Hæg breytileg átt er á landinu í dag þar sem víða er bjartviðri og vægt frost. Veðurstofan spáir frosti, 0 til 8 stig, þar sem kaldast verður fyrir norðan, en hiti að 5 stigum við suðurströndina.
Útlit er fyrir svipað veður á morgun nema syðst á landinu þar sem búist er við austan kalda og lítilsháttar skúrum eða slydduéljum.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á mánudag og þriðjudag: Austan 5-13 og stöku skúrir eða slydduél á sunnanverðu landinu, hiti 0 til 5 stig. Hægari vindur norðantil, bjartviðri og frost 0 til 7 stig.
Á miðvikudag: Vaxandi norðaustanátt með snjókomu, og síðar slyddu eða rigningu, norðan- og austantil á landinu en þurrt suðvestanlands. Hlýnar í veðri.
Á fimmtudag: Útlit fyrir hvassa norðaustanátt og snjókomu norðvestantil á landinu en hægari vindur og rigning um landið austanvert. Úrkomulítið á Suðurlandi. Hiti í kringum frostmark.
Á föstudag: Norðlæg átt og snjókoma eða slydda en vestlægari sunnanlands og él, einkum vestast. Hiti kringum frostmark.
Bjart veður en kalt á landinu í dag
Atli Ísleifsson skrifar
