Þingmenn fá símtöl frá Noregi vegna þriðja orkupakkans Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 10. nóvember 2018 08:00 Katrín Jakobsdóttir í pontu Alþingis á síðustu dögum þingsins í vor. Vísir/VIlhelm Nokkur óróleiki er innan flokkanna þriggja sem mynda ríkisstjórn vegna þriðja orkupakkans sem til stendur að innleiða í EES-samninginn. Þingflokkar stjórnarflokkanna áttu sameiginlegan fund um málið í ráðherrabústaðnum í gær. „Fundurinn var svona fyrst og fremst til þess að hefja þessa umræðu saman í okkar hópi og hún var mjög góð,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra um fundinn. „Fólk er að ræða mikið um þetta, það er bara eðlilegt. Þetta varðar mál sem eru Íslendingum hugleikin,“ segir Katrín innt eftir viðhorfum þingmanna til málsins og hvort hún telji þingmenn hafa náð utan um það. Hún segir mikilvægt að gerð sé grein fyrir því hvað felst í þessari innleiðingu og hvað hafi þegar verið innleitt með fyrri orkupökkunum tveimur. Vaxandi þrýstingur mun vera á þingmenn meirihlutans vegna málsins, sérstaklega á þingmenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks en ályktað hefur verið gegn málinu á landsfundum beggja flokka. Heimildarmenn blaðsins telja þó ekki um óeiningu að ræða innan stjórnarflokkanna heldur sé málið mörgum þingmönnum erfitt vegna baklandsins. Þrýstingur á þingmenn vegna málsins mun þó ekki eingöngu vera innlendur heldur hafa norskir lobbíistar einnig sett sig í samband við þingmenn símleiðis til að vara þá við málinu og þrýsta á þá að hafna innleiðingunni. Ísland er eina EES-ríkið sem á eftir að samþykkja innleiðingu þriðja orkupakkans, en bæði Noregur og Liechtenstein hafa þegar samþykkt innleiðinguna. Pakkinn verður hins vegar ekki hluti af EES-samningnum fyrr en öll EES-ríkin þrjú hafa samþykkt hann og íslenskir þingmenn því eina von Norðmanna sem mótfallnir eru innleiðingunni. Þingmenn úr stjórnarandstöðu, einkum Miðflokki, virðast hafa fundið fyrir óróa í stjórnarþingmönnum vegna málsins og séð sér leik á borði. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson tók málið tvívegis upp á Alþingi í vikunni og beindi óundirbúnum fyrirspurnum til tveggja ráðherra Sjálfstæðisflokksins um afstöðu þeirra til málsins. Á mánudaginn beindi hann fyrirspurnum til utanríkisráðherra og á miðvikudaginn til atvinnuvega-, nýsköpunar- og ferðamálaráðherra. Hvorugur ráðherranna lýsti beinni afstöðu til málsins í svörum sínum þrátt fyrir að þingmaðurinn spyrði beinlínis um hana. Bæði bentu þau þó á að málið hefði verið vanrækt í ríkisstjórn fyrirspyrjandans og lögðu áherslu á að það yrði vandlega unnið og öll framkomin gagnrýni skoðuð ofan í kjölinn. Málið er formlega á borði atvinnuvegaráðherra og í svörum sínum til þingmannsins sagði hún að erfitt væri fyrir málið hversu fáir væru að berjast fyrir því og ástæðan fyrir því væri að málið skipti ekki svo miklu. Hins vegar hefði það áhrif á EES-samninginn ef menn ætluðu ekki að innleiða það, og menn þyrftu þá að vera tilbúnir í þann leiðangur. Í lok ræðu sinnar tók Þórdís sérstaklega fram að hún væri ekki að segja að hún væri ekki tilbúin í slíkan leiðangur. Þingmenn meirihlutans hafa einnig beint fyrirspurnum um málið til ráðherra. Óli Björn Kárason, einn þeirra þingmanna sem sagðir eru hafa efasemdir um málið, bíður enn svara við ítarlegri fyrirspurn sem hann beindi til utanríkisráðherra um þriðja orkupakkann og EES-samninginn. Stefnt er að því að málið komi til umræðu í þinginu í febrúar. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Tengdar fréttir Lítil áhrif á Íslendinga nema lagður verði sæstrengur Þriðji orkupakkinn svokallaði hefur ekki áhrif á hagsmuni Íslendinga á meðan engin orka er flutt yfir landamæri að mati sérfræðings í auðlindarétti. Lagaprófessor í Osló segir deilur um málið þar í landi að miklu leyti byggðar á misskilningi. 13. ágúst 2018 21:00 Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Fleiri fréttir Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Sjá meira
Nokkur óróleiki er innan flokkanna þriggja sem mynda ríkisstjórn vegna þriðja orkupakkans sem til stendur að innleiða í EES-samninginn. Þingflokkar stjórnarflokkanna áttu sameiginlegan fund um málið í ráðherrabústaðnum í gær. „Fundurinn var svona fyrst og fremst til þess að hefja þessa umræðu saman í okkar hópi og hún var mjög góð,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra um fundinn. „Fólk er að ræða mikið um þetta, það er bara eðlilegt. Þetta varðar mál sem eru Íslendingum hugleikin,“ segir Katrín innt eftir viðhorfum þingmanna til málsins og hvort hún telji þingmenn hafa náð utan um það. Hún segir mikilvægt að gerð sé grein fyrir því hvað felst í þessari innleiðingu og hvað hafi þegar verið innleitt með fyrri orkupökkunum tveimur. Vaxandi þrýstingur mun vera á þingmenn meirihlutans vegna málsins, sérstaklega á þingmenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks en ályktað hefur verið gegn málinu á landsfundum beggja flokka. Heimildarmenn blaðsins telja þó ekki um óeiningu að ræða innan stjórnarflokkanna heldur sé málið mörgum þingmönnum erfitt vegna baklandsins. Þrýstingur á þingmenn vegna málsins mun þó ekki eingöngu vera innlendur heldur hafa norskir lobbíistar einnig sett sig í samband við þingmenn símleiðis til að vara þá við málinu og þrýsta á þá að hafna innleiðingunni. Ísland er eina EES-ríkið sem á eftir að samþykkja innleiðingu þriðja orkupakkans, en bæði Noregur og Liechtenstein hafa þegar samþykkt innleiðinguna. Pakkinn verður hins vegar ekki hluti af EES-samningnum fyrr en öll EES-ríkin þrjú hafa samþykkt hann og íslenskir þingmenn því eina von Norðmanna sem mótfallnir eru innleiðingunni. Þingmenn úr stjórnarandstöðu, einkum Miðflokki, virðast hafa fundið fyrir óróa í stjórnarþingmönnum vegna málsins og séð sér leik á borði. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson tók málið tvívegis upp á Alþingi í vikunni og beindi óundirbúnum fyrirspurnum til tveggja ráðherra Sjálfstæðisflokksins um afstöðu þeirra til málsins. Á mánudaginn beindi hann fyrirspurnum til utanríkisráðherra og á miðvikudaginn til atvinnuvega-, nýsköpunar- og ferðamálaráðherra. Hvorugur ráðherranna lýsti beinni afstöðu til málsins í svörum sínum þrátt fyrir að þingmaðurinn spyrði beinlínis um hana. Bæði bentu þau þó á að málið hefði verið vanrækt í ríkisstjórn fyrirspyrjandans og lögðu áherslu á að það yrði vandlega unnið og öll framkomin gagnrýni skoðuð ofan í kjölinn. Málið er formlega á borði atvinnuvegaráðherra og í svörum sínum til þingmannsins sagði hún að erfitt væri fyrir málið hversu fáir væru að berjast fyrir því og ástæðan fyrir því væri að málið skipti ekki svo miklu. Hins vegar hefði það áhrif á EES-samninginn ef menn ætluðu ekki að innleiða það, og menn þyrftu þá að vera tilbúnir í þann leiðangur. Í lok ræðu sinnar tók Þórdís sérstaklega fram að hún væri ekki að segja að hún væri ekki tilbúin í slíkan leiðangur. Þingmenn meirihlutans hafa einnig beint fyrirspurnum um málið til ráðherra. Óli Björn Kárason, einn þeirra þingmanna sem sagðir eru hafa efasemdir um málið, bíður enn svara við ítarlegri fyrirspurn sem hann beindi til utanríkisráðherra um þriðja orkupakkann og EES-samninginn. Stefnt er að því að málið komi til umræðu í þinginu í febrúar.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Tengdar fréttir Lítil áhrif á Íslendinga nema lagður verði sæstrengur Þriðji orkupakkinn svokallaði hefur ekki áhrif á hagsmuni Íslendinga á meðan engin orka er flutt yfir landamæri að mati sérfræðings í auðlindarétti. Lagaprófessor í Osló segir deilur um málið þar í landi að miklu leyti byggðar á misskilningi. 13. ágúst 2018 21:00 Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Fleiri fréttir Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Sjá meira
Lítil áhrif á Íslendinga nema lagður verði sæstrengur Þriðji orkupakkinn svokallaði hefur ekki áhrif á hagsmuni Íslendinga á meðan engin orka er flutt yfir landamæri að mati sérfræðings í auðlindarétti. Lagaprófessor í Osló segir deilur um málið þar í landi að miklu leyti byggðar á misskilningi. 13. ágúst 2018 21:00