Töluvert tjón þegar tjaldið fauk af porti Hafnarhússins Kristín Ólafsdóttir skrifar 29. nóvember 2018 13:24 Stangir sem halda tjaldinu uppi skemmdust einnig. Vísir/vilhelm Töluvert tjón varð þegar tjald, sem strengt er yfir portið í Hafnarhúsi Listasafns Reykjavíkur í miðbænum, rifnaði í óveðrinu sem gekk yfir landið í gærkvöldi og nótt. Áslaug Guðrúnardóttir, markaðs- og kynningarstjóri Listasafnsins, segir í samtali við Vísi að umrætt tjald, sem safnið leigi af Seglagerðinni Ægi, hafi farið afar illa í veðrinu. Þá brotnuðu einnig að minnsta kosti tvær stangir sem halda tjaldinu uppi. „Tjaldið er alltaf tekið niður á milli viðburða en það náðist ekki að taka það niður í gær út af veðrinu og það rifnaði í tætlur einhvern tímann í nótt,“ segir Áslaug. Ekki er enn búið að meta tjónið að sögn Áslaugar, enda atvikið tiltölulega nýskeð. Hún segir þó alveg á hreinu að tjónið sé töluvert. Stefnt er að því að hefja viðgerðir um leið og veðrinu slotar á höfuðborgarsvæðinu. Portið í Hafnarhúsinu hefur í gegnum tíðina aðallega verið leigt undir viðburði en stöku sinnum eru settar þar upp sýningar á vegum Listasafnsins. Aftakaveður gekk yfir landið í gær og í nótt. Greint var frá því í morgun að björgunarsveitir og lögregla á höfuðborgarsvæðinu hefðu sinnt mörgum útköllum þar sem byggingarefni, þakplötur, girðingar, lausir munir, jólatré og fleira fóru að fjúka og valda skemmdum á bílum og öðru sem fyrir varð. Gert er ráð fyrir að veður mildist vestantil- og suðaustantil eftir hádegi á morgun en veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands sagði í morgun að óveðrið á Norðurlandi væri komið til að vera.Tjaldið rifnaði í tætlur, að sögn Áslaugar.Vísir/vilhelm Veður Tengdar fréttir Björgunarsveitir kallaðar út og töluverðar skemmdir vegna veðurs Landsbjörg hefur verið með mesta viðbúnað í gangi þar sem nokkur þúsund ferðamenn eru á landinu. 29. nóvember 2018 07:08 Innanlandsflug og strætóferðir á landsbyggðinni í lamasessi vegna veðurs Gert er ráð fyrir að veður gangi að nokkru leyti niður á Vestur- og Suðausturlandi eftir hádegi. 29. nóvember 2018 09:56 Mest lesið Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent Kastrup lokað vegna drónaflugs Erlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Innlent Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Erlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fleiri fréttir Lýsa eftir Karli Helgasyni Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Sjá meira
Töluvert tjón varð þegar tjald, sem strengt er yfir portið í Hafnarhúsi Listasafns Reykjavíkur í miðbænum, rifnaði í óveðrinu sem gekk yfir landið í gærkvöldi og nótt. Áslaug Guðrúnardóttir, markaðs- og kynningarstjóri Listasafnsins, segir í samtali við Vísi að umrætt tjald, sem safnið leigi af Seglagerðinni Ægi, hafi farið afar illa í veðrinu. Þá brotnuðu einnig að minnsta kosti tvær stangir sem halda tjaldinu uppi. „Tjaldið er alltaf tekið niður á milli viðburða en það náðist ekki að taka það niður í gær út af veðrinu og það rifnaði í tætlur einhvern tímann í nótt,“ segir Áslaug. Ekki er enn búið að meta tjónið að sögn Áslaugar, enda atvikið tiltölulega nýskeð. Hún segir þó alveg á hreinu að tjónið sé töluvert. Stefnt er að því að hefja viðgerðir um leið og veðrinu slotar á höfuðborgarsvæðinu. Portið í Hafnarhúsinu hefur í gegnum tíðina aðallega verið leigt undir viðburði en stöku sinnum eru settar þar upp sýningar á vegum Listasafnsins. Aftakaveður gekk yfir landið í gær og í nótt. Greint var frá því í morgun að björgunarsveitir og lögregla á höfuðborgarsvæðinu hefðu sinnt mörgum útköllum þar sem byggingarefni, þakplötur, girðingar, lausir munir, jólatré og fleira fóru að fjúka og valda skemmdum á bílum og öðru sem fyrir varð. Gert er ráð fyrir að veður mildist vestantil- og suðaustantil eftir hádegi á morgun en veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands sagði í morgun að óveðrið á Norðurlandi væri komið til að vera.Tjaldið rifnaði í tætlur, að sögn Áslaugar.Vísir/vilhelm
Veður Tengdar fréttir Björgunarsveitir kallaðar út og töluverðar skemmdir vegna veðurs Landsbjörg hefur verið með mesta viðbúnað í gangi þar sem nokkur þúsund ferðamenn eru á landinu. 29. nóvember 2018 07:08 Innanlandsflug og strætóferðir á landsbyggðinni í lamasessi vegna veðurs Gert er ráð fyrir að veður gangi að nokkru leyti niður á Vestur- og Suðausturlandi eftir hádegi. 29. nóvember 2018 09:56 Mest lesið Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent Kastrup lokað vegna drónaflugs Erlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Innlent Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Erlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fleiri fréttir Lýsa eftir Karli Helgasyni Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Sjá meira
Björgunarsveitir kallaðar út og töluverðar skemmdir vegna veðurs Landsbjörg hefur verið með mesta viðbúnað í gangi þar sem nokkur þúsund ferðamenn eru á landinu. 29. nóvember 2018 07:08
Innanlandsflug og strætóferðir á landsbyggðinni í lamasessi vegna veðurs Gert er ráð fyrir að veður gangi að nokkru leyti niður á Vestur- og Suðausturlandi eftir hádegi. 29. nóvember 2018 09:56