá leikmenn, það eru meiðsli og einvherjar sem eru í vinnu,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, þáttastjórnandi. „Ég er búinn að hafa áhyggjur af þessu í svolítið langan tíma. Ég sat fund fyrir bikarúrslitin síðast þar sem þetta kom til tals, að stúlkur á Íslandi í körfubolta væru ekki að gefa kost á sér í A-landslið kvenna,“ sagði Jón Halldór Eðvaldsson, einn þeirra sérfræðinga sem fylgist hvað mest með kvennaboltanum á Íslandi. „Það virðast vera einhverjir margir þættir sem koma að því. Maður hefur heyrt að þær eru ekki nógu ánægðar með umgjörðina í kringum þetta, að það sé ekki nógu mikil alvara í kringum æfingar og annað, hverju sem það er um að kenna.“ „Þær eru ekki tilbúnar til þess að taka sér frí frá námi og vinnu til þess að fara í þessi landsliðsverkefni, sem eru frekar löng stundum. Við hvern er að sakast? Ég veit það ekki. Ég geri mér ekki alveg grein fyrir því hvar vandamálið liggur.“ „En síðan, það er ekkert öfundsvert verkefni fyrir Ívar Ásgrímsson, þjálfara, að velja 12 manna lið. Það sem mér finnst risastórt vandamál í íslenskum kvennakörfubolta er að það er allt of lítið af stjörnum sem eru að verða til.“ „Það eru allt of fáar stelpur sem eru að koma upp úr yngri flokkum sem eru afgerandi. Það er fullt af frábærum stelpum í körfu, en þær eru svo jafnar. Þær eru ekki með þetta landsliðskaliber. Þetta er ekkert grín fyrir Ívar,“ sagði Jón Halldór. Alla umræðuna, sem og umræðu sérfræðingana um síðustu umferð í Domino's deild kvenna, má sjá hér að neðan.Klippa: Körfuboltakvöld: Umræða um landsliðið og kvennadeildina Dominos-deild kvenna Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ Fótbolti Fleiri fréttir Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið í körfubolta leikur tvo leiki í undankeppni EM 2019 í Laugardalshöll í nóvember. Sérfræðingar Domino's Körfuboltakvölds á Stöð 2 Sport ræddu stöðu landsliðsins. Leikirnir tveir eru þeir síðustu í riðlinum en Ísland hefur tapað öllum fjórum leikjum sínum til þessa og á ekki möguleika á að komast áfram. „Það er smá vesen í kringum kvennalandsliðið. Það gengur illa að fá leikmenn, það eru meiðsli og einvherjar sem eru í vinnu,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, þáttastjórnandi. „Ég er búinn að hafa áhyggjur af þessu í svolítið langan tíma. Ég sat fund fyrir bikarúrslitin síðast þar sem þetta kom til tals, að stúlkur á Íslandi í körfubolta væru ekki að gefa kost á sér í A-landslið kvenna,“ sagði Jón Halldór Eðvaldsson, einn þeirra sérfræðinga sem fylgist hvað mest með kvennaboltanum á Íslandi. „Það virðast vera einhverjir margir þættir sem koma að því. Maður hefur heyrt að þær eru ekki nógu ánægðar með umgjörðina í kringum þetta, að það sé ekki nógu mikil alvara í kringum æfingar og annað, hverju sem það er um að kenna.“ „Þær eru ekki tilbúnar til þess að taka sér frí frá námi og vinnu til þess að fara í þessi landsliðsverkefni, sem eru frekar löng stundum. Við hvern er að sakast? Ég veit það ekki. Ég geri mér ekki alveg grein fyrir því hvar vandamálið liggur.“ „En síðan, það er ekkert öfundsvert verkefni fyrir Ívar Ásgrímsson, þjálfara, að velja 12 manna lið. Það sem mér finnst risastórt vandamál í íslenskum kvennakörfubolta er að það er allt of lítið af stjörnum sem eru að verða til.“ „Það eru allt of fáar stelpur sem eru að koma upp úr yngri flokkum sem eru afgerandi. Það er fullt af frábærum stelpum í körfu, en þær eru svo jafnar. Þær eru ekki með þetta landsliðskaliber. Þetta er ekkert grín fyrir Ívar,“ sagði Jón Halldór. Alla umræðuna, sem og umræðu sérfræðingana um síðustu umferð í Domino's deild kvenna, má sjá hér að neðan.Klippa: Körfuboltakvöld: Umræða um landsliðið og kvennadeildina
Dominos-deild kvenna Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ Fótbolti Fleiri fréttir Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Sjá meira